Nálgunarbann virt að vettugi: „Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. desember 2017 15:35 Eva fékk nálgunarbann á manninn 18. september en hann hefur ítrekað brotið gegn því. Skjáskot „Þetta var allt sýndarmennska hjá lögreglunni því þetta nálgunarbann gerði ekkert fyrir mig. Lögreglan sagði við mig að ef hann myndi hafa samband við mig yrði hann handtekinn strax.“ Þetta segir Eva Riley Stonestreet í samtali við Vísi en hún hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eins og Stöð 2 greindi frá í september hefur eltihrellirinn ítrekað áreitt Evu og fjölskyldu hennar og sent þeim ógeðfelld skilaboð. „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt. Það er ekki búið að gera neitt og það mun ekki vera neitt gert,“ sagði Eva í september.Fékk nálgunarbann í kjölfar fréttaflutningsinsEva fékk nálgunarbann á manninn 18. september. „Þá segir lögreglufulltrúi við mig að ef hann hefur samband við mig eigi ég að hringja strax í lögregluna og að hann verði handtekinn um leið,“ segir hún. Það leið einungis mánuður þar til hann byrjaði að áreita hana að nýju. Hún hafi í kjölfarið hringt í neyðarlínuna eins og henni hafi verið sagt að gera en ekki fengið neina hjálp. „Eftir það hugsaði ég að lögreglan væri ekki að fara að gera neitt og það væri til einskis að reyna að hafa samband við hana.“ „Síðan byrjar hann að hafa samband við mömmu mína og þá hef ég samband við geðdeildina. Ég spyr af hverju það sé ekki verið að fylgjast með manninum. Þá ætluðu þau að reyna að finna lækni sem kannast við hann. Ég hef ekki heyrt neitt í þeim aftur,“ segir Eva.„Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“Maðurinn sendi Evu mynd í gær sem fyllti mælinn. Hafði hún því samband við lögreglu í dag. Segir hún að lögreglan hafi verið dónaleg og sýnt málinu lítinn skilning. „Lögreglufulltrúinn spyr hvort eltihrellirinn sé að nálgast mig en það er ekki þannig. Þá segir hann mér að koma bara á næsta virka degi á skrifstofutíma.“ Hún hafi spurt lögreglufulltrúann af hverju ekki væri staðið við það að handtaka manninn þar sem hann hafi brotið gegn nálgunarbanni. „Hann svarar því ekkert og er mjög dónalegur við mig.“ Eva segir að úrræðaleysið sé algjört og að hún sé ráðþrota. „Ég er búinn að hafa samband við geðdeildina og lögregluna sem sá um nálgunarbannið en ég fæ engin svör. Hvað ætli þessi sýndarmennska hjá lögreglunni hafi kostað ríkissjóð mikið?“ Eva deildi myndbandi þar sem hún greinir frá stöðu mála á Facebook-síðu sinni í dag. Hægt er að horfa á það hér að neðan.Ekki gekk að fá svör frá lögreglunni um mál Evu við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
„Þetta var allt sýndarmennska hjá lögreglunni því þetta nálgunarbann gerði ekkert fyrir mig. Lögreglan sagði við mig að ef hann myndi hafa samband við mig yrði hann handtekinn strax.“ Þetta segir Eva Riley Stonestreet í samtali við Vísi en hún hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eins og Stöð 2 greindi frá í september hefur eltihrellirinn ítrekað áreitt Evu og fjölskyldu hennar og sent þeim ógeðfelld skilaboð. „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt. Það er ekki búið að gera neitt og það mun ekki vera neitt gert,“ sagði Eva í september.Fékk nálgunarbann í kjölfar fréttaflutningsinsEva fékk nálgunarbann á manninn 18. september. „Þá segir lögreglufulltrúi við mig að ef hann hefur samband við mig eigi ég að hringja strax í lögregluna og að hann verði handtekinn um leið,“ segir hún. Það leið einungis mánuður þar til hann byrjaði að áreita hana að nýju. Hún hafi í kjölfarið hringt í neyðarlínuna eins og henni hafi verið sagt að gera en ekki fengið neina hjálp. „Eftir það hugsaði ég að lögreglan væri ekki að fara að gera neitt og það væri til einskis að reyna að hafa samband við hana.“ „Síðan byrjar hann að hafa samband við mömmu mína og þá hef ég samband við geðdeildina. Ég spyr af hverju það sé ekki verið að fylgjast með manninum. Þá ætluðu þau að reyna að finna lækni sem kannast við hann. Ég hef ekki heyrt neitt í þeim aftur,“ segir Eva.„Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“Maðurinn sendi Evu mynd í gær sem fyllti mælinn. Hafði hún því samband við lögreglu í dag. Segir hún að lögreglan hafi verið dónaleg og sýnt málinu lítinn skilning. „Lögreglufulltrúinn spyr hvort eltihrellirinn sé að nálgast mig en það er ekki þannig. Þá segir hann mér að koma bara á næsta virka degi á skrifstofutíma.“ Hún hafi spurt lögreglufulltrúann af hverju ekki væri staðið við það að handtaka manninn þar sem hann hafi brotið gegn nálgunarbanni. „Hann svarar því ekkert og er mjög dónalegur við mig.“ Eva segir að úrræðaleysið sé algjört og að hún sé ráðþrota. „Ég er búinn að hafa samband við geðdeildina og lögregluna sem sá um nálgunarbannið en ég fæ engin svör. Hvað ætli þessi sýndarmennska hjá lögreglunni hafi kostað ríkissjóð mikið?“ Eva deildi myndbandi þar sem hún greinir frá stöðu mála á Facebook-síðu sinni í dag. Hægt er að horfa á það hér að neðan.Ekki gekk að fá svör frá lögreglunni um mál Evu við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira