Myndin gerist í hliðstæðum veruleika þar sem ævintýraveru lifa við hlið mannfólks. Will Smith leikur lögreglumann sem fær Orka sem félaga en í sameiningu þurfa þeir að finna töfrasprota sem ansi margir girnast. Komist sprotinn í rangar hendur gæti það þýtt endalok jarðarinnar.
Leikstjóri myndarinnar er David Ayer, sá hinn sami og leikstýrði ofurhetjumyndinni Suicide Squad en hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við seinni heimstyrjaldar myndinni Fury og löggumyndunum End of Watch og Sabotage.
Þessi mynd er tilraun Netflix til að framleiða hasarmynd á stórum skala en David Ehrlich, gagnrýnandi Indiewire, kallar hana verstu mynd ársins 2017.
David Ayer birti tíst um dóm Ehrlich þar sem hann sagðist ætla að hengja hann upp á ísskápinn sinn. „Mesta hrósið fæst ef viðbrögðin eru mikil í aðra hvora áttina. Þetta er rosaleg gagnrýni.“
This is going on my fridge. Highest compliment is a strong reaction either way. This is a f*cking epic review. It's a big fun movie. You can sure string words together Mr. Erlich. I'd love to read any script you've written.
— David Ayer (@DavidAyerMovies) December 21, 2017
Noel Murray hjá Los Angeles Times segir Bright vera góða hugmynd sem hefði mögulega geta virkað ef um væri að ræða tíu þátta fjölskylduvæna seríu. Þess í stað var ákveðið að gera tveggja tíma langa ofbeldisfulla og orðljóta mynd sem gerist í ævintýraheimi.
Peter Debruge hjá Variety var einn þeirra jákvæðu en hann er á því að kenna eigi þessa mynd við háskóla, svo góð er hún.
Myndin fær 6,7 í einkunn á IMDB þegar þetta er ritað, fær 30 prósent í gagnrýnendaeinkunn á vef Rotten Tomatoes á meðan um 90 prósent þeirra 2.000 áhorfenda sem gáfu henni einkunn sögðust hrifnir af henni.