Enski boltinn

Klopp: Liverpool er varnarsinnað lið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Jurgen Klopp segir að hann leggi mikla áherslu á varnarvinnuna við lið sitt, Liverpool, þrátt fyrir að vera með eina verstu vörn efri hluta deildarinnar.

Liverpool hefur fengið á sig 23 mörk í 19 leikjum. 11 og 9 mörkum meira heldur en liðin þrjú sem sitja ofar í töflunni, og fimm mörkum meira en Tottenham sem situr sæti fyrir neðan Liverpool.

„Við erum klárlega varnarsinnað lið. Við stilltum upp í 4-5-1 [gegn Arsenal] og allir eiga varnarhlutverki að gegna,“ sagði Klopp.

Liðið tapaði niður 2-0 forystu á fimm mínútna kafla gegn Arsenal á föstudaginn þegar liðið fékk á sig þrjú mörk.

„Stundum er uppstilling okkar nokkuð sóknarsinnuð ef það er horft til leikmannanna á vellinum, en það er enginn í liðinu sem þarf ekki að verjast.“

„Það besta sem hægt er, er að verjast með 10 sóknarsinnuðum leikmönnum, því þá er mun líklegra að þú skorir,“ sagði Jurgen Klopp.

Leikur Liverpool og Swansea hefst klukkan 17:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×