„Kolar felldi Snorra vísvitandi“ | Björninn svarar fyrir sig Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. desember 2017 10:00 Myndin er úr eldri leik Esju. Vísir/Hanna Stjórn íshokkídeildar Bjarnarins sendi frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Gauta Þormóðssonar, þjálfara Esju, eftir leik Esju og Bjarnarins í síðustu viku. Gauti sagði dómgæsluna halla verulega á sína menn og kenndi þar um Snorra Gunnari Sigurðssyni dómara, en hann er einn af stofnendum Bjarnarins.Sjá einnig: Dæmir leiki félags sem hann stofnaðiÍ yfirlýsingunni frá Birninum segir að þó Snorri sé einn af stofnendum Bjarnarins þá sé hann harður stuðningsmaður íþróttarinnar og láti tengsl sín ekki hafa áhrif á ákvarðanir í dómgæslu. Varðandi atvikið umdeilda, þar sem Daniel Kolar er sendur af velli og dæmdur í þriggja leikja bann, segir í yfirlýsingunni að „þá er ljóst að Snorri tekur alls ekki ákvörðun um að senda Kolar af velli. Aðstoðardómari sér atvikið og tilkynnir Snorra að Kolar hafi vísvitandi fellt hann á svellinu. Í kjölfarið sendir Snorri leikmanninn af svellinu.“ Einnig er tekið fram að hvorugur aðili hafi hlegið að atvikinu, eins og Gauti lýsti því, heldur hafi Snorri meiðst við samstuðið.Snorri Gunnar Sigurðssonmynd/björninnYfirlýsing stjórnar íshokkídeildar Bjarnarins: Það eru nú ekki fallegar jólakveðjurnar sem hann Snorri Gunnar Sigurðsson fær frá Gauta Þorðmóðssyni og Esju mönnum núna rétt fyrir hátíðirnar. Þar er hann sakaður um að hafa haft áhrif á leikinn með þeim hætti að Björninn hafi hagnast að. Snorri er jafnfram einn af stofnendum Bjarnarins og starfaði mikið að uppbyggingu klúbbsins. Einnig hefur Snorri mikið komið að störfum Íshokkísambands Íslands og lagt lið á mörgum stöðum í þágu íshokkí á Íslandi. Núna síðustu ár hefur hann lagt lið með því að dæma leiki sambandsins sem hefur barist við dómaraskort í gegnum árin. Þetta óeigingjarna starf hans í þágu félagins og sambandsins er algjörlega ómetanlegt í uppbyggingu á þessu litla sporti hér á landi. Ef við komum aftur að þessum leik þá er ljóst að Snorri tekur alls ekki ákvörðun um að senda Kolar af velli. Aðstoðardómari sér atvikið og tilkynnir Snorra að Kolar hafi vísvitandi fellt hann á svellinu. Í kjölfarið af þessu sendir Snorri leikmanninn af svellinu. Vert er að taka fram að ekki er hægt að segja að hvorki Snorri né Kolar hafi hlegið að atvikinu eins og Gauti ýjar að þar sem Snorri meiðist við fallið. Varðandi hvort að atvikið hafi verið slys eða ekki þá lítur því miður út fyrir að ekki hafi verið um slys að ræða eins og upptaka af atvikinu sýnir þegar leikmaður skyndilega bregður kylfu fyrir skauta dómara með þeim hætti að hann fellur, einnig sést vel að aðstoðardómari horfir á atvikið meðan það gerist. Hægt er að sjá umrætt atvik á 0:39 sekúndu þessa myndbands Það er rétt hjá Gauta að Snorri er harður Bjarnarmaður og er viðurkenndur hjá Birninum sem einn af mikilvægustu aðilum í sögu klúbbsins. Hann aftur á móti er líka harður stuðningsmaður íshokkí á Íslandi og lætur þ.a.l. ekki tengsl sín við dómgæslu hafa áhrif á sínar ákvarðanir. Dómarar gera aftur á móti mistök alveg eins og leikmenn og aðrir sem standa að leiknum. Snorri gerir ekkert fleiri mistök en aðrir dómarar í deildinni. Aftur á móti var leikurinn á móti Esju í heildina bara mjög vel dæmdur. Já einhver mistök voru gerð en þau bitnuðu á báðum liðum, þannig er það bara. Aganefnd IHI hefur þegar úrskurðað um málið, í aganefnd situr m.a. formaður aganefndar sem er fulltrúi Esju ásamt varamanni sem er sem er fulltrúi Esju og sátu báðir fundinn, Þessari niðurstöðu lútum við, virðum og styðjum. Esjan ákveður þegar rúm mínúta er eftir af leiknum að klára ekki leikinn. Það er ákvörðun Gauta. Það að Gauti kjósi að kenna Snorra um þessa ákvörðun sína og í leiðinni að gera hann að umdeildum aðila í kringum þetta mál er dapurlegt svo ekki sé meira sagt. Þann 22. nóvember birtist síðast viðtal við Gauta í MBL með fyrirsögninni „Ekki edrú þegar þeir settu hana saman “ þar ræðst Gauti að þeim aðilum sem sátu í mótanefnd Íshokkísambandsins í fjölmiðlum. Mótaskráin okkar, alveg eins og dómaramál í íshokkíinu, er ekki fullkomin. Að þeim málum eins og mörgum öðrum innan hreyfingarinnar koma aðilar sem vilja hreyfingunni vel. Það er sorglegt þegar þessir aðilar fá svona kveðjur á opinberum vettvangi. Eitt er alveg á hreinu, Snorri Gunnar Sigurðsson nýtur 150% stuðning stjórnar Bjarnarins og þó víðar væri leitað. Snorri er félaginu gríðarlega mikilvægur og við erum stolt af aðkomu hans að þessu sporti og hlökkum til að halda áfram að njóta hans krafta. Hafi menn hug á að leita að “umdeildum” aðila í kringum íshokkí skorum við á menn að leita annars staðar en hjá Snorra. Að lokum viljum við benda á að næsti leikur Bjarnarins er aftur heimaleikur við títtnefnt lið Esju. Leikurinn fer fram þann 9. jan á nýju ári kl: 19:45 og hvetjum við alla til að mæta og horfa á skemmtilegt íshokkí. Björninn óskar öllum friðsælla og gleðilegra jóla. Stjórn Íshokkídeildar Bjarnarins. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Yfirgáfu völlinn og neituðu að spila síðustu mínútuna Leikmenn Esjunnar voru vægast sagt ósáttir við dómarana í leik liðsins gegn Birninum í gær. 20. desember 2017 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Stjórn íshokkídeildar Bjarnarins sendi frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Gauta Þormóðssonar, þjálfara Esju, eftir leik Esju og Bjarnarins í síðustu viku. Gauti sagði dómgæsluna halla verulega á sína menn og kenndi þar um Snorra Gunnari Sigurðssyni dómara, en hann er einn af stofnendum Bjarnarins.Sjá einnig: Dæmir leiki félags sem hann stofnaðiÍ yfirlýsingunni frá Birninum segir að þó Snorri sé einn af stofnendum Bjarnarins þá sé hann harður stuðningsmaður íþróttarinnar og láti tengsl sín ekki hafa áhrif á ákvarðanir í dómgæslu. Varðandi atvikið umdeilda, þar sem Daniel Kolar er sendur af velli og dæmdur í þriggja leikja bann, segir í yfirlýsingunni að „þá er ljóst að Snorri tekur alls ekki ákvörðun um að senda Kolar af velli. Aðstoðardómari sér atvikið og tilkynnir Snorra að Kolar hafi vísvitandi fellt hann á svellinu. Í kjölfarið sendir Snorri leikmanninn af svellinu.“ Einnig er tekið fram að hvorugur aðili hafi hlegið að atvikinu, eins og Gauti lýsti því, heldur hafi Snorri meiðst við samstuðið.Snorri Gunnar Sigurðssonmynd/björninnYfirlýsing stjórnar íshokkídeildar Bjarnarins: Það eru nú ekki fallegar jólakveðjurnar sem hann Snorri Gunnar Sigurðsson fær frá Gauta Þorðmóðssyni og Esju mönnum núna rétt fyrir hátíðirnar. Þar er hann sakaður um að hafa haft áhrif á leikinn með þeim hætti að Björninn hafi hagnast að. Snorri er jafnfram einn af stofnendum Bjarnarins og starfaði mikið að uppbyggingu klúbbsins. Einnig hefur Snorri mikið komið að störfum Íshokkísambands Íslands og lagt lið á mörgum stöðum í þágu íshokkí á Íslandi. Núna síðustu ár hefur hann lagt lið með því að dæma leiki sambandsins sem hefur barist við dómaraskort í gegnum árin. Þetta óeigingjarna starf hans í þágu félagins og sambandsins er algjörlega ómetanlegt í uppbyggingu á þessu litla sporti hér á landi. Ef við komum aftur að þessum leik þá er ljóst að Snorri tekur alls ekki ákvörðun um að senda Kolar af velli. Aðstoðardómari sér atvikið og tilkynnir Snorra að Kolar hafi vísvitandi fellt hann á svellinu. Í kjölfarið af þessu sendir Snorri leikmanninn af svellinu. Vert er að taka fram að ekki er hægt að segja að hvorki Snorri né Kolar hafi hlegið að atvikinu eins og Gauti ýjar að þar sem Snorri meiðist við fallið. Varðandi hvort að atvikið hafi verið slys eða ekki þá lítur því miður út fyrir að ekki hafi verið um slys að ræða eins og upptaka af atvikinu sýnir þegar leikmaður skyndilega bregður kylfu fyrir skauta dómara með þeim hætti að hann fellur, einnig sést vel að aðstoðardómari horfir á atvikið meðan það gerist. Hægt er að sjá umrætt atvik á 0:39 sekúndu þessa myndbands Það er rétt hjá Gauta að Snorri er harður Bjarnarmaður og er viðurkenndur hjá Birninum sem einn af mikilvægustu aðilum í sögu klúbbsins. Hann aftur á móti er líka harður stuðningsmaður íshokkí á Íslandi og lætur þ.a.l. ekki tengsl sín við dómgæslu hafa áhrif á sínar ákvarðanir. Dómarar gera aftur á móti mistök alveg eins og leikmenn og aðrir sem standa að leiknum. Snorri gerir ekkert fleiri mistök en aðrir dómarar í deildinni. Aftur á móti var leikurinn á móti Esju í heildina bara mjög vel dæmdur. Já einhver mistök voru gerð en þau bitnuðu á báðum liðum, þannig er það bara. Aganefnd IHI hefur þegar úrskurðað um málið, í aganefnd situr m.a. formaður aganefndar sem er fulltrúi Esju ásamt varamanni sem er sem er fulltrúi Esju og sátu báðir fundinn, Þessari niðurstöðu lútum við, virðum og styðjum. Esjan ákveður þegar rúm mínúta er eftir af leiknum að klára ekki leikinn. Það er ákvörðun Gauta. Það að Gauti kjósi að kenna Snorra um þessa ákvörðun sína og í leiðinni að gera hann að umdeildum aðila í kringum þetta mál er dapurlegt svo ekki sé meira sagt. Þann 22. nóvember birtist síðast viðtal við Gauta í MBL með fyrirsögninni „Ekki edrú þegar þeir settu hana saman “ þar ræðst Gauti að þeim aðilum sem sátu í mótanefnd Íshokkísambandsins í fjölmiðlum. Mótaskráin okkar, alveg eins og dómaramál í íshokkíinu, er ekki fullkomin. Að þeim málum eins og mörgum öðrum innan hreyfingarinnar koma aðilar sem vilja hreyfingunni vel. Það er sorglegt þegar þessir aðilar fá svona kveðjur á opinberum vettvangi. Eitt er alveg á hreinu, Snorri Gunnar Sigurðsson nýtur 150% stuðning stjórnar Bjarnarins og þó víðar væri leitað. Snorri er félaginu gríðarlega mikilvægur og við erum stolt af aðkomu hans að þessu sporti og hlökkum til að halda áfram að njóta hans krafta. Hafi menn hug á að leita að “umdeildum” aðila í kringum íshokkí skorum við á menn að leita annars staðar en hjá Snorra. Að lokum viljum við benda á að næsti leikur Bjarnarins er aftur heimaleikur við títtnefnt lið Esju. Leikurinn fer fram þann 9. jan á nýju ári kl: 19:45 og hvetjum við alla til að mæta og horfa á skemmtilegt íshokkí. Björninn óskar öllum friðsælla og gleðilegra jóla. Stjórn Íshokkídeildar Bjarnarins.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Yfirgáfu völlinn og neituðu að spila síðustu mínútuna Leikmenn Esjunnar voru vægast sagt ósáttir við dómarana í leik liðsins gegn Birninum í gær. 20. desember 2017 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Yfirgáfu völlinn og neituðu að spila síðustu mínútuna Leikmenn Esjunnar voru vægast sagt ósáttir við dómarana í leik liðsins gegn Birninum í gær. 20. desember 2017 08:00