Skaupið kallaði fram mismunandi viðbrögð netverja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. desember 2017 23:15 Dóri DNA og Dóra Jóhannsdóttir í einum af mörgum hlutverkum sínum í Skaupinu í ár. Skjáskot af vef RÚV Áramótaskaupið fékk misgóðar móttökur eins og jafnan en áhorfendur voru duglegir að setja inn færslur á Twitter. Heilt yfir virðist hafa verið ánægja með Skaupið en sem fyrr eru skoðanir skiptar. Leikstjórn var í höndum Arnórs Pálma Arnarsonar sem leikstýrði og skrifaði meðal annars þættina Ligeglad. Arnór var einnig í höfundateyminu ásamt þeim Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergi Ebba Benediktssyni, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur sem leiddu handritavinnuna. Dóra er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York með sérstaka áherslu á sketsaskrif. Anna Svava og Saga hafa báðar tekið þátt í gerð Skaupsins áður en hinir höfundarnir hafa verið leiðandi í uppistandi og gerð gamanefnis á síðustu árum. Fólkið á bak við Skaupið í ár.Í tilkynningu frá RÚV fyrr á árinu sagði að hópurinn stríddi við það lúxusvandamál að hafa nánast af of miklu að taka. Markmiðið væri að gera Skaup sem allir ættu að geta notið og stinga hæfilega fast á kýlum samfélagsins. Framleiðsla var í höndum Glassriver, framleiðslufyrirtækis í eigu Baldvins Z, Arnbjargar Hafliðadóttur, Andra Óttarssonar og Harðar Rúnarssonar.Vísir hefur tekið saman ýmis tíst sem landsmenn birtu á meðan á þættinum stóð. Dóri DNA lagði línuna fyrir Skaupið. Ef einhver segir eitthvað neikvætt um Skaupið á netinu munuð þið sjá raunverulega ástæðu þess að ég squattaði 200kg, hljóp 10 km og boxaði yfir 100 lotur á árinu.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) December 31, 2017 Auðunn Blöndal var ánægður með túlkun Þorsteins Bachmann á Baltasar Kormáki. Steini sem Balti #skaupið— Auðunn Blöndal (@Auddib) December 31, 2017 Rúnar Róberts hafði enga skoðun á Skaupinu, enda horfði hann ekki á Skaupið í flippkasti. Einu sinni er allt fyrst: Sleppi því að horfa á Skaupið í ár. Engin ástæða. Bara nennti því ekki. Verður 2018 svona “wild”! — Runar Robertsson (@RunarRoberts) December 31, 2017 Sigurður Mikael Jónsson var mjög sáttur. Ógeðslega gott Skaup. Proper öskurLOL #skaupið— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) December 31, 2017 Jóhann Jökulsson fagnaði bröndurum af skátum og klósettpappír. Ok, skátar og klósettpappír, ekki slæmt heldur #skaupið— Johann Jokulsson (@theJoinn) December 31, 2017 Sumir eru kvíðnir fyrir umræðum eftir Skaupið. Viðurkenni að ég er að æla úr kvíða yfir "jæææjaaa.. hvernig fannst þér skaupið?"— ❀ Víglundur ❀ (@viglundur) December 31, 2017 Málfræðilöggan var á sínum stað. "Reykjanesi vantar"..er skaupið ekki á RÚV? #skaup #ruv— Þórður Arnar Árnason (@doddi44) December 31, 2017 Sumir voru í fúlir. Takk @RUVSjonvarp fyrir þunglyndið sem ég fékk frá ykkur í lok ársins 2017 #skaupið -Fæ ég endurgreiðslu á afnotagjöldunum?— H. Hafsteinz (@Hafsteinz) December 31, 2017 En aðrir í skýjunum. So far besta skaup síðan..............já besta skaup sem sést hefur! #skaupið— HjaltiVignis (@HjaltiVignis) December 31, 2017 Konni fagnað endurkomu Arnar Árnasonar í Skaupið. djöfull er gott að sjá örn I tv aftur #skaupið— KonniWaage (@konninn) December 31, 2017 Sumir kunnu ekki að meta truflun í formi sprenginga á meðan Skaupinu stóð. Er ekki bannað að sprengja á meðan skaupið er? #skaupið17— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) December 31, 2017 Kjartan Atli kunni að meta Sigurð Þór leikara í hlutverki Gísla Marteins. Ok @skurdur getur stýrt vikunni ef @gislimarteinn forfallast. Enginn mun fatta neitt #skaupið17— Kjartan Atli (@kjartansson4) December 31, 2017 Agli Einarssyni fannst illa vegið að Sigmari Vilhjálmssyni. Illa komið fram við King @simmivil self made millionaire and entrepreneur! pic.twitter.com/vBI7kxM6IZ— Egill Einarsson (@EgillGillz) December 31, 2017 Knattspyrnukempa sátt. Skaupið hrikalega gott. #skaupið17— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) December 31, 2017 Daði Freyr átti lokalagið. Sterkt múv hjá @dadimakesmusic að flýja bara land til að þurfa ekki díla við frægðina eftir #skaupið— Elli Pálma (@ellipalma) December 31, 2017 Ömmur og barnabörn fögnuðu. Amma, á níræðisaldri, sagði að Skaupið hefði verið mjög gott. Ég er sammála.— Sólrún Sigurðard (@solrunsigurdar) December 31, 2017 Keli er yfirvegaður eftir Skaupið. Skaupið er nú bara sjónvarpsþáttur. Ekki upphaf og endir neins. En mér fannst samt #skaupið17 bara virkilega fínt. Hló oft.— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) December 31, 2017 Fanney Birna kann vel við kynslóðaskiptin. Sterk kynslóðaskipti í Skaupinu. Ekki hlutlaus, en 10/10 imo! #skaupið #skaupið2017— Fanney Birna (@fanneybj) December 31, 2017 Fleiri tíst má sjá hér að neðan. Tweets about skaupið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira
Áramótaskaupið fékk misgóðar móttökur eins og jafnan en áhorfendur voru duglegir að setja inn færslur á Twitter. Heilt yfir virðist hafa verið ánægja með Skaupið en sem fyrr eru skoðanir skiptar. Leikstjórn var í höndum Arnórs Pálma Arnarsonar sem leikstýrði og skrifaði meðal annars þættina Ligeglad. Arnór var einnig í höfundateyminu ásamt þeim Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergi Ebba Benediktssyni, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur sem leiddu handritavinnuna. Dóra er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York með sérstaka áherslu á sketsaskrif. Anna Svava og Saga hafa báðar tekið þátt í gerð Skaupsins áður en hinir höfundarnir hafa verið leiðandi í uppistandi og gerð gamanefnis á síðustu árum. Fólkið á bak við Skaupið í ár.Í tilkynningu frá RÚV fyrr á árinu sagði að hópurinn stríddi við það lúxusvandamál að hafa nánast af of miklu að taka. Markmiðið væri að gera Skaup sem allir ættu að geta notið og stinga hæfilega fast á kýlum samfélagsins. Framleiðsla var í höndum Glassriver, framleiðslufyrirtækis í eigu Baldvins Z, Arnbjargar Hafliðadóttur, Andra Óttarssonar og Harðar Rúnarssonar.Vísir hefur tekið saman ýmis tíst sem landsmenn birtu á meðan á þættinum stóð. Dóri DNA lagði línuna fyrir Skaupið. Ef einhver segir eitthvað neikvætt um Skaupið á netinu munuð þið sjá raunverulega ástæðu þess að ég squattaði 200kg, hljóp 10 km og boxaði yfir 100 lotur á árinu.— Halldór Halldórsson (@DNADORI) December 31, 2017 Auðunn Blöndal var ánægður með túlkun Þorsteins Bachmann á Baltasar Kormáki. Steini sem Balti #skaupið— Auðunn Blöndal (@Auddib) December 31, 2017 Rúnar Róberts hafði enga skoðun á Skaupinu, enda horfði hann ekki á Skaupið í flippkasti. Einu sinni er allt fyrst: Sleppi því að horfa á Skaupið í ár. Engin ástæða. Bara nennti því ekki. Verður 2018 svona “wild”! — Runar Robertsson (@RunarRoberts) December 31, 2017 Sigurður Mikael Jónsson var mjög sáttur. Ógeðslega gott Skaup. Proper öskurLOL #skaupið— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) December 31, 2017 Jóhann Jökulsson fagnaði bröndurum af skátum og klósettpappír. Ok, skátar og klósettpappír, ekki slæmt heldur #skaupið— Johann Jokulsson (@theJoinn) December 31, 2017 Sumir eru kvíðnir fyrir umræðum eftir Skaupið. Viðurkenni að ég er að æla úr kvíða yfir "jæææjaaa.. hvernig fannst þér skaupið?"— ❀ Víglundur ❀ (@viglundur) December 31, 2017 Málfræðilöggan var á sínum stað. "Reykjanesi vantar"..er skaupið ekki á RÚV? #skaup #ruv— Þórður Arnar Árnason (@doddi44) December 31, 2017 Sumir voru í fúlir. Takk @RUVSjonvarp fyrir þunglyndið sem ég fékk frá ykkur í lok ársins 2017 #skaupið -Fæ ég endurgreiðslu á afnotagjöldunum?— H. Hafsteinz (@Hafsteinz) December 31, 2017 En aðrir í skýjunum. So far besta skaup síðan..............já besta skaup sem sést hefur! #skaupið— HjaltiVignis (@HjaltiVignis) December 31, 2017 Konni fagnað endurkomu Arnar Árnasonar í Skaupið. djöfull er gott að sjá örn I tv aftur #skaupið— KonniWaage (@konninn) December 31, 2017 Sumir kunnu ekki að meta truflun í formi sprenginga á meðan Skaupinu stóð. Er ekki bannað að sprengja á meðan skaupið er? #skaupið17— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) December 31, 2017 Kjartan Atli kunni að meta Sigurð Þór leikara í hlutverki Gísla Marteins. Ok @skurdur getur stýrt vikunni ef @gislimarteinn forfallast. Enginn mun fatta neitt #skaupið17— Kjartan Atli (@kjartansson4) December 31, 2017 Agli Einarssyni fannst illa vegið að Sigmari Vilhjálmssyni. Illa komið fram við King @simmivil self made millionaire and entrepreneur! pic.twitter.com/vBI7kxM6IZ— Egill Einarsson (@EgillGillz) December 31, 2017 Knattspyrnukempa sátt. Skaupið hrikalega gott. #skaupið17— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) December 31, 2017 Daði Freyr átti lokalagið. Sterkt múv hjá @dadimakesmusic að flýja bara land til að þurfa ekki díla við frægðina eftir #skaupið— Elli Pálma (@ellipalma) December 31, 2017 Ömmur og barnabörn fögnuðu. Amma, á níræðisaldri, sagði að Skaupið hefði verið mjög gott. Ég er sammála.— Sólrún Sigurðard (@solrunsigurdar) December 31, 2017 Keli er yfirvegaður eftir Skaupið. Skaupið er nú bara sjónvarpsþáttur. Ekki upphaf og endir neins. En mér fannst samt #skaupið17 bara virkilega fínt. Hló oft.— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) December 31, 2017 Fanney Birna kann vel við kynslóðaskiptin. Sterk kynslóðaskipti í Skaupinu. Ekki hlutlaus, en 10/10 imo! #skaupið #skaupið2017— Fanney Birna (@fanneybj) December 31, 2017 Fleiri tíst má sjá hér að neðan. Tweets about skaupið
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Sjá meira