Aðgerðir stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt skýrast Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. desember 2017 10:46 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda sauðfjárbænda. Vísir/Anton Brink Alþingi hefur samþykkt tillögur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að í fjáraukalögum 2017 verði varið 665 milljónum króna til að koma til móts við sauðfjárbændur. Þá verði málefni ungra sauðfjárbænda tekin til sérstakrar skoðunar af Byggðastofnun. Bændur munu eiga kost á greiðslum sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Til þessa verkefnis verði varið 400 milljónum króna. Þá er 150 milljónum króna varið aukalega í svæðisbundinn stuðning við bændur sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan bús vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar þeim 150 milljónum króna sem varið er til þessara mála samkvæmt gildandi búvörusamningi.Málefni ungra sauðfjárbænda tekin sérstaklega til skoðunar Einnig á að ráðast í úttekt á afurðarstöðvakerfinu sem verður grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Til þessa verkefnis verður varið allt að 65 milljónum króna. Verkefni er lúta að kolefnisjöfnun eru styrkt sérstaklega. Þá er lögð áhersla á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða og að styrkja útflutning. Um 50 milljónum króna verður varið í það að undirbyggja framangreind verkefni og tengja þau við endurskoðun búvörusamninga. Málefni ungra sauðfjárbænda verða tekin sérstaklega til skoðunar af Byggðastofnun í ljósi umræðu um skuldavanda þeirra. Úrræði eins og endurfjármögnun og lenging lána verða kannaðir sérstaklega.Afurðaverð til bænda fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðnaÁ vef Stjórnarráðsins segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda. Bendir hann á að afurðaverð til bænda hafi fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðna. „Ég vona að um málið geti myndast pólitísk sátt enda erum við að styrkja tekjugrundvöll greinarinnar og jafnframt að styðja þá bændur sem byggja tekjur sínar nær alfarið á búrekstrinum,“ segir Kristján Þór. Þá segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að samtökin fagni því að komnar séu fram aðgerðir gagnvart greininni. „Það er mikilvægt að brugðist sé strax við þeim rekstrarvanda sem bædnur standa frammi fyrir. Þá telja samtökin einnig jákvætt að farið verði í úttekt á afurðageiranum enda greining sem er nauðsynlegur liður fyrir framtíðarlausnir,“ segir hún. Oddný nefnir jafnframt að í framhaldinu sé nauðsynlegt að fara í frekari vinnu til framtíðarlausna og að mikilvægt sé að fyrir liggi ákveðið ferli. Ekki sé ásættanlegt að þurfa að treysta á sértækar aðgerðir þegar fall verður á mörkuðum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt tillögur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að í fjáraukalögum 2017 verði varið 665 milljónum króna til að koma til móts við sauðfjárbændur. Þá verði málefni ungra sauðfjárbænda tekin til sérstakrar skoðunar af Byggðastofnun. Bændur munu eiga kost á greiðslum sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Til þessa verkefnis verði varið 400 milljónum króna. Þá er 150 milljónum króna varið aukalega í svæðisbundinn stuðning við bændur sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan bús vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar þeim 150 milljónum króna sem varið er til þessara mála samkvæmt gildandi búvörusamningi.Málefni ungra sauðfjárbænda tekin sérstaklega til skoðunar Einnig á að ráðast í úttekt á afurðarstöðvakerfinu sem verður grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Til þessa verkefnis verður varið allt að 65 milljónum króna. Verkefni er lúta að kolefnisjöfnun eru styrkt sérstaklega. Þá er lögð áhersla á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða og að styrkja útflutning. Um 50 milljónum króna verður varið í það að undirbyggja framangreind verkefni og tengja þau við endurskoðun búvörusamninga. Málefni ungra sauðfjárbænda verða tekin sérstaklega til skoðunar af Byggðastofnun í ljósi umræðu um skuldavanda þeirra. Úrræði eins og endurfjármögnun og lenging lána verða kannaðir sérstaklega.Afurðaverð til bænda fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðnaÁ vef Stjórnarráðsins segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda. Bendir hann á að afurðaverð til bænda hafi fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðna. „Ég vona að um málið geti myndast pólitísk sátt enda erum við að styrkja tekjugrundvöll greinarinnar og jafnframt að styðja þá bændur sem byggja tekjur sínar nær alfarið á búrekstrinum,“ segir Kristján Þór. Þá segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að samtökin fagni því að komnar séu fram aðgerðir gagnvart greininni. „Það er mikilvægt að brugðist sé strax við þeim rekstrarvanda sem bædnur standa frammi fyrir. Þá telja samtökin einnig jákvætt að farið verði í úttekt á afurðageiranum enda greining sem er nauðsynlegur liður fyrir framtíðarlausnir,“ segir hún. Oddný nefnir jafnframt að í framhaldinu sé nauðsynlegt að fara í frekari vinnu til framtíðarlausna og að mikilvægt sé að fyrir liggi ákveðið ferli. Ekki sé ásættanlegt að þurfa að treysta á sértækar aðgerðir þegar fall verður á mörkuðum vegna utanaðkomandi aðstæðna.
Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira