Þórir um Noru Mörk: Hefði ekki getað verið á betri stað en hjá okkur í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 13:00 Þórir Hergeirsson ræðir við Noru Mörk á HM í Þýskalandi. Vísir/Getty Nora Mörk, ein besta handboltakona heims, varð fyrir áfalli fyrr í haust þegar brotist var inn í síma hennar og viðkvæmum myndum af henni komið í dreifingu. Málið fékk gríðarlega athygli norskra fjölmiðla og hafði málið mikið áhrif á Mörk. Mörk var með norska landsliðinu þegar hún komst að því að myndirnar væru komnar í dreifingu og sagðist hún í samtali við norska fjölmiðla í nóvember að hún hafi nánast lamast við fréttirnar. Sjá einnig: Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í handbolta sem lauk í Þýskalandi um helgina. Mörk var lykilmanneskja Norðmanna á mótinu og spilaði frábærlega. Hún var markahæsti leikmaður mótsins með 66 mörk í 97 skotum.Nora Mörk í leik með Norðmönnum í úrslitaleik HM.Vísir/Getty„Þetta hefur verið mikil krísa fyrir hana og allt haustið hennar fór í þetta mál,“ sagði Þórir í samtali við íþróttadeild en fimmtán menn hafa verið kærðir fyrir að dreifa myndunum. „Þetta er nú orðið að sakamáli og er í rannsókn. Þeir sem eru sekir verða að fá sína refsingu,“ sagði Þórir enn fremur. Sjá einnig: Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Þegar leikmannahópur Noregs kom saman fyrir HM í Þýskalandi var Mörk tekið opnum örmum að sögn Þóris. „Við reyndum að gera lífið eins auðvelt fyrir hana og hægt var. Þetta var kannski besti staðurinn sem hún gat verið á - að vera með liðsvinkonum sínum í verkefni sem hún elskar og í íþrótt sem hún elskar,“ sagði Þórir sem hrósaði Mörk fyrir frammistöðuna á mótinu. „Hún spilaði mjög vel. Hún var ef til vill svolítið tóm í úrslitaleiknum og ekki ólíklegt að það hafi verið komin þreyta í hana. En hún skilaði svo sannarlega sínu á mótinu og gott betur.“ Handbolti Tengdar fréttir Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30 Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30 „Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Nora Mörk, ein besta handboltakona heims, varð fyrir áfalli fyrr í haust þegar brotist var inn í síma hennar og viðkvæmum myndum af henni komið í dreifingu. Málið fékk gríðarlega athygli norskra fjölmiðla og hafði málið mikið áhrif á Mörk. Mörk var með norska landsliðinu þegar hún komst að því að myndirnar væru komnar í dreifingu og sagðist hún í samtali við norska fjölmiðla í nóvember að hún hafi nánast lamast við fréttirnar. Sjá einnig: Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í handbolta sem lauk í Þýskalandi um helgina. Mörk var lykilmanneskja Norðmanna á mótinu og spilaði frábærlega. Hún var markahæsti leikmaður mótsins með 66 mörk í 97 skotum.Nora Mörk í leik með Norðmönnum í úrslitaleik HM.Vísir/Getty„Þetta hefur verið mikil krísa fyrir hana og allt haustið hennar fór í þetta mál,“ sagði Þórir í samtali við íþróttadeild en fimmtán menn hafa verið kærðir fyrir að dreifa myndunum. „Þetta er nú orðið að sakamáli og er í rannsókn. Þeir sem eru sekir verða að fá sína refsingu,“ sagði Þórir enn fremur. Sjá einnig: Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Þegar leikmannahópur Noregs kom saman fyrir HM í Þýskalandi var Mörk tekið opnum örmum að sögn Þóris. „Við reyndum að gera lífið eins auðvelt fyrir hana og hægt var. Þetta var kannski besti staðurinn sem hún gat verið á - að vera með liðsvinkonum sínum í verkefni sem hún elskar og í íþrótt sem hún elskar,“ sagði Þórir sem hrósaði Mörk fyrir frammistöðuna á mótinu. „Hún spilaði mjög vel. Hún var ef til vill svolítið tóm í úrslitaleiknum og ekki ólíklegt að það hafi verið komin þreyta í hana. En hún skilaði svo sannarlega sínu á mótinu og gott betur.“
Handbolti Tengdar fréttir Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30 Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30 „Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00
Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30
Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30
„Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00
Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05