Öryggisgæslan á Manhattan stóraukin Nína Hjördís Þorkelsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 31. desember 2017 13:33 Öryggisgæsla á Manhattan í New York hefur verið stórlega aukin vegna gamlárskvölds og hafa verið settir upp stórir steyputálmar nálægt Times Square til að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Embættismenn í New York segjast reikna með að ein milljón manna muni koma saman á Times Square og fylgjast með þegar kristalkúlan sígur niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square á miðnætti, venju samkvæmt. Öryggisgæsla við hefur verið stórlega efld og hefur eitt þúsund öryggismyndavélum verið komið fyrir í og við Times Square. Þá verður metfjöldi lögreglumanna á vakt á staðnum. Steyputálmar sem settir hafa verið upp við torgið eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Íbúar New York borgar og ferðamenn á svæðinu virtust þó ekki kippa sér mikið upp við ráðstafanirnar. „Þetta er nauðsynlegt þótt slæmt sé. Ég vil frekar ganga umhverfis tálma en að bíll keyri inn í hóp gangandi fólks,“ sagði einn vegfarenda sem staddur var á Times Square. Maki Haberfeld, prófessor í lögreglufræðum við John Jay College í New York, benti á að lögreglan væri ekki eina löggæslustofnunin sem yrði sjáanleg við Times-torg í kvöld. „Við sjáum ekki aðeins lögregluna í New York heldur einnig aðrar löggæslustofnanir, lögreglu New York ríkis, þjóðvarðliðið og löggæslumenn samgöngumála í borginni verða sýnilegri.“Nístingskuldi í kortunumKuldakast hefur ríkt víða á austurströnd Bandaríkjanna yfir hátíðarnar og spáð er fimbulkulda, eða um tíu stiga frosti, í New York borg í kvöld. Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian hafa borgaryfirvöld ráðlagt fólki sem hyggst vera við Times-torg í kvöld að gæta þess að hylja óvarða líkamshluta og nota húfu, trefil og hanska. Þá vöruðu yfirvöld sérstaklega við áfengisdrykkju enda getur neysla áfengis stuðlað að auknu varmatapi. Slökkviliðsmenn verða í viðbragsstöðu í kvöld og veita læknisaðstoð ef þess þarf en einnig verður veðurfræðingur á vettvangi og mun hann fylgjast grannt með veðrinu. Hátíðahöldin á Times Square fara fram á afgirtu svæði utandyra en þeir sem vilja tryggja sér gott pláss á svæðinu þurfa að mæta talsvert löngu fyrir miðnætti, eða í kringum kvöldmatarleyti. Er því ljóst að þátttakendur í hátíðahöldunum munu þurfa að hírast í kuldanum í nokkrar klukkustundir. Tengdar fréttir Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Öryggisgæsla á Manhattan í New York hefur verið stórlega aukin vegna gamlárskvölds og hafa verið settir upp stórir steyputálmar nálægt Times Square til að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Embættismenn í New York segjast reikna með að ein milljón manna muni koma saman á Times Square og fylgjast með þegar kristalkúlan sígur niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square á miðnætti, venju samkvæmt. Öryggisgæsla við hefur verið stórlega efld og hefur eitt þúsund öryggismyndavélum verið komið fyrir í og við Times Square. Þá verður metfjöldi lögreglumanna á vakt á staðnum. Steyputálmar sem settir hafa verið upp við torgið eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Íbúar New York borgar og ferðamenn á svæðinu virtust þó ekki kippa sér mikið upp við ráðstafanirnar. „Þetta er nauðsynlegt þótt slæmt sé. Ég vil frekar ganga umhverfis tálma en að bíll keyri inn í hóp gangandi fólks,“ sagði einn vegfarenda sem staddur var á Times Square. Maki Haberfeld, prófessor í lögreglufræðum við John Jay College í New York, benti á að lögreglan væri ekki eina löggæslustofnunin sem yrði sjáanleg við Times-torg í kvöld. „Við sjáum ekki aðeins lögregluna í New York heldur einnig aðrar löggæslustofnanir, lögreglu New York ríkis, þjóðvarðliðið og löggæslumenn samgöngumála í borginni verða sýnilegri.“Nístingskuldi í kortunumKuldakast hefur ríkt víða á austurströnd Bandaríkjanna yfir hátíðarnar og spáð er fimbulkulda, eða um tíu stiga frosti, í New York borg í kvöld. Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian hafa borgaryfirvöld ráðlagt fólki sem hyggst vera við Times-torg í kvöld að gæta þess að hylja óvarða líkamshluta og nota húfu, trefil og hanska. Þá vöruðu yfirvöld sérstaklega við áfengisdrykkju enda getur neysla áfengis stuðlað að auknu varmatapi. Slökkviliðsmenn verða í viðbragsstöðu í kvöld og veita læknisaðstoð ef þess þarf en einnig verður veðurfræðingur á vettvangi og mun hann fylgjast grannt með veðrinu. Hátíðahöldin á Times Square fara fram á afgirtu svæði utandyra en þeir sem vilja tryggja sér gott pláss á svæðinu þurfa að mæta talsvert löngu fyrir miðnætti, eða í kringum kvöldmatarleyti. Er því ljóst að þátttakendur í hátíðahöldunum munu þurfa að hírast í kuldanum í nokkrar klukkustundir.
Tengdar fréttir Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56