Til skoðunar að hafa ælupoka í næturstrætó Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2017 18:27 Hugsanlega verður farþegum boðið upp á ælupoka - ef þess gerist þörf - þegar næturakstur hefst að nýju. visir/ernireyjolfsson Til umræðu er að hafa ælupoka til taks í strætisvögnum þegar Strætó tekur upp næturakstur að nýju eftir áramót. Þetta segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs-og upplýsingafulltrúi Strætó. Um ælupokana var rætt á fundi Strætó á dögunum en þó er ekki komin endanleg niðurstaða í málið. Bent hefur verið á þá staðreynd að ekki séu vasar á sætum strætisvagnanna og því erfitt að koma ælupokunum fyrir. Mögulega verður leyst úr málinu með því farþegar geti nálgast ælupokana hjá vagnstjóra. Fyrsti aksturinn verður þrettánda janúar næstkomandi. Um er að ræða sex leiðir sem allar fara frá miðbænum. Ekki verður hægt að taka næturstrætó til baka í miðbæinn að sögn Guðmundar Heiðars.Auknar varúðarráðstafanirUndanfarið hafa konur sagt frá því að þær upplifi sig ekki öruggar í miðbænum, hefur komið til tals að hafa sérstakar varúðarráðstafanir, öryggismyndavélar eða eitthvað slíkt, til að bregðast við frásögnum kvenna?„Já, við erum meira að segja að endurnýja myndavélakerfið okkar, við ætlum að bæta það og það verða myndavélar í vögnunum. Vagnstjórarnir eru með skýrt verklag um hvað beri að gera þegar svona mál koma upp,“ segir Guðmundur Heiðar. Hafi farþegi í frammi ógnandi hegðun og/eða áreitir aðra þá beri vagnstjóra að stöðva strætisvagninn á næstu stoppistöð, opna allar hurðir og biðja viðkomandi um að yfirgefa vagninn. Verði farþeginn ekki við því er lögreglan kölluð til.Biðlar til farþega að láta vagnstjóra vita„Við viljum hvetja alla samborgara til þess að vera vakandi og láta vita því svona mál hafa komið upp áður og þá þarf oft bara að láta vagnstjóra vita. Þeir sjá ekkert endilega allt sem er að gerast í vagninum, sérstaklega ef þetta er káf eða áreitni eða eitthvað. Þetta er almenningsrými og allir samborgarar þurfa að vera vakandi og láta vita,“ segir Guðmundur Heiðar. Guðmundur Heiðar er að vonum spenntur fyrir þessari auknu þjónustu. Hann segir stemmninguna í kringum næturaksturinn vera virkilega góða. Tengdar fréttir Betri þjónusta Strætó Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó. 15. júní 2017 09:30 Sveitarfélögin ekki sammála um akstur næturstrætós um helgar Ekki náðist samkomulag hjá fulltrúum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að veita auknu fé til að stórbæta þjónustu Strætó. 6. september 2017 10:00 Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Aðgerðir til aukins öryggis í miðbænum: Bætt götulýsing, öruggari skemmtistaðir og næturstrætó Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík og borgaryfirvöld íhuga endurkomu næturstrætósins. 26. janúar 2017 10:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Til umræðu er að hafa ælupoka til taks í strætisvögnum þegar Strætó tekur upp næturakstur að nýju eftir áramót. Þetta segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs-og upplýsingafulltrúi Strætó. Um ælupokana var rætt á fundi Strætó á dögunum en þó er ekki komin endanleg niðurstaða í málið. Bent hefur verið á þá staðreynd að ekki séu vasar á sætum strætisvagnanna og því erfitt að koma ælupokunum fyrir. Mögulega verður leyst úr málinu með því farþegar geti nálgast ælupokana hjá vagnstjóra. Fyrsti aksturinn verður þrettánda janúar næstkomandi. Um er að ræða sex leiðir sem allar fara frá miðbænum. Ekki verður hægt að taka næturstrætó til baka í miðbæinn að sögn Guðmundar Heiðars.Auknar varúðarráðstafanirUndanfarið hafa konur sagt frá því að þær upplifi sig ekki öruggar í miðbænum, hefur komið til tals að hafa sérstakar varúðarráðstafanir, öryggismyndavélar eða eitthvað slíkt, til að bregðast við frásögnum kvenna?„Já, við erum meira að segja að endurnýja myndavélakerfið okkar, við ætlum að bæta það og það verða myndavélar í vögnunum. Vagnstjórarnir eru með skýrt verklag um hvað beri að gera þegar svona mál koma upp,“ segir Guðmundur Heiðar. Hafi farþegi í frammi ógnandi hegðun og/eða áreitir aðra þá beri vagnstjóra að stöðva strætisvagninn á næstu stoppistöð, opna allar hurðir og biðja viðkomandi um að yfirgefa vagninn. Verði farþeginn ekki við því er lögreglan kölluð til.Biðlar til farþega að láta vagnstjóra vita„Við viljum hvetja alla samborgara til þess að vera vakandi og láta vita því svona mál hafa komið upp áður og þá þarf oft bara að láta vagnstjóra vita. Þeir sjá ekkert endilega allt sem er að gerast í vagninum, sérstaklega ef þetta er káf eða áreitni eða eitthvað. Þetta er almenningsrými og allir samborgarar þurfa að vera vakandi og láta vita,“ segir Guðmundur Heiðar. Guðmundur Heiðar er að vonum spenntur fyrir þessari auknu þjónustu. Hann segir stemmninguna í kringum næturaksturinn vera virkilega góða.
Tengdar fréttir Betri þjónusta Strætó Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó. 15. júní 2017 09:30 Sveitarfélögin ekki sammála um akstur næturstrætós um helgar Ekki náðist samkomulag hjá fulltrúum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að veita auknu fé til að stórbæta þjónustu Strætó. 6. september 2017 10:00 Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Aðgerðir til aukins öryggis í miðbænum: Bætt götulýsing, öruggari skemmtistaðir og næturstrætó Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík og borgaryfirvöld íhuga endurkomu næturstrætósins. 26. janúar 2017 10:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Betri þjónusta Strætó Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó. 15. júní 2017 09:30
Sveitarfélögin ekki sammála um akstur næturstrætós um helgar Ekki náðist samkomulag hjá fulltrúum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að veita auknu fé til að stórbæta þjónustu Strætó. 6. september 2017 10:00
Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26
Aðgerðir til aukins öryggis í miðbænum: Bætt götulýsing, öruggari skemmtistaðir og næturstrætó Töluverðu fjármagni verður á þessu ári varið í að endurnýja götulýsingu í Reykjavík og borgaryfirvöld íhuga endurkomu næturstrætósins. 26. janúar 2017 10:45