Ríkisstjórnin mun ræða kjarnorkuafvopnun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2017 14:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur stutt ICAN-herferðina um bann við kjarnorkuvopnum. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, vonast til þess að sú staðreynd að ICAN (International Campaign to Abolish Nuclear Weapons) hafi fengið friðarverðlaun Nóbels verði til þess að hafa jákvæð áhrif á umræðuna um kjarnorkuafvopnun í heiminum. Telur Katrín að verðlaunin geti jafnvel breytt umræðunni um þessi mál. Samtökin ICAN berjast fyrir banni kjarnorkuvopna og ræddi Vísir á dögunum við þau Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúa samtakanna, sem komu hingað til lands eftir að hafa verið viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna í Osló. Þau héldu meðal annars fund í Háskóla Íslands þar sem forsætisráðherra mætti og ræddi við þau um þessi mál. Fyrir liggur að Katrín skrifaði undir svokallað þingmannaheit ICAN áður en hún varð forsætisráðherra. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna undirritun og fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, komu hingað til lands á dögunum og hittu meðal forsætisráðherra og þingflokk Vinstri grænna.vísir/vilhelmÍslensk stjórnvöld styðja markmiðið en menn verið ósammála um leiðirnar Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Það er því kannski ekki að ástæðulausu sem þau Acheson og Wright binda miklar vonir við Katrínu og telja að hún geti verið sá leiðtogi innan NATO sem skrifi fyrstur undir fyrrnefndan samning SÞ. Vísir spurði Katrínu hvort hún beita sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að Ísland skrifi undir samninginn. „Við munum ræða þetta á vettvangi ríkisstjórnarinnar hvernig þessi mál standa almennt, það er kjarnorkuafvopnun. Það liggur fyrir að íslensk stjórnvöld hafa stutt þetta markmið en svo hafa menn verið ósammála um leiðirnar. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á það að fá kjarnorkuveldin að borðinu hingað til og það hefur ekki skilað árangri. Ég tók þessa línu upp á fundinum með þeim Acheson og Wright og bað um þeirra afstöðu til hennar þannig að það var áhugavert samtal,“ segir Katrín.Katrín segir alla uggandi yfir stöðunni og ekki síst þegar litið sé til Norður-Kóreu en vopnatilraunir Kim Jong-un, einræðisherra landsins, héldu áfram á árinu. Hér er hann að fagna skoti Hwasong-14 eldflaugar.Nordicphotos/AFP„Löng vegferð framundan“ Hún vonast til að það að ICAN hafi fengið friðarverðlaun Nóbels verði til þess að heimurinn sjái hraðari framþróun varðandi kjarnorkuafvopnun. „Við erum öll uggandi yfir þróun mála, nú síðast í Norður-Kóreu en líka bara í sögunni svo við munum ræða þessi mál, hvað við getum gert til þess að beita okkur fyrir þessu markmiði um kjarnorkuvopnalausan heim.“ Katrín bendir á að það hafi ekki verið línan innan NATO að styðja samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og það liggi fyrir að Ísland eigi aðild að því bandalagi. Sú aðild er meðal annars hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins sem ríkisstjórnin vinni eftir. „En það er líka svo að Ísland verður gestgjafi á fundi NATO-ríkja um kjarnorkuáætlun næsta sumar þar sem þetta verður aðalumræðuefnið, það er hvernig megi stuðla að frekari kjarnorkuafvopnun, en eins og ég sagði við fulltrúa ICAN þá held ég að þetta sé löng vegferð framundan,“ segir Katrín. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. 14. desember 2017 09:12 Friðarverðlaunahafar Nóbels: „Finnst Íslendingum þeir öruggari þegar þeir vita að Trump er með fingurinn á þessum takka?“ Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, handhafa friðarverðlauna Nóbels, í ítarlegu viðtali við Vísi. 15. desember 2017 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, vonast til þess að sú staðreynd að ICAN (International Campaign to Abolish Nuclear Weapons) hafi fengið friðarverðlaun Nóbels verði til þess að hafa jákvæð áhrif á umræðuna um kjarnorkuafvopnun í heiminum. Telur Katrín að verðlaunin geti jafnvel breytt umræðunni um þessi mál. Samtökin ICAN berjast fyrir banni kjarnorkuvopna og ræddi Vísir á dögunum við þau Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúa samtakanna, sem komu hingað til lands eftir að hafa verið viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna í Osló. Þau héldu meðal annars fund í Háskóla Íslands þar sem forsætisráðherra mætti og ræddi við þau um þessi mál. Fyrir liggur að Katrín skrifaði undir svokallað þingmannaheit ICAN áður en hún varð forsætisráðherra. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna undirritun og fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, komu hingað til lands á dögunum og hittu meðal forsætisráðherra og þingflokk Vinstri grænna.vísir/vilhelmÍslensk stjórnvöld styðja markmiðið en menn verið ósammála um leiðirnar Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Það er því kannski ekki að ástæðulausu sem þau Acheson og Wright binda miklar vonir við Katrínu og telja að hún geti verið sá leiðtogi innan NATO sem skrifi fyrstur undir fyrrnefndan samning SÞ. Vísir spurði Katrínu hvort hún beita sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að Ísland skrifi undir samninginn. „Við munum ræða þetta á vettvangi ríkisstjórnarinnar hvernig þessi mál standa almennt, það er kjarnorkuafvopnun. Það liggur fyrir að íslensk stjórnvöld hafa stutt þetta markmið en svo hafa menn verið ósammála um leiðirnar. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á það að fá kjarnorkuveldin að borðinu hingað til og það hefur ekki skilað árangri. Ég tók þessa línu upp á fundinum með þeim Acheson og Wright og bað um þeirra afstöðu til hennar þannig að það var áhugavert samtal,“ segir Katrín.Katrín segir alla uggandi yfir stöðunni og ekki síst þegar litið sé til Norður-Kóreu en vopnatilraunir Kim Jong-un, einræðisherra landsins, héldu áfram á árinu. Hér er hann að fagna skoti Hwasong-14 eldflaugar.Nordicphotos/AFP„Löng vegferð framundan“ Hún vonast til að það að ICAN hafi fengið friðarverðlaun Nóbels verði til þess að heimurinn sjái hraðari framþróun varðandi kjarnorkuafvopnun. „Við erum öll uggandi yfir þróun mála, nú síðast í Norður-Kóreu en líka bara í sögunni svo við munum ræða þessi mál, hvað við getum gert til þess að beita okkur fyrir þessu markmiði um kjarnorkuvopnalausan heim.“ Katrín bendir á að það hafi ekki verið línan innan NATO að styðja samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og það liggi fyrir að Ísland eigi aðild að því bandalagi. Sú aðild er meðal annars hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins sem ríkisstjórnin vinni eftir. „En það er líka svo að Ísland verður gestgjafi á fundi NATO-ríkja um kjarnorkuáætlun næsta sumar þar sem þetta verður aðalumræðuefnið, það er hvernig megi stuðla að frekari kjarnorkuafvopnun, en eins og ég sagði við fulltrúa ICAN þá held ég að þetta sé löng vegferð framundan,“ segir Katrín.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. 14. desember 2017 09:12 Friðarverðlaunahafar Nóbels: „Finnst Íslendingum þeir öruggari þegar þeir vita að Trump er með fingurinn á þessum takka?“ Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, handhafa friðarverðlauna Nóbels, í ítarlegu viðtali við Vísi. 15. desember 2017 11:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. 14. desember 2017 09:12
Friðarverðlaunahafar Nóbels: „Finnst Íslendingum þeir öruggari þegar þeir vita að Trump er með fingurinn á þessum takka?“ Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, handhafa friðarverðlauna Nóbels, í ítarlegu viðtali við Vísi. 15. desember 2017 11:30