Enski boltinn

Fangelsaður fyrir að ráðast á Sterling

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Raheem Sterling.
Raheem Sterling. vísir/getty
Margdæmd fótboltabulla var í dag dæmd í fangelsi fyrir að ráðast á Raheem Sterling, leikmann Man. City, um síðustu helgi.

Bullan heitir Karl Anderson og er 29 ára gamall. Hann réðst að Sterling fyrir utan æfingasvæði Man. City síðasta laugardag og var einnig með gróft kynþáttaníð í garð leikmannsins. Anderson játaði sök í málinu.

Anderson er með 25 dóma á bakinu fyrir 37 brot. Þar á meðal eru nokkur atvik sem tengjast hegðun hans á knattspyrnuvöllum. Hann var í dag dæmdur í 16 vikna fangelsi fyrir árásina á Sterling.

Hann sparkaði fjórum sinnum í Sterling á meðan hann kallaði hann ljótum nöfnum. Anderson sagði einnig við Sterling að hann óskaði þess að eiginkona hans og börn myndu deyja.

Anderson sagðist vera miður sín yfir þessu. Hann hefði alveg misst stjórn á skapi sínu. Þessi iðrun stöðvaði samt ekki dómarann frá því að refsa honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×