Aðgerðir stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt skýrast Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. desember 2017 10:46 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda sauðfjárbænda. Vísir/Anton Brink Alþingi hefur samþykkt tillögur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að í fjáraukalögum 2017 verði varið 665 milljónum króna til að koma til móts við sauðfjárbændur. Þá verði málefni ungra sauðfjárbænda tekin til sérstakrar skoðunar af Byggðastofnun. Bændur munu eiga kost á greiðslum sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Til þessa verkefnis verði varið 400 milljónum króna. Þá er 150 milljónum króna varið aukalega í svæðisbundinn stuðning við bændur sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan bús vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar þeim 150 milljónum króna sem varið er til þessara mála samkvæmt gildandi búvörusamningi.Málefni ungra sauðfjárbænda tekin sérstaklega til skoðunar Einnig á að ráðast í úttekt á afurðarstöðvakerfinu sem verður grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Til þessa verkefnis verður varið allt að 65 milljónum króna. Verkefni er lúta að kolefnisjöfnun eru styrkt sérstaklega. Þá er lögð áhersla á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða og að styrkja útflutning. Um 50 milljónum króna verður varið í það að undirbyggja framangreind verkefni og tengja þau við endurskoðun búvörusamninga. Málefni ungra sauðfjárbænda verða tekin sérstaklega til skoðunar af Byggðastofnun í ljósi umræðu um skuldavanda þeirra. Úrræði eins og endurfjármögnun og lenging lána verða kannaðir sérstaklega.Afurðaverð til bænda fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðnaÁ vef Stjórnarráðsins segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda. Bendir hann á að afurðaverð til bænda hafi fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðna. „Ég vona að um málið geti myndast pólitísk sátt enda erum við að styrkja tekjugrundvöll greinarinnar og jafnframt að styðja þá bændur sem byggja tekjur sínar nær alfarið á búrekstrinum,“ segir Kristján Þór. Þá segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að samtökin fagni því að komnar séu fram aðgerðir gagnvart greininni. „Það er mikilvægt að brugðist sé strax við þeim rekstrarvanda sem bædnur standa frammi fyrir. Þá telja samtökin einnig jákvætt að farið verði í úttekt á afurðageiranum enda greining sem er nauðsynlegur liður fyrir framtíðarlausnir,“ segir hún. Oddný nefnir jafnframt að í framhaldinu sé nauðsynlegt að fara í frekari vinnu til framtíðarlausna og að mikilvægt sé að fyrir liggi ákveðið ferli. Ekki sé ásættanlegt að þurfa að treysta á sértækar aðgerðir þegar fall verður á mörkuðum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt tillögur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að í fjáraukalögum 2017 verði varið 665 milljónum króna til að koma til móts við sauðfjárbændur. Þá verði málefni ungra sauðfjárbænda tekin til sérstakrar skoðunar af Byggðastofnun. Bændur munu eiga kost á greiðslum sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Til þessa verkefnis verði varið 400 milljónum króna. Þá er 150 milljónum króna varið aukalega í svæðisbundinn stuðning við bændur sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan bús vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar þeim 150 milljónum króna sem varið er til þessara mála samkvæmt gildandi búvörusamningi.Málefni ungra sauðfjárbænda tekin sérstaklega til skoðunar Einnig á að ráðast í úttekt á afurðarstöðvakerfinu sem verður grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Til þessa verkefnis verður varið allt að 65 milljónum króna. Verkefni er lúta að kolefnisjöfnun eru styrkt sérstaklega. Þá er lögð áhersla á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða og að styrkja útflutning. Um 50 milljónum króna verður varið í það að undirbyggja framangreind verkefni og tengja þau við endurskoðun búvörusamninga. Málefni ungra sauðfjárbænda verða tekin sérstaklega til skoðunar af Byggðastofnun í ljósi umræðu um skuldavanda þeirra. Úrræði eins og endurfjármögnun og lenging lána verða kannaðir sérstaklega.Afurðaverð til bænda fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðnaÁ vef Stjórnarráðsins segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda. Bendir hann á að afurðaverð til bænda hafi fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðna. „Ég vona að um málið geti myndast pólitísk sátt enda erum við að styrkja tekjugrundvöll greinarinnar og jafnframt að styðja þá bændur sem byggja tekjur sínar nær alfarið á búrekstrinum,“ segir Kristján Þór. Þá segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að samtökin fagni því að komnar séu fram aðgerðir gagnvart greininni. „Það er mikilvægt að brugðist sé strax við þeim rekstrarvanda sem bædnur standa frammi fyrir. Þá telja samtökin einnig jákvætt að farið verði í úttekt á afurðageiranum enda greining sem er nauðsynlegur liður fyrir framtíðarlausnir,“ segir hún. Oddný nefnir jafnframt að í framhaldinu sé nauðsynlegt að fara í frekari vinnu til framtíðarlausna og að mikilvægt sé að fyrir liggi ákveðið ferli. Ekki sé ásættanlegt að þurfa að treysta á sértækar aðgerðir þegar fall verður á mörkuðum vegna utanaðkomandi aðstæðna.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira