Heildarfasteignamat íbúða fer í tæpa fimm þúsund milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2017 19:30 Fasteignamat hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. vísir/eyþór Fasteignamat íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Íslandi fyrir næsta ár er 7.300 milljarðar króna og hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. Hækkun á mati íbúðarhúsnæðis er mest á Húsavík af öllum bæjum landsins eða 42,2 prósent sem formaður Byggðaráðs bæjarins skrifar á aukna ferðaþjónustu og framkvæmdir á Bakka. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið á undanförnum árum enda skortur á íbúðahúsnæði. Hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis fyrir næsta ár á höfuðborgarsvæðinu er mest í Blesugróf eða 27,8 prósent og verður heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á landinu á næsta ári rétt tæpar 5 billjónir eða 4.980 milljarðar króna.Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli.Meðaltals hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis á landinu öllu er 15,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu er meðaltalshækkun í sérbýli 17,5 prósent og 15,4 prósent í fjölbýli. Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli. Húsavík sker sig hins vegar úr hvað varðar hækkun fasteignamats í einstökum bæjarfélögum en þar hækkar matið um hvorki meira né minna en 42,2 prósent og í sveitarfélaginu Kjósahreppi er hækkunin svipuð eða 41,3 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Húsavíkur og Norðurþings segir uppbygginguna á Bakka hluta af skýringunni á mikilli hækkun fasteignamats. „Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Af einstökum hverfum á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin mest í Blesugróf eins og áður sagði eða 27,8 prósent og síðan í neðra Breiðholti 21,5 prósent og 20 prósent í Fellunum. Í miðborginni er meðaltalshækkunin í kring um 16 prósent, en getur þó farið vel yfir tuttugu prósent á einstökum svæðum miðborgarinnar. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir hækkun fasteignamatsins, í takti við ástandið á markaðnum.Það eru búnar að vera miklar hækkanir mörg ár í röð, er það gott?„Það er alltaf betra að hækkanir séu jafnt og þétt. Í takti við kaupmátt og aðstæður í landinu. Þannig að þessar öru hækkanir frá síðasta ári; ég get ekki sagt að þær séu slæmar, en þær hefðu mátt vera jafnari.“Eftirspurnin er auðvitað gífurleg, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu? „Já, eins og staðan er í dag vantar okkur íbúðir inn á markaðinn. Í augnablikinu er lítið til sölu þótt við sjáum fram á að það eigi eftir að batna á næstu misserum,“ segir Kjartan Hallgeirsson. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Fasteignamat íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á Íslandi fyrir næsta ár er 7.300 milljarðar króna og hækkar að meðaltali um 13,8 prósent frá þessu ári. Hækkun á mati íbúðarhúsnæðis er mest á Húsavík af öllum bæjum landsins eða 42,2 prósent sem formaður Byggðaráðs bæjarins skrifar á aukna ferðaþjónustu og framkvæmdir á Bakka. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mikið á undanförnum árum enda skortur á íbúðahúsnæði. Hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis fyrir næsta ár á höfuðborgarsvæðinu er mest í Blesugróf eða 27,8 prósent og verður heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á landinu á næsta ári rétt tæpar 5 billjónir eða 4.980 milljarðar króna.Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli.Meðaltals hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis á landinu öllu er 15,8 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu er meðaltalshækkun í sérbýli 17,5 prósent og 15,4 prósent í fjölbýli. Hækkunin er örlítið minni utan höfuðborgarsvæðisins eða 12,2 prósent í sérbýli og 13,7 prósent í fjölbýli. Húsavík sker sig hins vegar úr hvað varðar hækkun fasteignamats í einstökum bæjarfélögum en þar hækkar matið um hvorki meira né minna en 42,2 prósent og í sveitarfélaginu Kjósahreppi er hækkunin svipuð eða 41,3 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Húsavíkur og Norðurþings segir uppbygginguna á Bakka hluta af skýringunni á mikilli hækkun fasteignamats. „Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Af einstökum hverfum á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin mest í Blesugróf eins og áður sagði eða 27,8 prósent og síðan í neðra Breiðholti 21,5 prósent og 20 prósent í Fellunum. Í miðborginni er meðaltalshækkunin í kring um 16 prósent, en getur þó farið vel yfir tuttugu prósent á einstökum svæðum miðborgarinnar. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir hækkun fasteignamatsins, í takti við ástandið á markaðnum.Það eru búnar að vera miklar hækkanir mörg ár í röð, er það gott?„Það er alltaf betra að hækkanir séu jafnt og þétt. Í takti við kaupmátt og aðstæður í landinu. Þannig að þessar öru hækkanir frá síðasta ári; ég get ekki sagt að þær séu slæmar, en þær hefðu mátt vera jafnari.“Eftirspurnin er auðvitað gífurleg, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu? „Já, eins og staðan er í dag vantar okkur íbúðir inn á markaðinn. Í augnablikinu er lítið til sölu þótt við sjáum fram á að það eigi eftir að batna á næstu misserum,“ segir Kjartan Hallgeirsson.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira