Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Náttúran lét á sér kræla sem aldrei fyrr, vígamenn létu til skara skríða víðs vegar um heiminn, íbúar fjölmargra ríkja nýttu lýðræðislegan rétt sinn í kosningum og margt, margt fleira. Vísir hefur hér tekið saman nokkur af mest áberandi fréttamálum ársins en athygli er vakin á því að þessi yfirferð er langt frá því að vera tæmandi. Þá er einnig bent á því að hér er lítið sem ekkert fjallað um fréttir af Donald Trump en honum voru gerð skil í sérstöku uppgjöri fyrr í vikunni. Norður-Kórea lét á sér kræla Norður-Kórea og yfirvöld þar í landi gerðu sig mjög gildandi á árinu sem er að líða. Hafa skeytin flogið á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga ríkisins og ófá flugskeyti fengið að fljúga frá Norður-Kóreu með það að markmiði að ögra Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Allt virtist ætla að sjóða upp úr í apríl þegar Bandaríkin sigldu herskipum í grennd við Kóreuskaga vegna vaxandi áhyggna af kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu. „Við grátbiðjum aldrei um frið en við munum beita hörðustu gagnaðgerðum gegn þessum ögrandi aðgerðum Bandaríkjamanna. Við munum verja okkur með miklu vopnaafli,“ sagði í frétt Ríkisfréttastofu Norður-Kóreu vegna aðgerða Bandaríkjahers.„Norður-Kórea er að leita eftir vandræðum. Ef Kínverjar ákveða að hjálpa væri það frábært. Ef ekki þá munum við leysa málin án þeirra!“ svaraði Donald Trump í tísti um hæl. Yfirvöld í Norður-Kóreu gerðu fjölmargar tilraunir með eldflaugar á árinu og ber þar helst að nefna eldlflaug sem skotið var á loft 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Þá var einni eldflaug einnig skotið yfir Japan. Alvarlegasta tilraunin var þó gerð í september. Síðla laugardagskvölds, að íslenskum tíma, tilkynntu norður-kóresk stjórnvöld að þau hefðu smíðað háþróaða vetnissprengju. Sprengjan var síðan sprengd neðanjarðar í norðurhluta landsins nokkrum tímum síðar. Talið er að kraftur sprengjunnar hafi verið á bilinu fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar var sprengjan sem varpað var á Hiroshima fimmtán kílótonn. Alþjóðasamfélagið brást við og eru fjölmargar refsiaðgerðir í gildi vegna tilrauna Norður-Kóreu. Þær virðast þó lítið sem ekkert bíta á yfirvöld þar í landi sem halda ótrauð áfram. Engin lausn virðist vera í sjónmáli og í byrjun desember sagði þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta að möguleikinn á stríði við Norður-Kóreu fari vaxandi dag frá degi. Hernaðaraðgerðir væru þó ekki eina lausnin. Mikið að gera hjá Elísabetu Á árinu héldu Bretar upp á það að 65 ár séu liðin frá því að Elísabet II tók við bresku krúnunni. Um var að ræða svokallað safírsafmæli en haldið var upp á það þann 6. febrúar 2017. Varð hún fyrsti breski þjóðhöfðinginn sem fagnar svokölluðu safírsafmæli á valdastóli en hún tók við krúnunni árið 1952. Í september var tilkynnt um að afabarn Elísabetar, Vilhjálmur prins og eiginkona hans, Kate Middleton, ættu von á þeirra þriðja barni. Er það væntanlegt í heiminn í apríl 2018. Heimurinn fylgdist einnig með sambandi Harry prins, bróður Vilhjálms og kanadísku leikkonunnar Meghan Markle sem best er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum vinsælu Suits. Á árinu sem er að líða kynnti Harry Meghan fyrir fjölskyldunni og í lok nóvember var tilkynnt um trúlofun þeirra. Mun konunglegt brúðkaup verða haldið í maí á næsta ári. Áfram mallar Brexit Klukkan byrjaði að tifa á árinu varðandi hvernig staðið yrði að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ferlið hófst formleg þann 29. mars á þessu ári þegar 50. grein Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins var virkjuð. Stefnt er að því að Bretland gangi úr ESB í mars 2019. Afar skiptar skoðanir eru í Bretlandi um ágæti þess að yfirgefa ESB og sögðu forsíður bresku blaðanan ólíkar sögur þann 29. mars. Þrátt fyrir þetta ríkir enn mikil óvissa um nákvæmlega hvernig verður staðið að útgöngunni. Þó hefur verið staðfest að reikningur Bretlands vegna útlöngu þess úr Evrópusambandsins verður á bilinu 35 og 39 milljarðar punda en í desember náðist samkomulag um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. Munu þær viðræður einkum snúast að viðskiptasambandi Bretlands og ESB eftir að Bretland gengur út úr ESB en viðræður þess efnis hefjast á næsta ári. Ljósmyndarinn David Bailey tók myndina af Elísabetu árið 2014.David Bailey Kosningaárið mikla Hollendingar, Bretar, Frakkar, Þjóðverjar og Norðmenn gengu allir að kjörborðinu á árinu. Í Hollandi mistókst Geert Wilders og flokkur hans að komast í valdastöðu og myndaði Mark Rutte forsætisráðherra nýja stjórn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði óvænt til kosninga, en Íhaldsflokki hennar mistókst að ná hreinum meirihluta og myndaði flokkurinn nýja stjórn með stuðningi Lýðræðislega sambandsflokksins. Í Frakklandi vann Emmanuel Macron stórsigur á Marine Le Pen í síðari umferð forsetakosninganna síðasta vor. Flokkur Macron vann sömuleiðis sigur í þingkosningunum sem haldnar voru skömmu síðar. Angela Merkel vinnur enn að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Þýskalandi eftir að stóru flokkarnir – stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn – biðu afhroð í þingkosningunum í september. Í Noregi vann Erna Solberg og Hægriflokkur hennar að vinna sigur þó að enn hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn. Grenfell-bruninn Í júní kom upp mikill eldur í íbúðahúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum. Húsið nefndist Grenfell-turninn. Tilkynning um brunann barst klukkan 00:54 að staðartíma, eða 23:54 að íslenskum tíma, og var slökkvilið mætt á staðinn innan við sex mínútum síðar.Húsið varð alelda á skömmum tíma og alls létust 71 í eldinum. Umfangsmiklar endurbætur voru gerðar á byggingunni á síðasta ári en í ljós kom að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum og hefur verið kennt um útbreiðslu eldsins var ólögleg í Bretlandi. Rannsókn á brunanum stendur yfir, þar á meðal sakamálarannsókn. Hryðjuverkaárásir með bílum 22 létust ásamt árásarmanni þegar sjálfsmorðsprengjuárás var gerð í Manchester Evening News tónleikahöllinni í Manhcester að kvöldi 22. maí. Að loknum tónleikum Ariane Grande var heimagerð sprengja sprengd í anddyri tónleikahallarinnar. ISIS lýsti yfir ábyrgð á árásinni en talið er þó víst að sprengjumaðurinn, maður að nafni Salman Ramadan Abedi, hafi verið einn að verki. Var þetta mannskæðasta hryðjuverkaárás í Bretlandi frá árásánum þann 7. júlí 2005.Árásin þótti sérstaklega viðurstyggileg í ljósi þess að fjöldi barna- og unglinga var viðstaddur tónleikanna en yngsta fórnarlambið var aðeins átta ára gömul. Haldnir voru sérstakir minningartónleikar í Manchester nokkru síðar þar sem margar af skærustu stjörnum heimsins komu fram. Átta létust, þar af þrír árásarmenn, í hryðjuverkaárás í London, í júní, aðeins nokkrum vikum eftir árásina í Manchester. Árásin hófst á því að sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge. Árásarmenn stukku síðan út úr bílnum vopnaðir sveðjum. Gengu þeir á milli skemmtistaða í grennd við brúnna og réðust á alla þá sem urðu á vegi þeirra. Lögrega brást afar snöggt við og aðeins örfáum mínútum eftir að útkall barst til hennar var búið að fella árásarmenninna. Árásinni þótti svipa mjög mikið til annarrar árásar sem gerð var í London í mars. Þá var bíl ekið eftir Westminster brúnni á gangandi vegfarendur. Árásarmaðurinn stakk svo lögreglumann til bana áður en hann var skotinn. Auk árásarmannsins létust fimm í árásinni. Isis lýsti yfir ábyrgð sinni á báðum árásum. Fimm létust og 14 voru alvarlega særðir þegar vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms í apríl. Árásarmaðurinn, hinn 39 ára gamli Úsbeki, Rakhmat Akilov, var handtekinn á staðnum. Hann er talinn hafa verið einn að verki en þó vilhallur ISIS. Þá létust 13 og minnst 130 særðust í keimlíkri árás í Barcelona í ágúst. Ók hann sendiferðabíl niður Römbluna, helstu verslunargötu Barcelona. Sökudólgurinn flúði af vettvangi en var skotinn í aðgerðum lögreglu nokkrum dögum síðar. Listaverkið Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í nóvember dýrasta málverk sögunnar. Verkið var boðið upp hjá Christie's í New York og var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir bandaríkjadala, rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Talið er að verkið hafi verið málað eftir 1505 og er því rúmlega 500 ára gamalt. Á málverkinu sést Jesús haldandi á glerkúlu og bendandi til himins. Ekki er vitað hver kaupandinn er en talið er að hann sé prinsinn Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud. Wannacry Tölvuvírus sem nefndist Wannacry hreiðraði um sig í gríðarlegum fjölda tölvubúnaðar um í minnst 150 löndum í maí. Orsakaði veiran milljarða tjóni en hún var þannig úr garði gerð að hún læsti tölvum notenda og krafðist lausnargjalds. Tölvuveiran dreifði sér ógnarhratt í gegnum tölvupóst. Það sem gerði WannaCry-vírusinn sérstaklega skæðan, er að einungis einn aðili þurfti að falla fyrir honum. Smitaðist ein tölva í tölvukerfi, dreifist vírusinn á allar tölvur í kerfinu.Bandarísk stjórnvöld hafa nú fullyrt að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni. Ormurinn fór í að minnsta kosti 300 þúsund tölvur. "Ég býð 46 milljarða!“ gæti þessi verið að segja.Vísir/AFP Weinstein og stíflan sem brast Kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein var vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company eftir að leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan og fyrrverandi aðstoðarkona hans og starfsmenn fyrirtækisins sökuðu Weinstein um kynferðislega áreitni í þeirra garð. Við þetta er eins og einhvers konar stífla hafi brostið og holskefla af ásökunum á hendur valdamönnum í Hollywood litu dagsins ljós. Meðal þeirra sem sakaðir hafa verið um kynferðislega áreitni eða ofbeldi í kjölfar ásakanna á hendur Weinstein eru Kevin Spacey og Dustin Hoffmann. Var Spacey rekinn úr þáttunum House of Cards þar sem hann lék aðalhlutverkið. Ekki sér fyrir endann á áhrifum hinnar svokölluðu MeToo byltingu sem farið hefur eins og eldu um sinu um allan heim, þar á meðal til Íslands þar sem konur úr fjölmörgum stéttum hafa sagt hingað og ekki lengra vegna áreitni eða ofbeldi af hálfu karla í valdastöðum. Fall ISIS Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, sem skutust fram á sjónarsviðið með skyndisókn í Írak og Sýrlandi um sumarið 2014, töpuðu nánast öllu sínum yfirráðasvæði á árinu. Þegar árið byrjaði stóðu yfir átök í borginni Mosul í Írak og seinna frelsuðu sýrlenskir Kúrdar borgina Raqqa í Sýrlandi sem hafði verið nokkurs konar höfuðborg Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Samtökin hafa barist á mörgum vígstöðvum gegn öflum sem studd eru af meðal annars Bandaríkjunum og Rússlandi. Undir lok ársins lýstu stjórnvöld bæði Írak og Sýrlands yfir sigri gegn ISIS og segja ríki sín frelsuð.Sjá einnig:Komið að endalokum Kalída-dæmisins Það þýðir þó ekki að dagar samtakanna séu liðnir. ISIS-liðum hefur vaxið ásmegin í Afganistan og önnur hryðjuverkasamtök sem hafa lýst yfir hollustu við ISIS eru staðsett um heim allan. Þá hafa fregnir borist af því að vígamenn ISIS hafi farið í felur og undirbúi sig fyrir áframhaldandi skæruhernað og hryðjuverk í Írak. Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess.Vísir/AFP Þjóðarmorð á vakt friðarverðlaunahafa Nóbels Ekki er hægt að útiloka að aðgerðir stjórnvalda og hersins í Mjanmar gegn þjóðflokki Róhingja í Rakhine-héraði flokkist sem þjóðarmorð. Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið frá Rakhine í Mjanmar til Bangladess frá því í ágúst þegar stjórnarherinn hóf aðgerðir sínar gegn þeim. Herinn hefur hins vegar hafnað því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða sem og því að ráðist sé á almenna borgara. Einblínt sé á skæruliða. Meint mismunun í garð Rohingja í Mjanmar á sér þó lengri sögu. Samkvæmt Amnesty International hefur verið brotið með skipulögðum hætti á mannréttindum þeirra síðan herforingjastjórnin tók völdin í landinu, sem þá hét Búrma, árið 1988.Fjölmargir hafa nú skorað á nóbelsverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mhanmar og friðarverðlaunahafa Nóbels, að gera eitthvað í málunum og uppræta ofbeldi í garð Rohingja. Aðrir friðarverðlaunahafar, til að mynda Malala Yousafzai og Desmond Tutu, hafa skorað á Suu Kyi og sagt ofbeldi í garð Rohingja hrylling. Hún hefur lítið vilja tjá sig um málið og í frétt Guardian um málið á árinug sagði að fáir nútímamenn hafi verið jafn dáðir og Suu Kyi og fallið jafn hratt í áliti. Eftir tveggja áratuga baráttu hafi hún sigrað og staðið þögul á meðan hundruð þúsunda þegna hennar var slátrað. Sjálfstæði Katalóna kæft í fæðingu Það er ekki á hverjum degi sem rótgróið hérað í rótgrónu Evrópuríki lýsi yfir sjálfstæði. Það var það sem gerðist í haust þegar íbúar Katalóníu kusu með því að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Héraðsþingið lýsti formlega yfir sjálfstæði í október en mikið gekk á í aðdraganda kosninganna sem og eftir yfirlýsingu héraðsþingsins. Yfirvöld á Spáni voru hreint ekki ánægð með þessar fyrirætlanir og sendu lögregu til þess að reyna að bæla niður kosninga íbúa Katalóníu. Þá voru leiðtogar héraðsþingsins ákærðir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og fjárdrátt eftir að héraðsþingið lýsti yfir sjálfstæði. Landsstjórn Spánar ákvað einnig að svipta Katalóníu sjálfræði í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingarinna og svo virðist sem að yfirvöld á Spáni hafi tekist að kæfa sjálfstæðistilburði Katalóna, í bili. Gamalt ljón lætur af störfum Valdatíð hins 93 ára gamla fyrrverandi forseta Simbabve, Robert Mugabe, lauk í nóvember. Hann stýrði landinu, og þá stundum með harðri hendi, í 37 ár og íbúar landsins virðast vongóðir um að blað hafi verið brotið í sögu landsins og verðandi forseti landsins, Emmerson Mnangagwa, hefur kallað eftir sameiningu og að Simbabve verði endurbyggt.Sjá einnig: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóriÍ nóvember tók Mugabe þá ákvörðun að reka Emmerson Mnangagwa úr embætti varaforseta, til að tryggja stöðu eiginkonu sinnar, Grace Mugabe, svo hún gæti tekið við stjórn landsins af honum. Brottreksturinn skipti upp Zanu-PF flokknum og leiddi til þess að her Simbabve, sem leiddur er af nánum bandamanni Mnangagwa, setti Mugabe í stofufangelsi. Eftir það var ekki aftur snúið og var Mugabe bolað frá völdum. Kalifornía brennur Slökkviliðsmenn í Kaliforníu hafa háð nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins að undanförnu. Alls hafa 43 látist það sem af er árinu í skógareldum í Kaliforníu. Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er sá þriðji umfangsmesti í sögu ríkisins. Tugir þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Barbara vegna eldsins. Verslunum, skólum og opinberum byggingum hefur verið lokað og eru hlutar borgarinnar mannlausar. Átta þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn, einn hefur nú þegar látist í baráttu við eldana og hafa margir þeirra slasast. Kjöraðstæður hafa verið fyrir skógarelda í Kaliforníu. Þurrt hefur verið í veðri og vindasamt. Við þessar aðstæður getur eldurinn breitt hratt úr sér og Tómas er engin undantekning. Miklir skógareldar hafa geisað í Kaliforníu á þessu ári. Þannig létust til að mynda 40 manns í skógareldum í vínhéruðum ríkisins í október síðastliðnum. Mannskæðasta skotáras í sögu Bandaríkjanna Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í október. Talið er að Paddock hafi notast við eina þekktustu riffiltegund heims í árásinni, AK-47. Skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna og hefur endurvakið, eins og aðrar skotárásir síðustu ára, umræðuna um byssulöggjöfina í landinu og vangetu bandarískra stjórnmálamanna til að taka á löggjöfinni, breyta henni og gera almenningi erfiðara að verða sér úti um skotvopn. Ýmsir sérfræðingar telja árásina skelfilega vendingu í baráttu Bandaríkjamanna gegn slíkum árásum.1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásumLögreglan fann 23 skotvopn inni á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut af 32. hæð niður á tónleikagesti sem staddir voru hinu megin við götuna. Þá fundust 17 skotvopn til viðbótar heima hjá honum sem og efni til sprengigerðar. Yfirvöld hafa ekki fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þá er lögregla enn engu nær um ástæðurnar að baki árásinni. Geimárið 2017 Stjörnufræðingar fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sólkerfið hefur bæði mestan fjölda reikistjarna á stærð við Jörðina sem fundist hefur til þessa og mestan fjölda hnatta sem gætu haft fljótandivatn á yfirborðinu. Bandaríska geimfarið Cassini bráðnaði og rifnaði í sundur með miklum blossa í lofthjúpi reikistjörnunnar Satúrnusar í nóvember. Stjórnendur farsins Þar með lauk einum best heppnaða geimkönnunarleiðangri sögunnar.Cassini var skotið á loft árið 1997 og komst geimfarið á braut um Satúrnus árið 2004. Ferðalag geimfarsins stóð því yfir í rétt tæp tuttugu ár og leiðangurinn við Satúrnus í um þrettán. Á þessum tíma ferðaðist Cassini um 7,6 miljarða kílómetra, safnaði 635 GB af vísindagögnum, uppgötvaði sex ný tungl og tók hátt í hálfa milljón mynda af Satúrnusi, hringjum hans og tunglum. Geimvísindamenn hafa nú fundið átta reikistjörnur á braut um stjörnuna Kepler-90. Hingað til hefur eina sólkerfið með átta reikistjörnum verið okkar eigið. Reikistjörnurnar eru ekki talda geta stutt líf vegna nálægðar þeirra við sól sólkerfisins sem er í um 2.545 ljósára fjarlægð.Reikistjarnan fannst með því að láta gervigreind Google fara yfir gögn úr Kepler-sjónaukanum. Gervigreindin fór yfir 35 þúsund möguleg merki um plánetur þar á meðal fann hún Kepler-90i. Þar að auki fann gervigreindin reikistjörnur í sólkerfinu Kepler-80.Þá markaði geimskot SpaceX í desember tímamót en þá skaut fyrirtækið á loft eldflaug og geimfari sem bæði höfðu verið skotið á loft áður. Eldflaugaskotið og lendingin heppnaðist fullkomnlega. Fellibylur á fellibyl ofan Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Fellibylurinn Irma var til að mynda öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi samkvæmt mælingum bandarísku fellibyljastofnunarinnar en Irma reið fór eyjur Karabískahafsins sem og Flórída í Bandaríkjunum í haust.Harvey, Irma, María og José skullu allir á Bandaríkin og nærliggjandi eyjar en fáir staðir urðu jafn illa úti og Púertó Ríkó þar sem fjölmörgheimili eyðilögðust og nær allir íbúar ríkisins voru án rafmangs í lengri tíma. „Ég er ekki stríðsglæpamaður“ Króatíski stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést í nóvember eftir að hafa innbyrt eitur úr flösku. Atvikið átti sér stað eftir að alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu í Haag staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana. Talið er að hann hafi innbyrt blásýru. Praljak var dæmdur fyrir þátttöku sína í þjóðernishreinsunum í Bosníustríðinu sem fram fór árin 1992 til 1995. Samtals létust um 100 þúsund manns og voru 2,2 milljónir flæmd í burtu.Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“ Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Kjarnorkuvá, tíst og gervifréttir: Fyrsta ár Donalds Trump Bandaríkjaforseta Fáir hafa sett meiri svip á árið sem er að líða en Donald Trump Bandaríkjaforseti, hvort sem það er til góðs eða ills. 19. desember 2017 21:00 Topp 10: Sif er viðhorfspistladrottning ársins Víðlesnustu viðhorfspistlar ársins 2017. 17. desember 2017 09:00 Íslenska viðskiptaárið 2017: Costco, H&M, daður í háloftunum, aspartamdrykkir og „Bara I'm sorry“ Íslenskt viðskiptalíf ársins 2017 einkenndist einkum af komu Costco og H&M á markað. Flugfélögin, gosdrykkir og gleyminn fjárfestir voru í brennidepli en einnig sögðum við skilið við margar verslanir, veitinga- og skemmtistaði eftir erfiðan rekstur. 20. desember 2017 20:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent
Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Náttúran lét á sér kræla sem aldrei fyrr, vígamenn létu til skara skríða víðs vegar um heiminn, íbúar fjölmargra ríkja nýttu lýðræðislegan rétt sinn í kosningum og margt, margt fleira. Vísir hefur hér tekið saman nokkur af mest áberandi fréttamálum ársins en athygli er vakin á því að þessi yfirferð er langt frá því að vera tæmandi. Þá er einnig bent á því að hér er lítið sem ekkert fjallað um fréttir af Donald Trump en honum voru gerð skil í sérstöku uppgjöri fyrr í vikunni. Norður-Kórea lét á sér kræla Norður-Kórea og yfirvöld þar í landi gerðu sig mjög gildandi á árinu sem er að líða. Hafa skeytin flogið á milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga ríkisins og ófá flugskeyti fengið að fljúga frá Norður-Kóreu með það að markmiði að ögra Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Allt virtist ætla að sjóða upp úr í apríl þegar Bandaríkin sigldu herskipum í grennd við Kóreuskaga vegna vaxandi áhyggna af kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu. „Við grátbiðjum aldrei um frið en við munum beita hörðustu gagnaðgerðum gegn þessum ögrandi aðgerðum Bandaríkjamanna. Við munum verja okkur með miklu vopnaafli,“ sagði í frétt Ríkisfréttastofu Norður-Kóreu vegna aðgerða Bandaríkjahers.„Norður-Kórea er að leita eftir vandræðum. Ef Kínverjar ákveða að hjálpa væri það frábært. Ef ekki þá munum við leysa málin án þeirra!“ svaraði Donald Trump í tísti um hæl. Yfirvöld í Norður-Kóreu gerðu fjölmargar tilraunir með eldflaugar á árinu og ber þar helst að nefna eldlflaug sem skotið var á loft 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Þá var einni eldflaug einnig skotið yfir Japan. Alvarlegasta tilraunin var þó gerð í september. Síðla laugardagskvölds, að íslenskum tíma, tilkynntu norður-kóresk stjórnvöld að þau hefðu smíðað háþróaða vetnissprengju. Sprengjan var síðan sprengd neðanjarðar í norðurhluta landsins nokkrum tímum síðar. Talið er að kraftur sprengjunnar hafi verið á bilinu fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar var sprengjan sem varpað var á Hiroshima fimmtán kílótonn. Alþjóðasamfélagið brást við og eru fjölmargar refsiaðgerðir í gildi vegna tilrauna Norður-Kóreu. Þær virðast þó lítið sem ekkert bíta á yfirvöld þar í landi sem halda ótrauð áfram. Engin lausn virðist vera í sjónmáli og í byrjun desember sagði þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta að möguleikinn á stríði við Norður-Kóreu fari vaxandi dag frá degi. Hernaðaraðgerðir væru þó ekki eina lausnin. Mikið að gera hjá Elísabetu Á árinu héldu Bretar upp á það að 65 ár séu liðin frá því að Elísabet II tók við bresku krúnunni. Um var að ræða svokallað safírsafmæli en haldið var upp á það þann 6. febrúar 2017. Varð hún fyrsti breski þjóðhöfðinginn sem fagnar svokölluðu safírsafmæli á valdastóli en hún tók við krúnunni árið 1952. Í september var tilkynnt um að afabarn Elísabetar, Vilhjálmur prins og eiginkona hans, Kate Middleton, ættu von á þeirra þriðja barni. Er það væntanlegt í heiminn í apríl 2018. Heimurinn fylgdist einnig með sambandi Harry prins, bróður Vilhjálms og kanadísku leikkonunnar Meghan Markle sem best er þekkt fyrir leik sinn í þáttunum vinsælu Suits. Á árinu sem er að líða kynnti Harry Meghan fyrir fjölskyldunni og í lok nóvember var tilkynnt um trúlofun þeirra. Mun konunglegt brúðkaup verða haldið í maí á næsta ári. Áfram mallar Brexit Klukkan byrjaði að tifa á árinu varðandi hvernig staðið yrði að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ferlið hófst formleg þann 29. mars á þessu ári þegar 50. grein Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins var virkjuð. Stefnt er að því að Bretland gangi úr ESB í mars 2019. Afar skiptar skoðanir eru í Bretlandi um ágæti þess að yfirgefa ESB og sögðu forsíður bresku blaðanan ólíkar sögur þann 29. mars. Þrátt fyrir þetta ríkir enn mikil óvissa um nákvæmlega hvernig verður staðið að útgöngunni. Þó hefur verið staðfest að reikningur Bretlands vegna útlöngu þess úr Evrópusambandsins verður á bilinu 35 og 39 milljarðar punda en í desember náðist samkomulag um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. Munu þær viðræður einkum snúast að viðskiptasambandi Bretlands og ESB eftir að Bretland gengur út úr ESB en viðræður þess efnis hefjast á næsta ári. Ljósmyndarinn David Bailey tók myndina af Elísabetu árið 2014.David Bailey Kosningaárið mikla Hollendingar, Bretar, Frakkar, Þjóðverjar og Norðmenn gengu allir að kjörborðinu á árinu. Í Hollandi mistókst Geert Wilders og flokkur hans að komast í valdastöðu og myndaði Mark Rutte forsætisráðherra nýja stjórn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði óvænt til kosninga, en Íhaldsflokki hennar mistókst að ná hreinum meirihluta og myndaði flokkurinn nýja stjórn með stuðningi Lýðræðislega sambandsflokksins. Í Frakklandi vann Emmanuel Macron stórsigur á Marine Le Pen í síðari umferð forsetakosninganna síðasta vor. Flokkur Macron vann sömuleiðis sigur í þingkosningunum sem haldnar voru skömmu síðar. Angela Merkel vinnur enn að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Þýskalandi eftir að stóru flokkarnir – stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn – biðu afhroð í þingkosningunum í september. Í Noregi vann Erna Solberg og Hægriflokkur hennar að vinna sigur þó að enn hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn. Grenfell-bruninn Í júní kom upp mikill eldur í íbúðahúsi í norðurhluta Kensington-hverfis í Lundúnum. Húsið nefndist Grenfell-turninn. Tilkynning um brunann barst klukkan 00:54 að staðartíma, eða 23:54 að íslenskum tíma, og var slökkvilið mætt á staðinn innan við sex mínútum síðar.Húsið varð alelda á skömmum tíma og alls létust 71 í eldinum. Umfangsmiklar endurbætur voru gerðar á byggingunni á síðasta ári en í ljós kom að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum og hefur verið kennt um útbreiðslu eldsins var ólögleg í Bretlandi. Rannsókn á brunanum stendur yfir, þar á meðal sakamálarannsókn. Hryðjuverkaárásir með bílum 22 létust ásamt árásarmanni þegar sjálfsmorðsprengjuárás var gerð í Manchester Evening News tónleikahöllinni í Manhcester að kvöldi 22. maí. Að loknum tónleikum Ariane Grande var heimagerð sprengja sprengd í anddyri tónleikahallarinnar. ISIS lýsti yfir ábyrgð á árásinni en talið er þó víst að sprengjumaðurinn, maður að nafni Salman Ramadan Abedi, hafi verið einn að verki. Var þetta mannskæðasta hryðjuverkaárás í Bretlandi frá árásánum þann 7. júlí 2005.Árásin þótti sérstaklega viðurstyggileg í ljósi þess að fjöldi barna- og unglinga var viðstaddur tónleikanna en yngsta fórnarlambið var aðeins átta ára gömul. Haldnir voru sérstakir minningartónleikar í Manchester nokkru síðar þar sem margar af skærustu stjörnum heimsins komu fram. Átta létust, þar af þrír árásarmenn, í hryðjuverkaárás í London, í júní, aðeins nokkrum vikum eftir árásina í Manchester. Árásin hófst á því að sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge. Árásarmenn stukku síðan út úr bílnum vopnaðir sveðjum. Gengu þeir á milli skemmtistaða í grennd við brúnna og réðust á alla þá sem urðu á vegi þeirra. Lögrega brást afar snöggt við og aðeins örfáum mínútum eftir að útkall barst til hennar var búið að fella árásarmenninna. Árásinni þótti svipa mjög mikið til annarrar árásar sem gerð var í London í mars. Þá var bíl ekið eftir Westminster brúnni á gangandi vegfarendur. Árásarmaðurinn stakk svo lögreglumann til bana áður en hann var skotinn. Auk árásarmannsins létust fimm í árásinni. Isis lýsti yfir ábyrgð sinni á báðum árásum. Fimm létust og 14 voru alvarlega særðir þegar vörubíl var ekið á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms í apríl. Árásarmaðurinn, hinn 39 ára gamli Úsbeki, Rakhmat Akilov, var handtekinn á staðnum. Hann er talinn hafa verið einn að verki en þó vilhallur ISIS. Þá létust 13 og minnst 130 særðust í keimlíkri árás í Barcelona í ágúst. Ók hann sendiferðabíl niður Römbluna, helstu verslunargötu Barcelona. Sökudólgurinn flúði af vettvangi en var skotinn í aðgerðum lögreglu nokkrum dögum síðar. Listaverkið Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í nóvember dýrasta málverk sögunnar. Verkið var boðið upp hjá Christie's í New York og var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir bandaríkjadala, rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Talið er að verkið hafi verið málað eftir 1505 og er því rúmlega 500 ára gamalt. Á málverkinu sést Jesús haldandi á glerkúlu og bendandi til himins. Ekki er vitað hver kaupandinn er en talið er að hann sé prinsinn Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud. Wannacry Tölvuvírus sem nefndist Wannacry hreiðraði um sig í gríðarlegum fjölda tölvubúnaðar um í minnst 150 löndum í maí. Orsakaði veiran milljarða tjóni en hún var þannig úr garði gerð að hún læsti tölvum notenda og krafðist lausnargjalds. Tölvuveiran dreifði sér ógnarhratt í gegnum tölvupóst. Það sem gerði WannaCry-vírusinn sérstaklega skæðan, er að einungis einn aðili þurfti að falla fyrir honum. Smitaðist ein tölva í tölvukerfi, dreifist vírusinn á allar tölvur í kerfinu.Bandarísk stjórnvöld hafa nú fullyrt að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni. Ormurinn fór í að minnsta kosti 300 þúsund tölvur. "Ég býð 46 milljarða!“ gæti þessi verið að segja.Vísir/AFP Weinstein og stíflan sem brast Kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein var vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company eftir að leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan og fyrrverandi aðstoðarkona hans og starfsmenn fyrirtækisins sökuðu Weinstein um kynferðislega áreitni í þeirra garð. Við þetta er eins og einhvers konar stífla hafi brostið og holskefla af ásökunum á hendur valdamönnum í Hollywood litu dagsins ljós. Meðal þeirra sem sakaðir hafa verið um kynferðislega áreitni eða ofbeldi í kjölfar ásakanna á hendur Weinstein eru Kevin Spacey og Dustin Hoffmann. Var Spacey rekinn úr þáttunum House of Cards þar sem hann lék aðalhlutverkið. Ekki sér fyrir endann á áhrifum hinnar svokölluðu MeToo byltingu sem farið hefur eins og eldu um sinu um allan heim, þar á meðal til Íslands þar sem konur úr fjölmörgum stéttum hafa sagt hingað og ekki lengra vegna áreitni eða ofbeldi af hálfu karla í valdastöðum. Fall ISIS Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, sem skutust fram á sjónarsviðið með skyndisókn í Írak og Sýrlandi um sumarið 2014, töpuðu nánast öllu sínum yfirráðasvæði á árinu. Þegar árið byrjaði stóðu yfir átök í borginni Mosul í Írak og seinna frelsuðu sýrlenskir Kúrdar borgina Raqqa í Sýrlandi sem hafði verið nokkurs konar höfuðborg Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Samtökin hafa barist á mörgum vígstöðvum gegn öflum sem studd eru af meðal annars Bandaríkjunum og Rússlandi. Undir lok ársins lýstu stjórnvöld bæði Írak og Sýrlands yfir sigri gegn ISIS og segja ríki sín frelsuð.Sjá einnig:Komið að endalokum Kalída-dæmisins Það þýðir þó ekki að dagar samtakanna séu liðnir. ISIS-liðum hefur vaxið ásmegin í Afganistan og önnur hryðjuverkasamtök sem hafa lýst yfir hollustu við ISIS eru staðsett um heim allan. Þá hafa fregnir borist af því að vígamenn ISIS hafi farið í felur og undirbúi sig fyrir áframhaldandi skæruhernað og hryðjuverk í Írak. Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess.Vísir/AFP Þjóðarmorð á vakt friðarverðlaunahafa Nóbels Ekki er hægt að útiloka að aðgerðir stjórnvalda og hersins í Mjanmar gegn þjóðflokki Róhingja í Rakhine-héraði flokkist sem þjóðarmorð. Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið frá Rakhine í Mjanmar til Bangladess frá því í ágúst þegar stjórnarherinn hóf aðgerðir sínar gegn þeim. Herinn hefur hins vegar hafnað því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða sem og því að ráðist sé á almenna borgara. Einblínt sé á skæruliða. Meint mismunun í garð Rohingja í Mjanmar á sér þó lengri sögu. Samkvæmt Amnesty International hefur verið brotið með skipulögðum hætti á mannréttindum þeirra síðan herforingjastjórnin tók völdin í landinu, sem þá hét Búrma, árið 1988.Fjölmargir hafa nú skorað á nóbelsverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mhanmar og friðarverðlaunahafa Nóbels, að gera eitthvað í málunum og uppræta ofbeldi í garð Rohingja. Aðrir friðarverðlaunahafar, til að mynda Malala Yousafzai og Desmond Tutu, hafa skorað á Suu Kyi og sagt ofbeldi í garð Rohingja hrylling. Hún hefur lítið vilja tjá sig um málið og í frétt Guardian um málið á árinug sagði að fáir nútímamenn hafi verið jafn dáðir og Suu Kyi og fallið jafn hratt í áliti. Eftir tveggja áratuga baráttu hafi hún sigrað og staðið þögul á meðan hundruð þúsunda þegna hennar var slátrað. Sjálfstæði Katalóna kæft í fæðingu Það er ekki á hverjum degi sem rótgróið hérað í rótgrónu Evrópuríki lýsi yfir sjálfstæði. Það var það sem gerðist í haust þegar íbúar Katalóníu kusu með því að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Héraðsþingið lýsti formlega yfir sjálfstæði í október en mikið gekk á í aðdraganda kosninganna sem og eftir yfirlýsingu héraðsþingsins. Yfirvöld á Spáni voru hreint ekki ánægð með þessar fyrirætlanir og sendu lögregu til þess að reyna að bæla niður kosninga íbúa Katalóníu. Þá voru leiðtogar héraðsþingsins ákærðir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og fjárdrátt eftir að héraðsþingið lýsti yfir sjálfstæði. Landsstjórn Spánar ákvað einnig að svipta Katalóníu sjálfræði í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingarinna og svo virðist sem að yfirvöld á Spáni hafi tekist að kæfa sjálfstæðistilburði Katalóna, í bili. Gamalt ljón lætur af störfum Valdatíð hins 93 ára gamla fyrrverandi forseta Simbabve, Robert Mugabe, lauk í nóvember. Hann stýrði landinu, og þá stundum með harðri hendi, í 37 ár og íbúar landsins virðast vongóðir um að blað hafi verið brotið í sögu landsins og verðandi forseti landsins, Emmerson Mnangagwa, hefur kallað eftir sameiningu og að Simbabve verði endurbyggt.Sjá einnig: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóriÍ nóvember tók Mugabe þá ákvörðun að reka Emmerson Mnangagwa úr embætti varaforseta, til að tryggja stöðu eiginkonu sinnar, Grace Mugabe, svo hún gæti tekið við stjórn landsins af honum. Brottreksturinn skipti upp Zanu-PF flokknum og leiddi til þess að her Simbabve, sem leiddur er af nánum bandamanni Mnangagwa, setti Mugabe í stofufangelsi. Eftir það var ekki aftur snúið og var Mugabe bolað frá völdum. Kalifornía brennur Slökkviliðsmenn í Kaliforníu hafa háð nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins að undanförnu. Alls hafa 43 látist það sem af er árinu í skógareldum í Kaliforníu. Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er sá þriðji umfangsmesti í sögu ríkisins. Tugir þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Barbara vegna eldsins. Verslunum, skólum og opinberum byggingum hefur verið lokað og eru hlutar borgarinnar mannlausar. Átta þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn, einn hefur nú þegar látist í baráttu við eldana og hafa margir þeirra slasast. Kjöraðstæður hafa verið fyrir skógarelda í Kaliforníu. Þurrt hefur verið í veðri og vindasamt. Við þessar aðstæður getur eldurinn breitt hratt úr sér og Tómas er engin undantekning. Miklir skógareldar hafa geisað í Kaliforníu á þessu ári. Þannig létust til að mynda 40 manns í skógareldum í vínhéruðum ríkisins í október síðastliðnum. Mannskæðasta skotáras í sögu Bandaríkjanna Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í október. Talið er að Paddock hafi notast við eina þekktustu riffiltegund heims í árásinni, AK-47. Skotárásin er sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna og hefur endurvakið, eins og aðrar skotárásir síðustu ára, umræðuna um byssulöggjöfina í landinu og vangetu bandarískra stjórnmálamanna til að taka á löggjöfinni, breyta henni og gera almenningi erfiðara að verða sér úti um skotvopn. Ýmsir sérfræðingar telja árásina skelfilega vendingu í baráttu Bandaríkjamanna gegn slíkum árásum.1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásumLögreglan fann 23 skotvopn inni á hótelherbergi hans á Mandalay-hótelinu þaðan sem hann skaut af 32. hæð niður á tónleikagesti sem staddir voru hinu megin við götuna. Þá fundust 17 skotvopn til viðbótar heima hjá honum sem og efni til sprengigerðar. Yfirvöld hafa ekki fundið nein tengsl á milli Paddock og alþjóðlegra hryðjuverkahópa, þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni. Þá er lögregla enn engu nær um ástæðurnar að baki árásinni. Geimárið 2017 Stjörnufræðingar fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. Sólkerfið hefur bæði mestan fjölda reikistjarna á stærð við Jörðina sem fundist hefur til þessa og mestan fjölda hnatta sem gætu haft fljótandivatn á yfirborðinu. Bandaríska geimfarið Cassini bráðnaði og rifnaði í sundur með miklum blossa í lofthjúpi reikistjörnunnar Satúrnusar í nóvember. Stjórnendur farsins Þar með lauk einum best heppnaða geimkönnunarleiðangri sögunnar.Cassini var skotið á loft árið 1997 og komst geimfarið á braut um Satúrnus árið 2004. Ferðalag geimfarsins stóð því yfir í rétt tæp tuttugu ár og leiðangurinn við Satúrnus í um þrettán. Á þessum tíma ferðaðist Cassini um 7,6 miljarða kílómetra, safnaði 635 GB af vísindagögnum, uppgötvaði sex ný tungl og tók hátt í hálfa milljón mynda af Satúrnusi, hringjum hans og tunglum. Geimvísindamenn hafa nú fundið átta reikistjörnur á braut um stjörnuna Kepler-90. Hingað til hefur eina sólkerfið með átta reikistjörnum verið okkar eigið. Reikistjörnurnar eru ekki talda geta stutt líf vegna nálægðar þeirra við sól sólkerfisins sem er í um 2.545 ljósára fjarlægð.Reikistjarnan fannst með því að láta gervigreind Google fara yfir gögn úr Kepler-sjónaukanum. Gervigreindin fór yfir 35 þúsund möguleg merki um plánetur þar á meðal fann hún Kepler-90i. Þar að auki fann gervigreindin reikistjörnur í sólkerfinu Kepler-80.Þá markaði geimskot SpaceX í desember tímamót en þá skaut fyrirtækið á loft eldflaug og geimfari sem bæði höfðu verið skotið á loft áður. Eldflaugaskotið og lendingin heppnaðist fullkomnlega. Fellibylur á fellibyl ofan Mikið hefur farið fyrir fellibyljum og óveðrum í Atlants- og Karíbahafinu nú í haust. Fellibylurinn Irma var til að mynda öflugasti fellibylur sem mælst hefur á Atlantshafi samkvæmt mælingum bandarísku fellibyljastofnunarinnar en Irma reið fór eyjur Karabískahafsins sem og Flórída í Bandaríkjunum í haust.Harvey, Irma, María og José skullu allir á Bandaríkin og nærliggjandi eyjar en fáir staðir urðu jafn illa úti og Púertó Ríkó þar sem fjölmörgheimili eyðilögðust og nær allir íbúar ríkisins voru án rafmangs í lengri tíma. „Ég er ekki stríðsglæpamaður“ Króatíski stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést í nóvember eftir að hafa innbyrt eitur úr flösku. Atvikið átti sér stað eftir að alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu í Haag staðfesti 20 ára dóm yfir honum vegna þjóðernishreinsana. Talið er að hann hafi innbyrt blásýru. Praljak var dæmdur fyrir þátttöku sína í þjóðernishreinsunum í Bosníustríðinu sem fram fór árin 1992 til 1995. Samtals létust um 100 þúsund manns og voru 2,2 milljónir flæmd í burtu.Síðustu orð hans voru: „Ég er ekki stríðsglæpamaður og andmæli þessum dómi.“
Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30
Kjarnorkuvá, tíst og gervifréttir: Fyrsta ár Donalds Trump Bandaríkjaforseta Fáir hafa sett meiri svip á árið sem er að líða en Donald Trump Bandaríkjaforseti, hvort sem það er til góðs eða ills. 19. desember 2017 21:00
Topp 10: Sif er viðhorfspistladrottning ársins Víðlesnustu viðhorfspistlar ársins 2017. 17. desember 2017 09:00
Íslenska viðskiptaárið 2017: Costco, H&M, daður í háloftunum, aspartamdrykkir og „Bara I'm sorry“ Íslenskt viðskiptalíf ársins 2017 einkenndist einkum af komu Costco og H&M á markað. Flugfélögin, gosdrykkir og gleyminn fjárfestir voru í brennidepli en einnig sögðum við skilið við margar verslanir, veitinga- og skemmtistaði eftir erfiðan rekstur. 20. desember 2017 20:30