Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. desember 2017 09:30 Medis er staðsett í Dalshrauni en Actavis við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Vísir/Eyþór Starfsfólk lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis á Íslandi fékk engar jólagjafir eða bónusa á þessu ári. Að sama skapi var jólahlaðborð á vegum fyrirtækjanna blásið af með um það bil tveggja vikna fyrirvara, starfsfólki til töluverðrar óánægju. Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja, en það staðfestir fulltrúi samskiptasviðs Actavis og Medis í samtali við Vísi. Ónefndur starfsmaður Actavis segir að ákvörðunin um að slá af jólahlaðborðið og gjafir með svo stuttum fyrirvara hafi farið illa ofan í starfsfólk. Undanfarin ár hafi jólahlaðborð verið haldin og gjafirnar verið veglegar. Starfsmenn hafa fengið hundrað þúsund krónur í desember í áratug eða svo. Starfsmaðurinn segir sömuleiðis að töluverð óvissa hafi ríkt undanfarið vegna fregna af skuldavanda Teva. Þessi ákvörðun bæti því ekki úr skák.Sögðu upp 14 þúsund manns nýlegaGreint var frá því fyrir tveimur vikum að Teva hefði í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna, eða um 14 þúsund manns. Skuldabyrði félagsins hefur þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis og þar með Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Samskiptafulltrúi Actavis segir í samtali við Vísi að ekki sé ljóst hvort uppsagnir starfsfólks hér á landi séu í kortunum. Engin fyrirmæli hafi komið frá Teva þess efnis. Þess má geta að Actavis lagði fyrr á þessu ári niður starfsemi lyfjaframleiðslu hér á landi. Gera má ráð fyrir að við þær breytingar hafi um 300 störf flust úr landinu. Til þess að grynnka á skuldum sínum hefur Teva sett Medis í söluferli og segir fulltrúi samskiptasviðs að það ferli sé enn í gangi. Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16 Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33 Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Starfsfólk lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis á Íslandi fékk engar jólagjafir eða bónusa á þessu ári. Að sama skapi var jólahlaðborð á vegum fyrirtækjanna blásið af með um það bil tveggja vikna fyrirvara, starfsfólki til töluverðrar óánægju. Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja, en það staðfestir fulltrúi samskiptasviðs Actavis og Medis í samtali við Vísi. Ónefndur starfsmaður Actavis segir að ákvörðunin um að slá af jólahlaðborðið og gjafir með svo stuttum fyrirvara hafi farið illa ofan í starfsfólk. Undanfarin ár hafi jólahlaðborð verið haldin og gjafirnar verið veglegar. Starfsmenn hafa fengið hundrað þúsund krónur í desember í áratug eða svo. Starfsmaðurinn segir sömuleiðis að töluverð óvissa hafi ríkt undanfarið vegna fregna af skuldavanda Teva. Þessi ákvörðun bæti því ekki úr skák.Sögðu upp 14 þúsund manns nýlegaGreint var frá því fyrir tveimur vikum að Teva hefði í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna, eða um 14 þúsund manns. Skuldabyrði félagsins hefur þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis og þar með Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Samskiptafulltrúi Actavis segir í samtali við Vísi að ekki sé ljóst hvort uppsagnir starfsfólks hér á landi séu í kortunum. Engin fyrirmæli hafi komið frá Teva þess efnis. Þess má geta að Actavis lagði fyrr á þessu ári niður starfsemi lyfjaframleiðslu hér á landi. Gera má ráð fyrir að við þær breytingar hafi um 300 störf flust úr landinu. Til þess að grynnka á skuldum sínum hefur Teva sett Medis í söluferli og segir fulltrúi samskiptasviðs að það ferli sé enn í gangi.
Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16 Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33 Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16
Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00