Fluttu tugþúsundir skjala tengdum Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétt Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 14:41 Davíð Þór Björgvinsson segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Vísir/eyþór Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptöku Guðmundar- og Gerfinnsmála, skilaði gríðarlegu magni gagna málunum tengdum til Hæstaréttar í dag. Gögnin voru flutt í rauðum sendibíl og áætlar Davíð Þór að ágripið sem hann hans skilaði hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. Davíð Þór segir að ágripið sem skilað var sé í raun skjöl gögnsins og að þau hafi verið í þessum kössum sem fluttir voru í húsnæði Hæstaréttar í dag. „Það sem gerist næst er að ég fæ frest til að skila greinargerð þar sem fram kemur hvaða kröfur ég geri í málinu og í framhaldi af því fá verjendurnir frest. Þegar það er komið og málið þykir tilbúið til flutnings þá verður það sett á dagskrá Hæstaréttar.“Léttara yfir skrifborðinu Davíð segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Hann gerir ráð fyrir að henni verði skilað vonandi sem fyrst í janúar. „Ég á eftir að fá formlegt erindi frá Hæstarétti um það hversu langan frest ég fæ.“ Hann segir þetta vera stóran áfanga og að skrifborðið hans sé nú umtalsvert léttara en það var. „Þetta var nokkuð stór áfangi. Það er svolítið mál að koma þessu öllu heim og saman. Þetta er mikið skjalamagn og skiptir máli hvernig það er lagt upp þannig að það verði sem skýrast fyrir dómara Hæstaréttar. Vinna við greinargerðina er líka mikilvægur hluti af þessu svo það er ekki allt búið ennþá.“ Davíð Þór segist halda að ágripið hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. „Þetta var afhent í fleiri en einu eintaki þarna svo að þetta kann að hafa virkað meira en var í raun. En 18 þúsund síður eru engu að síður talsvert stórt ágrip. Meðal gagna voru einnig gögn sem að endurupptökunefnd hafði við sína vinnu.“Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSONDómur féll í Hæstarétti í febrúar 1980Dómur féll í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980 þar sem Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar Viðarsson í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í þrettán ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í tíu ára fangelsi, Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn Skaptason í tólf mánaða fangelsi. Sneru málin að þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni sem hurfu báðir árið 1974. Síðustu áratugi hefur mikið verið fjallað um málin og hafa margir haft efasemdir um að dómarnir sem ungmennin fengu fyrir að verða Guðmundi og Geirfinni að bana hafi verið réttlátir og hvort að lögreglan hafi beitt sakborningana óeðlilega miklum þrýstingi við yfirheyrslur. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á endurupptökubeiðnir fimm þeirra sem dæmdir voru í málinu - Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar, Kristján Viðar, Guðjón og Albert. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptöku Guðmundar- og Gerfinnsmála, skilaði gríðarlegu magni gagna málunum tengdum til Hæstaréttar í dag. Gögnin voru flutt í rauðum sendibíl og áætlar Davíð Þór að ágripið sem hann hans skilaði hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. Davíð Þór segir að ágripið sem skilað var sé í raun skjöl gögnsins og að þau hafi verið í þessum kössum sem fluttir voru í húsnæði Hæstaréttar í dag. „Það sem gerist næst er að ég fæ frest til að skila greinargerð þar sem fram kemur hvaða kröfur ég geri í málinu og í framhaldi af því fá verjendurnir frest. Þegar það er komið og málið þykir tilbúið til flutnings þá verður það sett á dagskrá Hæstaréttar.“Léttara yfir skrifborðinu Davíð segist nú ætla að taka sér jólafrí og að vinna við gerð greinargerðar hans muni hefjast milli jóla og nýárs. Hann gerir ráð fyrir að henni verði skilað vonandi sem fyrst í janúar. „Ég á eftir að fá formlegt erindi frá Hæstarétti um það hversu langan frest ég fæ.“ Hann segir þetta vera stóran áfanga og að skrifborðið hans sé nú umtalsvert léttara en það var. „Þetta var nokkuð stór áfangi. Það er svolítið mál að koma þessu öllu heim og saman. Þetta er mikið skjalamagn og skiptir máli hvernig það er lagt upp þannig að það verði sem skýrast fyrir dómara Hæstaréttar. Vinna við greinargerðina er líka mikilvægur hluti af þessu svo það er ekki allt búið ennþá.“ Davíð Þór segist halda að ágripið hafi verið um 18 þúsund síður að lengd. „Þetta var afhent í fleiri en einu eintaki þarna svo að þetta kann að hafa virkað meira en var í raun. En 18 þúsund síður eru engu að síður talsvert stórt ágrip. Meðal gagna voru einnig gögn sem að endurupptökunefnd hafði við sína vinnu.“Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980.MYND/BRAGI GUÐMUNDSSONDómur féll í Hæstarétti í febrúar 1980Dómur féll í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í Hæstarétti þann 22. febrúar 1980 þar sem Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í sautján ára fangelsi, Kristján Viðar Viðarsson í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar Leifsson í þrettán ára fangelsi, Guðjón Skarphéðinsson í tíu ára fangelsi, Erla Bolladóttir í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn Skaptason í tólf mánaða fangelsi. Sneru málin að þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni sem hurfu báðir árið 1974. Síðustu áratugi hefur mikið verið fjallað um málin og hafa margir haft efasemdir um að dómarnir sem ungmennin fengu fyrir að verða Guðmundi og Geirfinni að bana hafi verið réttlátir og hvort að lögreglan hafi beitt sakborningana óeðlilega miklum þrýstingi við yfirheyrslur. Endurupptökunefnd féllst fyrr á árinu á endurupptökubeiðnir fimm þeirra sem dæmdir voru í málinu - Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar, Kristján Viðar, Guðjón og Albert.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00