Kinnalitur hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu Ritstjórn skrifar 25. desember 2017 21:15 Þeir sem fylgjast með íslenskri tísku kannast við Andreu Magnúsdóttur, fatahönnuð. Hún veit hvað hún syngur, bæði þegar kemur að fötum og förðun. Glamour fékk hana til að deila með lesendum hvað er mest áberandi í vetur - eitthvað til að fá innblástur inn í hátíðirnar.Áttu þér uppáhalds förðunartrend í vetur? Ég er að nota meira af augnskugga en ég hef gert lengi. Aðallega brúna, brons og vínrauða tóna í smá smoky fíling, það er í uppáhaldi núna.Hvaða sýning veitti þér mestan innblástur þetta árið?Mér fannst Stine Goya sýningin á tískuvikunni í Kaupamannahöfnæðisleg að öllu leyti. Fötin, litirnir og förðunin og þó að maður sé kannski ekki að fara mála sig þannig þá veitti stemmingin og litirnir mér innblástur.Hvað telur þú verði mest áberandi í förðun fyrir veturinn? Augnskuggar í alls konar litum, mattir og sanseraðir. Það er langt síðan að ég hef séð svona mikið úrval af flottum augnskuggapallettum.Hver er þín uppáhalds snyrtivara fyrir þennan árstíma?Kinnalitur, hann hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu.Hvaða trend ertu tilbúin að kveðja að þessu sinni?Of þykkar/litaðar augabrúnir og of mikið af skyggingum eða svokallað contouring. Of mikið er bara ekki flott, síst af öllu í förðun.Hvað sjáum við nýtt fyrir veturinn? Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá held ég að augnskuggar í alls konar litum verði mest áberandi. Þegar kemur að hári held ég að náttúrlegt og heilbrigt sé málið, en það má svo skreyta taglið til dæmis með því að hnýta í það slæðu eða slaufu.Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að fegurð? Ég heillast alltaf af fallegri húð og hraustlegu náttúrulegu útliti þannig ætli að Sara vinkona mín sé ekki mín fyrirmynd. Ég kaupi allt sem hún segir að ég eigi að nota og það klikkar ekki að það eru góðar vörur.Hvað ber allra helst að hafa í huga þegar að það kemur að förðun í vetur?Ég held að umhirða húðarinnar skipti mestu máli, þrífa sig vel á kvöldin og nota gott rakakrem í kuldanum.Hvaða snyrtivöru kaupir þú aftur og aftur?Ég kaupi alltaf augnfarðahreinsi frá Lancome, L´oreal maskara, Maroccain oil sjampó og varasalvann frá Bláa Lóninu. Öðru skipti ég út reglulega og prufa nýtt.Breytist þín hár- og förðunarrútína eftir árstíðum? Ég mála mig alltaf eins eða svipað, nota kanski aðeins meira af kinnalit á veturnar og hárið á mér endar einhvernvegin alltaf í tagli alveg sama hvernig viðrar. Ég passa samt upp á húðina í kuldanum og nota meira af rakakremum á líkamann, húð og hendur. Varasalvan nota ég allt árið en hann er algjörlega ómissandi.Hvert er þitt uppáhalds naglalakk á veturna?Essie, skipti úr ljósum litum í eldrautt og vínrautt á veturnar og er eiginlega alltaf með rautt á tánum. Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Smekklegir gestir hjá Stellu Glamour Óskarinn 2016: Best klæddu karlar Glamour Óskarinn 2016: Verst klædd á rauða dreglinum Glamour iglo + indi í samstarf við Kærleiksbirnina Glamour Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Jean Paul Gaultier berst gegn HIV með bakpokarisa Glamour
Þeir sem fylgjast með íslenskri tísku kannast við Andreu Magnúsdóttur, fatahönnuð. Hún veit hvað hún syngur, bæði þegar kemur að fötum og förðun. Glamour fékk hana til að deila með lesendum hvað er mest áberandi í vetur - eitthvað til að fá innblástur inn í hátíðirnar.Áttu þér uppáhalds förðunartrend í vetur? Ég er að nota meira af augnskugga en ég hef gert lengi. Aðallega brúna, brons og vínrauða tóna í smá smoky fíling, það er í uppáhaldi núna.Hvaða sýning veitti þér mestan innblástur þetta árið?Mér fannst Stine Goya sýningin á tískuvikunni í Kaupamannahöfnæðisleg að öllu leyti. Fötin, litirnir og förðunin og þó að maður sé kannski ekki að fara mála sig þannig þá veitti stemmingin og litirnir mér innblástur.Hvað telur þú verði mest áberandi í förðun fyrir veturinn? Augnskuggar í alls konar litum, mattir og sanseraðir. Það er langt síðan að ég hef séð svona mikið úrval af flottum augnskuggapallettum.Hver er þín uppáhalds snyrtivara fyrir þennan árstíma?Kinnalitur, hann hressir upp á útlitið í svartasta skammdeginu.Hvaða trend ertu tilbúin að kveðja að þessu sinni?Of þykkar/litaðar augabrúnir og of mikið af skyggingum eða svokallað contouring. Of mikið er bara ekki flott, síst af öllu í förðun.Hvað sjáum við nýtt fyrir veturinn? Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá held ég að augnskuggar í alls konar litum verði mest áberandi. Þegar kemur að hári held ég að náttúrlegt og heilbrigt sé málið, en það má svo skreyta taglið til dæmis með því að hnýta í það slæðu eða slaufu.Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að fegurð? Ég heillast alltaf af fallegri húð og hraustlegu náttúrulegu útliti þannig ætli að Sara vinkona mín sé ekki mín fyrirmynd. Ég kaupi allt sem hún segir að ég eigi að nota og það klikkar ekki að það eru góðar vörur.Hvað ber allra helst að hafa í huga þegar að það kemur að förðun í vetur?Ég held að umhirða húðarinnar skipti mestu máli, þrífa sig vel á kvöldin og nota gott rakakrem í kuldanum.Hvaða snyrtivöru kaupir þú aftur og aftur?Ég kaupi alltaf augnfarðahreinsi frá Lancome, L´oreal maskara, Maroccain oil sjampó og varasalvann frá Bláa Lóninu. Öðru skipti ég út reglulega og prufa nýtt.Breytist þín hár- og förðunarrútína eftir árstíðum? Ég mála mig alltaf eins eða svipað, nota kanski aðeins meira af kinnalit á veturnar og hárið á mér endar einhvernvegin alltaf í tagli alveg sama hvernig viðrar. Ég passa samt upp á húðina í kuldanum og nota meira af rakakremum á líkamann, húð og hendur. Varasalvan nota ég allt árið en hann er algjörlega ómissandi.Hvert er þitt uppáhalds naglalakk á veturna?Essie, skipti úr ljósum litum í eldrautt og vínrautt á veturnar og er eiginlega alltaf með rautt á tánum.
Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Gegnsætt og vínrauðar varir Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Smekklegir gestir hjá Stellu Glamour Óskarinn 2016: Best klæddu karlar Glamour Óskarinn 2016: Verst klædd á rauða dreglinum Glamour iglo + indi í samstarf við Kærleiksbirnina Glamour Upplifun að ganga tískupallinn fyrir Oscar de la Renta Glamour Jean Paul Gaultier berst gegn HIV með bakpokarisa Glamour