Innlent

Rúta frá rútufyrirtækinu á leið á slysstað

Anton Egilsson skrifar
Rúta frá Hópferðabílum Akureyrar lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi sex kílómetra vestan við Kirkjubæjarklaustur.
Rúta frá Hópferðabílum Akureyrar lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi sex kílómetra vestan við Kirkjubæjarklaustur. Vísir/map.is
Rúta ásamt þremur starfsmönnum frá Hópferðabílum Akureyrar hefur verið send á slysstað á Suðurlandsvegi en ein rúta fyrirtæksins lenti í umferðarslysi á veginum sex kílómetra vestan við Kirkjubæjarklaustur laust eftir klukkan ellefu í dag. Einn er látinn og tólf eru alvarlega slasaðir eftir slysið.

Sjá: Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur

„Fyrstu viðbrögð hjá okkur þegar við fréttum af því að það hafi lent bíll frá okkur í slysi þá sendum við á staðinn bæði rútu og menn frá fyrirtækinu og er hún núna á leiðinni austur,” segir Fjalar Úlfarsson, framkvæmdarstjóri Hópferðabíla Akureyrar, í samtali við Vísi.

Í rútunni voru um fimmtíu ferðamenn frá Kína en Fjalar segir að hópurinn hafi verið í dagsferð um Suðurströndina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×