Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbert Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2017 09:31 George Papadopoulos var ráðgjafi framboðs Donald Trump í utanríkismálum í sjálfboðastarfi. Vísir/AFP Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsókn sína á meintu samstarfi framboðs Donald Trump og yfirvöldum í Rússlandi eftir að George Papadopoulos, sem var ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, sagði embættismanni frá Ástralíu að Rússar sætu á upplýsingum sem myndu koma sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Þetta var í maí í fyrra eða um tveimur mánuðum áður en upplýsingar úr tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins voru gerðar opinberar. Papadopoulos mun hafa sagt þetta við Alexander Downer eftir mikla drykkju. Leyniþjónustur og öryggisstofnanir eiga í nánu samstarfi við stofnanir Bandaríkjanna og tilkynntu Ástralar ummæli Papadopoulos til Alríkislögreglunnar, eða FBI.Samkvæmt frétt New York Times, sem byggir á samtölum við ástralska og bandaríska embættismenn, hafði Papadopoulos fengið þessar upplýsingar um þremur vikum áður frá maltneskum prófessor með tengsl við Utanríkisráðuneyti Rússlands.Starfar með rannsakendum Papadopoulos hefur játað að hafa logið að starfsmanni FBI um fundi sína við rússneska embættismenn og er vitni í rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller. Starfsmenn Trump hafa haldið því fram að Papadopoulos hafi verið áhrifalaus sjálfboðaliði hjá framboði forsetans eða „kaffi strákur“ en New York Times segir að gögn sem blaðamenn miðilsins hafi undir höndum sýni að svo sé ekki. Papadopoulos hafi til dæmis komið á fundi á milli Trump og Abdel Fattah el-Sissi, forseta Egyptalands, tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í fyrra. Þá var Papadopoulos hættur hjá framboðinu. Donald Trump og ýmsir bandamenn hans hafa gagnrýnt rannsókn Mueller og FBI harðlega að undanförnu. Meðal annars hefur því verið haldið fram að rannsókn FBI hafi byrjað eftir að „Steele-skýrslan“ svokallaða hafi litið dagsins ljós.Sjá einnig: Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlegaÞað er skýrsla sem unnin var af fyrrverandi breskum leyniþjónustumanni sem rannsakaði tengsl Trump við Rússland og umsvif hans þar. Steele var upprunalega ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forvali flokksins var skýrslan fjármögnuð af framboði Hillary Clinton. Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari eftir að Donald Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknar stofnunarinnar á meintu samstarfi framboðsins og Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna hóf rannsókn sína á meintu samstarfi framboðs Donald Trump og yfirvöldum í Rússlandi eftir að George Papadopoulos, sem var ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum, sagði embættismanni frá Ástralíu að Rússar sætu á upplýsingum sem myndu koma sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Þetta var í maí í fyrra eða um tveimur mánuðum áður en upplýsingar úr tölvuárásinni á landsnefnd Demókrataflokksins voru gerðar opinberar. Papadopoulos mun hafa sagt þetta við Alexander Downer eftir mikla drykkju. Leyniþjónustur og öryggisstofnanir eiga í nánu samstarfi við stofnanir Bandaríkjanna og tilkynntu Ástralar ummæli Papadopoulos til Alríkislögreglunnar, eða FBI.Samkvæmt frétt New York Times, sem byggir á samtölum við ástralska og bandaríska embættismenn, hafði Papadopoulos fengið þessar upplýsingar um þremur vikum áður frá maltneskum prófessor með tengsl við Utanríkisráðuneyti Rússlands.Starfar með rannsakendum Papadopoulos hefur játað að hafa logið að starfsmanni FBI um fundi sína við rússneska embættismenn og er vitni í rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller. Starfsmenn Trump hafa haldið því fram að Papadopoulos hafi verið áhrifalaus sjálfboðaliði hjá framboði forsetans eða „kaffi strákur“ en New York Times segir að gögn sem blaðamenn miðilsins hafi undir höndum sýni að svo sé ekki. Papadopoulos hafi til dæmis komið á fundi á milli Trump og Abdel Fattah el-Sissi, forseta Egyptalands, tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í fyrra. Þá var Papadopoulos hættur hjá framboðinu. Donald Trump og ýmsir bandamenn hans hafa gagnrýnt rannsókn Mueller og FBI harðlega að undanförnu. Meðal annars hefur því verið haldið fram að rannsókn FBI hafi byrjað eftir að „Steele-skýrslan“ svokallaða hafi litið dagsins ljós.Sjá einnig: Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlegaÞað er skýrsla sem unnin var af fyrrverandi breskum leyniþjónustumanni sem rannsakaði tengsl Trump við Rússland og umsvif hans þar. Steele var upprunalega ráðinn af andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins en eftir að Trump bar sigur úr býtum í forvali flokksins var skýrslan fjármögnuð af framboði Hillary Clinton. Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari eftir að Donald Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknar stofnunarinnar á meintu samstarfi framboðsins og Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30 Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21 Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29 Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42 Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15 Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19 Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18 Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Trump segir orðspor FBI í molum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vandar bandarísku alríkislögreglunni FBI ekki kveðjurnar á Twitter síðu sinni í dag. Hann segir orðspor FBI í molum. 3. desember 2017 20:30
Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Alríkislögreglumaður sem vann við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa skipst á skilaboðum við hjákonu sína sem túlka mætti sem neikvæð um Trump forseta. 3. desember 2017 07:21
Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Bandaríkjaforseti bað nokkra þingmenn repúblikana um að ljúka rannsókn Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í sumar. 1. desember 2017 09:29
Banki á Kýpur með tengsl við Rússland til rannsóknar hjá FBI Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur beðið yfirvöld á Kýpur um upplýsingar er varða fjárhag banka sem nú hefur verið lokað en var notaður af ríkum, rússneskum stjórnmálamönnum. 24. desember 2017 12:42
Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Einhverjir stuðningsmenn Trump hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. 18. desember 2017 13:15
Með tugi þúsunda tölvupósta frá Trump-teyminu Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa komist yfir tugi þúsunda tölvupósta frá teymi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, 17. desember 2017 08:19
Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Fyrrverandi kosningarstjóri Trump sem er ákærður fyrir peningaþvætti og fleira er sagður hafa unnið að skoðanagrein um eigin störf með rússneskum samstarfsmanni á laun. 5. desember 2017 15:18