Sjónvarpsþáttur með lagasetningarvald: Má skamma börn annarra? Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2017 14:30 Árni Helgason skrifar handriktið og Lúðvík ræðir hér við leikarahópinn á hægri myndinni. „Þetta er þáttur sem tekur fyrir þessi litlu en algengu álitaefni sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi,“ segir Árni Helgason, handritshöfundur þáttanna Hversdagsreglur sem hefur göngu sína á Stöð 2 28. desember. Árni nefnir til sögunnar eitt þekkt vandamál sem allir kannast við: „T.d. þegar símtal slitnar, hvor hringir til baka? Þarna vantar einhverjar skýrar línur því oftar en ekki hringja bara báðir á fullu og enginn nær sambandi. Annað dæmi: Ef þú býður gestum í partý til þín og þeir koma með eigið áfengi sem verður svo eftir - eignast gestgjafinn áfengið eða getur hver gestur hvenær sem er komið og sótt það sem hann skildi eftir? Og svo framvegis.“ Hann segir mál séu tekin fyrir af hinni dularfullu nefnd þáttarins og krufin og svo eru settar um þetta skýrar reglur sem fólk getur þá horft til. „Það hefur gengið mjög vel að taka upp og vinna þættina,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson, leikstjóri þáttanna. „Tökurnar fóru fram í haust og svo hefur verið eftirvinnsla í gangi. Þetta er ekki stór framleiðsla í samanburði við margt annað en það hefur verið mikil stemning í kringum verkefnið og ótrúlega margir komið og lagt hönd á plóg.“Er þetta ólíkt öðru sem sést hefur hér á landi í þáttgerð?„Já, það er auðvitað nýtt að sjónvarpsþættir taki sér svona lagasetningarvald hér á landi. En það auðvitað þarf að grípa í taumana í þessum málum. Við getum bara ekki horft upp á stóran hluta þjóðarinnar sambandslausan vegna þess að það veit enginn hvor á að hringja til baka. Eða vandræðalegheitin í útlöndum þegar Íslendingar hittast og fólk veit ekki hvort það eigi að heilsast eða ekki. Þetta eru samfélagsmein sem þarf að taka á og það er gert í þessum þáttum,“ segir Árni. Fyrsti þátturinn var forsýndur í Bíó Paradís í gærkvöldi og var sýningin vel sótt. „Viðtökurnar voru mjög góðar. Þátturinn verður frumsýndur þann 28. desember á Stöð 2 og við erum spenntir að heyra viðbrögð fólks við reglunum. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að fólk kann að hafa misjafnar skoðanir á þeim og sumir verða þeim innilega ósammála. En það er eins og Sókrates sagði í Aþenu eitt sinn, þá verður að fylgja lögunum þótt þau kunni að þykja ósanngjörn.“ Lúðvík Páll Lúðvíksson er yfirframleiðandi og leikstjóri þáttanna. Árni Helgason er handritshöfundur, Haraldur Hrafn Thorlacius er framleiðandi og framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Arnar Jónsson, Þröstur Leó, Hannes Óli, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Geirsson og Elísabet Skagfjörð. Hér að neðan má sjá myndband sem framleiðendur þáttanna tóku upp en þar eru Íslendingar spurðir út í þessar óskýru reglur. Hversdagsreglur Tengdar fréttir Nýr þáttur á Stöð 2 leggur línurnar fyrir óþægilegt fólk Þátturinn Hversdagsreglur hefur göngu sína á Stöð 2 þann 28. desember. Þátturinn gengur út á það að setja skýrar hversdagsreglur. 29. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
„Þetta er þáttur sem tekur fyrir þessi litlu en algengu álitaefni sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi,“ segir Árni Helgason, handritshöfundur þáttanna Hversdagsreglur sem hefur göngu sína á Stöð 2 28. desember. Árni nefnir til sögunnar eitt þekkt vandamál sem allir kannast við: „T.d. þegar símtal slitnar, hvor hringir til baka? Þarna vantar einhverjar skýrar línur því oftar en ekki hringja bara báðir á fullu og enginn nær sambandi. Annað dæmi: Ef þú býður gestum í partý til þín og þeir koma með eigið áfengi sem verður svo eftir - eignast gestgjafinn áfengið eða getur hver gestur hvenær sem er komið og sótt það sem hann skildi eftir? Og svo framvegis.“ Hann segir mál séu tekin fyrir af hinni dularfullu nefnd þáttarins og krufin og svo eru settar um þetta skýrar reglur sem fólk getur þá horft til. „Það hefur gengið mjög vel að taka upp og vinna þættina,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson, leikstjóri þáttanna. „Tökurnar fóru fram í haust og svo hefur verið eftirvinnsla í gangi. Þetta er ekki stór framleiðsla í samanburði við margt annað en það hefur verið mikil stemning í kringum verkefnið og ótrúlega margir komið og lagt hönd á plóg.“Er þetta ólíkt öðru sem sést hefur hér á landi í þáttgerð?„Já, það er auðvitað nýtt að sjónvarpsþættir taki sér svona lagasetningarvald hér á landi. En það auðvitað þarf að grípa í taumana í þessum málum. Við getum bara ekki horft upp á stóran hluta þjóðarinnar sambandslausan vegna þess að það veit enginn hvor á að hringja til baka. Eða vandræðalegheitin í útlöndum þegar Íslendingar hittast og fólk veit ekki hvort það eigi að heilsast eða ekki. Þetta eru samfélagsmein sem þarf að taka á og það er gert í þessum þáttum,“ segir Árni. Fyrsti þátturinn var forsýndur í Bíó Paradís í gærkvöldi og var sýningin vel sótt. „Viðtökurnar voru mjög góðar. Þátturinn verður frumsýndur þann 28. desember á Stöð 2 og við erum spenntir að heyra viðbrögð fólks við reglunum. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að fólk kann að hafa misjafnar skoðanir á þeim og sumir verða þeim innilega ósammála. En það er eins og Sókrates sagði í Aþenu eitt sinn, þá verður að fylgja lögunum þótt þau kunni að þykja ósanngjörn.“ Lúðvík Páll Lúðvíksson er yfirframleiðandi og leikstjóri þáttanna. Árni Helgason er handritshöfundur, Haraldur Hrafn Thorlacius er framleiðandi og framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir. Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Arnar Jónsson, Þröstur Leó, Hannes Óli, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Geirsson og Elísabet Skagfjörð. Hér að neðan má sjá myndband sem framleiðendur þáttanna tóku upp en þar eru Íslendingar spurðir út í þessar óskýru reglur.
Hversdagsreglur Tengdar fréttir Nýr þáttur á Stöð 2 leggur línurnar fyrir óþægilegt fólk Þátturinn Hversdagsreglur hefur göngu sína á Stöð 2 þann 28. desember. Þátturinn gengur út á það að setja skýrar hversdagsreglur. 29. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Nýr þáttur á Stöð 2 leggur línurnar fyrir óþægilegt fólk Þátturinn Hversdagsreglur hefur göngu sína á Stöð 2 þann 28. desember. Þátturinn gengur út á það að setja skýrar hversdagsreglur. 29. nóvember 2017 15:30