Enski boltinn

Austin dæmdur í þriggja leikja bann

Dagur Lárusson skrifar
Jonas Lössl liggur þjáður eftir sparkið frá Austin
Jonas Lössl liggur þjáður eftir sparkið frá Austin vísir/getty
Charlie Austin, leikmaður Southampton, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að sparka í Jonas Lössl, leikmann Huddersfield.

Enska knattspyrnusambandið lagði fram kæruna í gær og ákvað Charlie Austin að áfrýja henni ekki. Austin hefði þó líklegast ekki getað spilað þessa þrjá leiki þar sem hann er einnig meiddur.

Austin skoraði sjálfur í leiknum en David Wagner, stjóri Huddersfield, segir að Austin hafi klárlega sparkað í Lössl viljandi.

„Eftir að hafa séð myndbandið af þessu atviki þá er ég sannfærður um það að hann gerði þetta viljandi, sem kemur mér á óvart og einnig Lössl,” sagði Wagner.

Fyrsti leikurinn sem Austin missir af vegna bannsins er leikur Southampton gegn Tottenham á Wembley á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×