Þórir um Noru Mörk: Hefði ekki getað verið á betri stað en hjá okkur í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 13:00 Þórir Hergeirsson ræðir við Noru Mörk á HM í Þýskalandi. Vísir/Getty Nora Mörk, ein besta handboltakona heims, varð fyrir áfalli fyrr í haust þegar brotist var inn í síma hennar og viðkvæmum myndum af henni komið í dreifingu. Málið fékk gríðarlega athygli norskra fjölmiðla og hafði málið mikið áhrif á Mörk. Mörk var með norska landsliðinu þegar hún komst að því að myndirnar væru komnar í dreifingu og sagðist hún í samtali við norska fjölmiðla í nóvember að hún hafi nánast lamast við fréttirnar. Sjá einnig: Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í handbolta sem lauk í Þýskalandi um helgina. Mörk var lykilmanneskja Norðmanna á mótinu og spilaði frábærlega. Hún var markahæsti leikmaður mótsins með 66 mörk í 97 skotum.Nora Mörk í leik með Norðmönnum í úrslitaleik HM.Vísir/Getty„Þetta hefur verið mikil krísa fyrir hana og allt haustið hennar fór í þetta mál,“ sagði Þórir í samtali við íþróttadeild en fimmtán menn hafa verið kærðir fyrir að dreifa myndunum. „Þetta er nú orðið að sakamáli og er í rannsókn. Þeir sem eru sekir verða að fá sína refsingu,“ sagði Þórir enn fremur. Sjá einnig: Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Þegar leikmannahópur Noregs kom saman fyrir HM í Þýskalandi var Mörk tekið opnum örmum að sögn Þóris. „Við reyndum að gera lífið eins auðvelt fyrir hana og hægt var. Þetta var kannski besti staðurinn sem hún gat verið á - að vera með liðsvinkonum sínum í verkefni sem hún elskar og í íþrótt sem hún elskar,“ sagði Þórir sem hrósaði Mörk fyrir frammistöðuna á mótinu. „Hún spilaði mjög vel. Hún var ef til vill svolítið tóm í úrslitaleiknum og ekki ólíklegt að það hafi verið komin þreyta í hana. En hún skilaði svo sannarlega sínu á mótinu og gott betur.“ Handbolti Tengdar fréttir Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30 Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30 „Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Nora Mörk, ein besta handboltakona heims, varð fyrir áfalli fyrr í haust þegar brotist var inn í síma hennar og viðkvæmum myndum af henni komið í dreifingu. Málið fékk gríðarlega athygli norskra fjölmiðla og hafði málið mikið áhrif á Mörk. Mörk var með norska landsliðinu þegar hún komst að því að myndirnar væru komnar í dreifingu og sagðist hún í samtali við norska fjölmiðla í nóvember að hún hafi nánast lamast við fréttirnar. Sjá einnig: Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í handbolta sem lauk í Þýskalandi um helgina. Mörk var lykilmanneskja Norðmanna á mótinu og spilaði frábærlega. Hún var markahæsti leikmaður mótsins með 66 mörk í 97 skotum.Nora Mörk í leik með Norðmönnum í úrslitaleik HM.Vísir/Getty„Þetta hefur verið mikil krísa fyrir hana og allt haustið hennar fór í þetta mál,“ sagði Þórir í samtali við íþróttadeild en fimmtán menn hafa verið kærðir fyrir að dreifa myndunum. „Þetta er nú orðið að sakamáli og er í rannsókn. Þeir sem eru sekir verða að fá sína refsingu,“ sagði Þórir enn fremur. Sjá einnig: Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Þegar leikmannahópur Noregs kom saman fyrir HM í Þýskalandi var Mörk tekið opnum örmum að sögn Þóris. „Við reyndum að gera lífið eins auðvelt fyrir hana og hægt var. Þetta var kannski besti staðurinn sem hún gat verið á - að vera með liðsvinkonum sínum í verkefni sem hún elskar og í íþrótt sem hún elskar,“ sagði Þórir sem hrósaði Mörk fyrir frammistöðuna á mótinu. „Hún spilaði mjög vel. Hún var ef til vill svolítið tóm í úrslitaleiknum og ekki ólíklegt að það hafi verið komin þreyta í hana. En hún skilaði svo sannarlega sínu á mótinu og gott betur.“
Handbolti Tengdar fréttir Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30 Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30 „Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00
Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30
Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30
„Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00
Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05