Hurð skall nærri hælum nærri Hellu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2017 11:46 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið er úr bíl Bessa. Litlu mátti muna. Bessi Jónsson Óhætt er að segja að litlu hafi mátt muna að alvarlegt bílslys yrði á Suðurlandsvegi nálægt Hellu á miðvikudagsmorgun. Svo virðist sem skyndileg ákvörðun ökumanns fremstu bifreiðar í fjögurra bíla holli að hægja á sér hafi orðið til þess að ökumaður bílsins fyrir aftan taldi sig þurfa að aka útaf veginum. Beygði hann yfir á rangan vegahelming þar sem Bessi Jónsson kom akandi og munaði sekúndubroti að ekki yrði árekstur. Bessi birti upptöku úr bíl sínum á Facebook í gær sem sýnir hve litlu mátti muna. „Djö… munaði minnstu að ég hefði ekki komist heim fyrir jól,“ segir Bessi og er eðlilega ekki skemmt. Snjór og krapi er á veginum, eins og sést í myndbandinu, og færð því ekki með besta móti. Sigurður William Brynjarsson tjáir sig um atvik en hann var ökumaður þriðja bílsins. Hann segir fremsta bílinn, sem hann telur hafa verið kínverska ferðamenn, hafa hægt á sér og sá næsti ekið útaf til að forðast hann. „Ég var þriðji bíllinn. Bremsaði og fékk þann fjórða aftan á mig,“ segir Sigurður. Á honum má skilja að sem betur fer hafi ekki orðið alvarleg slys á fólki. Rétt er að minna á að aftanákeyrslur eru á meðal algengustu umferðaróhappa hérlendis. Það má meðal annars rekja til of lítils bils á milli bíla. Á vefsíðu Samgöngustofu má finna ráðleggingar um hvernig viðhalda skuli góðu bili milli bila. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Óhætt er að segja að litlu hafi mátt muna að alvarlegt bílslys yrði á Suðurlandsvegi nálægt Hellu á miðvikudagsmorgun. Svo virðist sem skyndileg ákvörðun ökumanns fremstu bifreiðar í fjögurra bíla holli að hægja á sér hafi orðið til þess að ökumaður bílsins fyrir aftan taldi sig þurfa að aka útaf veginum. Beygði hann yfir á rangan vegahelming þar sem Bessi Jónsson kom akandi og munaði sekúndubroti að ekki yrði árekstur. Bessi birti upptöku úr bíl sínum á Facebook í gær sem sýnir hve litlu mátti muna. „Djö… munaði minnstu að ég hefði ekki komist heim fyrir jól,“ segir Bessi og er eðlilega ekki skemmt. Snjór og krapi er á veginum, eins og sést í myndbandinu, og færð því ekki með besta móti. Sigurður William Brynjarsson tjáir sig um atvik en hann var ökumaður þriðja bílsins. Hann segir fremsta bílinn, sem hann telur hafa verið kínverska ferðamenn, hafa hægt á sér og sá næsti ekið útaf til að forðast hann. „Ég var þriðji bíllinn. Bremsaði og fékk þann fjórða aftan á mig,“ segir Sigurður. Á honum má skilja að sem betur fer hafi ekki orðið alvarleg slys á fólki. Rétt er að minna á að aftanákeyrslur eru á meðal algengustu umferðaróhappa hérlendis. Það má meðal annars rekja til of lítils bils á milli bíla. Á vefsíðu Samgöngustofu má finna ráðleggingar um hvernig viðhalda skuli góðu bili milli bila.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira