Þegar hjartað missir taktinn Helga Birgisdóttir skrifar 21. desember 2017 10:30 Bækur Saga Ástu Höfundur: Jón Kalman Stefánsson Útgefandi: Benedikt Prentun: Bookwell, Finnlandi Síðufjöldi: 443 Kápuhönnun: Jón Ásgeir Saga Ástu, tólfta skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, fjallar ekki aðeins um eina konu heldur er um að ræða sögu heillar ættar og fólksins sem sveimar í kringum hana. Vissulega er Ásta þó burðarásinn og saga hennar er rakin með ýmsum hliðarsporum frá fyrsta andardrætti og þar til hún situr ein í sinni íbúð, fullorðin konan, og skrifar bréf til þess sem hún elskar. Inn í þá sögu fléttast dramatísk saga foreldra hennar, föðurbróður, systur, stjúpmóður og fleira fólks sem allt tekst á einhvern hátt við það að elska – jafnvel aðeins of mikið – og leita sér að stað í þessum heimi. Sögumaðurinn hefur sterka nærveru og er raunar ein af persónum bókarinnar um leið og hann semur söguna og segir frá því hvernig gengur við skriftirnar, en hann viðurkennir fúslega að hafa ekki fullkomin tök á frásögninni. Óhjákvæmilega tengir lesandi sögumann við söguhöfund og finnst jafnvel að þessi sama rödd hafi heyrst í fyrri bókum hans. Þegar líður á lesturinn vaknar svo grunur – sem síðar breytist í fullvissu – um að sögumaður tengist persónum þessarar bókum sterkum böndum. Saga Ástu er sumpart bók um eigin tilvist. Sjónarhornið er ávallt hjá sögumanninum en hann færir sig frá einni persónu til annarrar, frá einum tíma til annars, og alls ekki í línulegri röð. Hann stekkur fram og til baka, stundum að því er virðist tilviljanakennt, og það kemur fyrir að lesandinn áttar sig ekki á því um leið hjá hvaða persónu hann hefur staldrað við í hvert skiptið. Þó svo sögumaður dvelji aldrei lengi í einu við hverja og eina persónu, eru þær dregnar skýrum dráttum. Öllu heldur: Aðgreinandi dráttum. Ásta er til að mynda ákaflega þokukennd persóna, persóna sem erfitt er að henda reiður á – rétt eins og Helga móðir hennar sem ung sneri baki við eiginmanni sínum, Ástu sjálfri og systur hennar. Aðrar persónur eru frá upphafi skýrari, svo sem Sigvaldi, faðir Ástu, sem er salt jarðar, jarðbundinn og vinnusamur og á þar af leiðandi afskaplega erfitt með að skilja kviklynda fyrri eiginkonu sína og fiðrildið sem dóttir hans er og hvað þá þær byrðar sem svo þungt hvíla á þeim. Hraðinn og takturinn í sjálfum textanum greinir líka persónur að. Yfir köflunum sem fjalla um Sigvalda er einhver andans ró – texti þar sem hægt er að draga andann djúpt og lesa í ró og næði. Jafnvel þótt hann liggi milli heims og helju fyrir neðan stigann sem hann datt úr. Yfir köflunum sem fjalla um Helgu og Ástu er meiri ókyrrð og óvissa og það er sömuleiðis eins og sögumaður sé ekki jafn öruggur með sjálfan sig með þeim og öðrum persónum. Þessari ókyrrð er komið til skila með því að skipta snöggt á milli, hætta við, fara til baka, stökkva áfram, sem og orðavali og stíl. Sagan gerist að stórum hluta í Noregi og Reykjavík en þegar við færum okkur út á land, á sveitabæ sem liggur við að nái út fyrir endimörk þessa heims, er eins og annar andi færist yfir söguna – og sjálfa Ástu líka, þótt hún þurfi til þess vissan aðlögunartíma. Þá hægist takturinn svo um munar enda liggur við að tíminn standi kyrr á stað sem er svona fjarri öllu og öllum. Sveitakaflarnir eru þó alls ekki viðburðasnauðir, nema síður sé, og skipta mjög miklu máli fyrir framvindu sögunnar svo ekki sé meira uppi látið. Þar birtast líka mæðginin Árni og Kristín sem, ásamt fóstru Ástu, eru einhverjar áhugaverðustu persónur bókarinnar og er það ef til vill ekki síst vegna þess sem lesandanum er látið eftir að geta í eyðurnar hvað þær varðar. Saga Ástu er undurfallega skrifuð saga um vel mótaðar persónur og kemur hvað eftir annað á óvart. Jafnframt er hún á einhvern hátt kórrétt framhald af fyrri skrifum Jón Kalmans Stefánssonar og hefur hann nú náð enn betra jafnvægi en áður á milli þess að tefla saman barnslegri einfeldni og heimspekilegum vangaveltum svo úr verður texti – og saga – sem fær mann til að finna til þannig að hjartað missir um stund taktinn.Niðurstaða: Hjartaskerandi og margradda örlagasaga Ástu, bók sem grípur lesandann. Bókmenntir Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Lífið Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Saga Ástu Höfundur: Jón Kalman Stefánsson Útgefandi: Benedikt Prentun: Bookwell, Finnlandi Síðufjöldi: 443 Kápuhönnun: Jón Ásgeir Saga Ástu, tólfta skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, fjallar ekki aðeins um eina konu heldur er um að ræða sögu heillar ættar og fólksins sem sveimar í kringum hana. Vissulega er Ásta þó burðarásinn og saga hennar er rakin með ýmsum hliðarsporum frá fyrsta andardrætti og þar til hún situr ein í sinni íbúð, fullorðin konan, og skrifar bréf til þess sem hún elskar. Inn í þá sögu fléttast dramatísk saga foreldra hennar, föðurbróður, systur, stjúpmóður og fleira fólks sem allt tekst á einhvern hátt við það að elska – jafnvel aðeins of mikið – og leita sér að stað í þessum heimi. Sögumaðurinn hefur sterka nærveru og er raunar ein af persónum bókarinnar um leið og hann semur söguna og segir frá því hvernig gengur við skriftirnar, en hann viðurkennir fúslega að hafa ekki fullkomin tök á frásögninni. Óhjákvæmilega tengir lesandi sögumann við söguhöfund og finnst jafnvel að þessi sama rödd hafi heyrst í fyrri bókum hans. Þegar líður á lesturinn vaknar svo grunur – sem síðar breytist í fullvissu – um að sögumaður tengist persónum þessarar bókum sterkum böndum. Saga Ástu er sumpart bók um eigin tilvist. Sjónarhornið er ávallt hjá sögumanninum en hann færir sig frá einni persónu til annarrar, frá einum tíma til annars, og alls ekki í línulegri röð. Hann stekkur fram og til baka, stundum að því er virðist tilviljanakennt, og það kemur fyrir að lesandinn áttar sig ekki á því um leið hjá hvaða persónu hann hefur staldrað við í hvert skiptið. Þó svo sögumaður dvelji aldrei lengi í einu við hverja og eina persónu, eru þær dregnar skýrum dráttum. Öllu heldur: Aðgreinandi dráttum. Ásta er til að mynda ákaflega þokukennd persóna, persóna sem erfitt er að henda reiður á – rétt eins og Helga móðir hennar sem ung sneri baki við eiginmanni sínum, Ástu sjálfri og systur hennar. Aðrar persónur eru frá upphafi skýrari, svo sem Sigvaldi, faðir Ástu, sem er salt jarðar, jarðbundinn og vinnusamur og á þar af leiðandi afskaplega erfitt með að skilja kviklynda fyrri eiginkonu sína og fiðrildið sem dóttir hans er og hvað þá þær byrðar sem svo þungt hvíla á þeim. Hraðinn og takturinn í sjálfum textanum greinir líka persónur að. Yfir köflunum sem fjalla um Sigvalda er einhver andans ró – texti þar sem hægt er að draga andann djúpt og lesa í ró og næði. Jafnvel þótt hann liggi milli heims og helju fyrir neðan stigann sem hann datt úr. Yfir köflunum sem fjalla um Helgu og Ástu er meiri ókyrrð og óvissa og það er sömuleiðis eins og sögumaður sé ekki jafn öruggur með sjálfan sig með þeim og öðrum persónum. Þessari ókyrrð er komið til skila með því að skipta snöggt á milli, hætta við, fara til baka, stökkva áfram, sem og orðavali og stíl. Sagan gerist að stórum hluta í Noregi og Reykjavík en þegar við færum okkur út á land, á sveitabæ sem liggur við að nái út fyrir endimörk þessa heims, er eins og annar andi færist yfir söguna – og sjálfa Ástu líka, þótt hún þurfi til þess vissan aðlögunartíma. Þá hægist takturinn svo um munar enda liggur við að tíminn standi kyrr á stað sem er svona fjarri öllu og öllum. Sveitakaflarnir eru þó alls ekki viðburðasnauðir, nema síður sé, og skipta mjög miklu máli fyrir framvindu sögunnar svo ekki sé meira uppi látið. Þar birtast líka mæðginin Árni og Kristín sem, ásamt fóstru Ástu, eru einhverjar áhugaverðustu persónur bókarinnar og er það ef til vill ekki síst vegna þess sem lesandanum er látið eftir að geta í eyðurnar hvað þær varðar. Saga Ástu er undurfallega skrifuð saga um vel mótaðar persónur og kemur hvað eftir annað á óvart. Jafnframt er hún á einhvern hátt kórrétt framhald af fyrri skrifum Jón Kalmans Stefánssonar og hefur hann nú náð enn betra jafnvægi en áður á milli þess að tefla saman barnslegri einfeldni og heimspekilegum vangaveltum svo úr verður texti – og saga – sem fær mann til að finna til þannig að hjartað missir um stund taktinn.Niðurstaða: Hjartaskerandi og margradda örlagasaga Ástu, bók sem grípur lesandann.
Bókmenntir Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Lífið Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira