Innlent

Eldur í Mosfellsbæ

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slökkviðliðsmennirnir þurftu að sjá til þess að gaskútar í bílskúrnum myndu ekki springa.
Slökkviðliðsmennirnir þurftu að sjá til þess að gaskútar í bílskúrnum myndu ekki springa. VÍSIR/ANTON BRINK
Níu slökkviliðsmenn frá tveimur stöðvum voru sendir að einbýlishúsi í Mosfellsbæ upp úr klukkan fjögur í nótt þar sem eldur hafði komið upp í innbyggðum bílskúr. Að sögn mbl hlaust mikið tjón af eldinum en skemmdirnar eru þó sagðar einskorðast við bílskúrinn. Þannig tókst slökkviðliðsmönnunum níu að sjá til þess að eldurinn bærist ekki í íbúð hússins.

Töluvert mikill eldur er sagður hafa verið í bílskúrnum og mikill reykur þegar slökkviðliðsmennirnir komu á vettvang. Vitað var til þess að gaskútar væru í bílskúrnum og gripu slökkviðliðsmennirnir því til viðeigandi ráðstafana til að varna því að kútarnir myndu springa.

Þeim tókst ætlunarverkið, kútarnir sprungu ekki og að sögn mbl gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×