Svipaðir þættir en aðeins annar fékk endurgreiðslu: „Klórum okkur bara í hausnum“ Benedikt Bóas skrifar 22. desember 2017 11:30 Friðrik Dór kynnti Kóra Íslands sem slógu í gegn hjá Stöð 2 en fá ekki endurgreiðslu sökum skorts á menningu. Sagafilm, framleiðandi þáttanna, er ekki sátt og er að skoða málið með lögfræðingum sínum. Vísir/Daníel Þór Ágústsson Endurgreiðslan á að vera hvati og ekki síst fyrir hinar einkareknu sjónvarpsstöðvar að bjóða upp á menningarlegt sjónvarpsefni. Ég get ímyndað mér að þessar stöðvar hiki núna við að fara í framleiðslu á slíku efni án þessa stuðnings. Það er a.m.k. ljóst að líkurnar á að fara í aðra þáttaröð af Kórar Íslands eru nánast engar eftir þennan úrskurð,“ segir Þórhallur Gunnarsson hjá Saga Film. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úrskurðað í kæru Sagafilm um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Sagafilm framleiddi þáttaröðina Kóra Íslands sem sýnd var á Stöð 2 en þættirnir féllu á menningarhlutanum og fá því ekki endurgreiðslu. Í úrskurðinum er staðfest að Kórar Íslands séu ekki nógu menningarlegt efni til að fá endurgreiðsluna. Ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur segir meðal annars að í þáttunum sé ekki að sjá neina atburði sem séu hluti af íslenskri menningu. Ráðuneytið sér heldur ekki hvernig verkefnið endurspegli mikilvæg íslensk gildi, það sé engin sögupersóna í þeim og að það sé ljóst að listgreinin þurfi að hafa menningarlegt vægi.Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis.Vísir/ErnirSams konar þáttur og Kórar Íslands, Óskalög Þjóðarinnar, sem sýndur var á RÚV fékk endurgreiðsluna á sínum tíma. Þátturinn var feykilega vinsæll og var byggður upp nánast með sama hætti. Lagahöfundurinn var kynntur, lagið var flutt í sjónvarpssal og þjóðin kaus svo að lokum. Þegar Óskalög þjóðarinnar sótti um styrk árið 2015 rann þátturinn í gegnum nálarauga nefndarinnar. Sagafilm er þessa stundina að fara yfir lögfræðilegu hliðina með lögfræðingi sínum og ætlar ekki að una úrskurði ráðuneytisins. „Við klórum okkur bara í hausnum yfir því hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að menningarlegt gildi þáttanna nái aðeins þremur stigum af þeim 16 sem eru í pottinum,“ segir Þórhallur og bætir við: „Það er áhugavert að skoða þetta í samhengi við sambærilegar þáttaraðir, s.s. Óskalög þjóðarinnar. Uppbygging þessara þáttaraða er afar svipuð; dægur- og sönglög flutt í sjónvarpssal og klippt innslög inn á milli. Áhorfendur velja sitt uppáhaldslag og eitt lag stendur uppi sem sigurvegari. Helsti munurinn virðist vera sá að Óskalögin voru tekin upp fyrir útsendingu en Kórarnir voru í beinni útsendingu. En þar sem í lögunum er ekki tekin nein afstaða til beinna útsendinga skýrir það samt ekki neitt.“ Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Endurgreiðslan á að vera hvati og ekki síst fyrir hinar einkareknu sjónvarpsstöðvar að bjóða upp á menningarlegt sjónvarpsefni. Ég get ímyndað mér að þessar stöðvar hiki núna við að fara í framleiðslu á slíku efni án þessa stuðnings. Það er a.m.k. ljóst að líkurnar á að fara í aðra þáttaröð af Kórar Íslands eru nánast engar eftir þennan úrskurð,“ segir Þórhallur Gunnarsson hjá Saga Film. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úrskurðað í kæru Sagafilm um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Sagafilm framleiddi þáttaröðina Kóra Íslands sem sýnd var á Stöð 2 en þættirnir féllu á menningarhlutanum og fá því ekki endurgreiðslu. Í úrskurðinum er staðfest að Kórar Íslands séu ekki nógu menningarlegt efni til að fá endurgreiðsluna. Ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur segir meðal annars að í þáttunum sé ekki að sjá neina atburði sem séu hluti af íslenskri menningu. Ráðuneytið sér heldur ekki hvernig verkefnið endurspegli mikilvæg íslensk gildi, það sé engin sögupersóna í þeim og að það sé ljóst að listgreinin þurfi að hafa menningarlegt vægi.Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis.Vísir/ErnirSams konar þáttur og Kórar Íslands, Óskalög Þjóðarinnar, sem sýndur var á RÚV fékk endurgreiðsluna á sínum tíma. Þátturinn var feykilega vinsæll og var byggður upp nánast með sama hætti. Lagahöfundurinn var kynntur, lagið var flutt í sjónvarpssal og þjóðin kaus svo að lokum. Þegar Óskalög þjóðarinnar sótti um styrk árið 2015 rann þátturinn í gegnum nálarauga nefndarinnar. Sagafilm er þessa stundina að fara yfir lögfræðilegu hliðina með lögfræðingi sínum og ætlar ekki að una úrskurði ráðuneytisins. „Við klórum okkur bara í hausnum yfir því hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að menningarlegt gildi þáttanna nái aðeins þremur stigum af þeim 16 sem eru í pottinum,“ segir Þórhallur og bætir við: „Það er áhugavert að skoða þetta í samhengi við sambærilegar þáttaraðir, s.s. Óskalög þjóðarinnar. Uppbygging þessara þáttaraða er afar svipuð; dægur- og sönglög flutt í sjónvarpssal og klippt innslög inn á milli. Áhorfendur velja sitt uppáhaldslag og eitt lag stendur uppi sem sigurvegari. Helsti munurinn virðist vera sá að Óskalögin voru tekin upp fyrir útsendingu en Kórarnir voru í beinni útsendingu. En þar sem í lögunum er ekki tekin nein afstaða til beinna útsendinga skýrir það samt ekki neitt.“
Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00
Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. 19. desember 2017 17:52