Kynntu áform um uppbyggingu um tvö þúsund íbúða á ríkislóðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2017 16:15 Stefnt er að því að gefa í. Vísir/GVA Benedikt Jóhannesson, efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóðum og löndum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða í umráðum ríkisins, með aukið framboð lóða að markmiði. Komist allar spildur í uppbyggingu gætu byggst um 1.100 íbúðir, auk mögulegrar uppbyggingar til viðbótar við núverandi áætlanir í landi Keldna sem gæti að lágmarki bætt við um 900 íbúðum.Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að gert sé ráð fyrir að íbúðirnar nýtist ekki síst ungu fólki við fyrstu íbúðakaup. Lóðirnar sem um ræðir eru Landhelgisgæslulóð við Seljaveg, Lóð Borgarspítala, Lóð Listaháskólans að Laugarnesvegi 91, Keldur við Keldnaholt, Lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg, veðurstofureitur, Svæði við Þjórsárgötu og Þorragötu og Lóð við við hlið Þjóðarbókhlöðunnar. Áætlað er að Landhelgisgæslulóðin, lóð Borgarspítala, lóð Listaháskólans, Lóðð Sjómannaskólans og Veðurstofureiturinn geti samtals rúmað um 650 íbúðir. Þá kynnti aðgerðarhópur ríkisstjórnarinnar svokallaðan húsnæðissáttmála sem unnin var af aðgerðarhópi fjögurra ráðherra og fulltrúm samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sáttmálin felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af þeim aðgerðum er ofangreind viljayfirlýsing. Stefnt er að því að sveitarfélög stuðli að langtímaleigu og almennri notkun íbúða með inheimtu tómthúsagjalds, draga á úr skriffinnsku til að gera fólki í stóru húsnæði kleift að leigja frá sér íbúðir. Þá verður regluverk byggingar- og skipulagsmála einfaldað og reynt verður að skapa hvata til þess að byggðar verði smærri íbúðir. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóðum og löndum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða í umráðum ríkisins, með aukið framboð lóða að markmiði. Komist allar spildur í uppbyggingu gætu byggst um 1.100 íbúðir, auk mögulegrar uppbyggingar til viðbótar við núverandi áætlanir í landi Keldna sem gæti að lágmarki bætt við um 900 íbúðum.Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að gert sé ráð fyrir að íbúðirnar nýtist ekki síst ungu fólki við fyrstu íbúðakaup. Lóðirnar sem um ræðir eru Landhelgisgæslulóð við Seljaveg, Lóð Borgarspítala, Lóð Listaháskólans að Laugarnesvegi 91, Keldur við Keldnaholt, Lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg, veðurstofureitur, Svæði við Þjórsárgötu og Þorragötu og Lóð við við hlið Þjóðarbókhlöðunnar. Áætlað er að Landhelgisgæslulóðin, lóð Borgarspítala, lóð Listaháskólans, Lóðð Sjómannaskólans og Veðurstofureiturinn geti samtals rúmað um 650 íbúðir. Þá kynnti aðgerðarhópur ríkisstjórnarinnar svokallaðan húsnæðissáttmála sem unnin var af aðgerðarhópi fjögurra ráðherra og fulltrúm samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sáttmálin felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af þeim aðgerðum er ofangreind viljayfirlýsing. Stefnt er að því að sveitarfélög stuðli að langtímaleigu og almennri notkun íbúða með inheimtu tómthúsagjalds, draga á úr skriffinnsku til að gera fólki í stóru húsnæði kleift að leigja frá sér íbúðir. Þá verður regluverk byggingar- og skipulagsmála einfaldað og reynt verður að skapa hvata til þess að byggðar verði smærri íbúðir.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira