Jón Þór biðlar til forsetans Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2017 13:27 Jón Þór biðlar til forsetans og vill hvetja hann að skrifa ekki undir lög um Landsrétt og skipan dómara við hann. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sett sig í samband við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands með það fyrir augum að fara þess á leit við hann að forsetinn neiti að skrifa undir lög um Landsrétt. Lögum samkvæmt er það forsetinn sem skipar í embættin. Jón Þór vill að málinu verði vísað aftur til dómsmálaráðherra til ítarlegri umfjöllunar og vinnslu. Eins og fram hefur komið er stjórnarandstaðan á einu máli um að ríkisstjórnin og meirihlutinn, undir forystu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, hafi beitt gerræðislegum vinnubrögðum við skipan dómara við nýtt millidómsstig; Landsrétt. Í umræðum á þingi í gær sagði Jón Þór að augljóslega verið verið að skipa í réttinn samkvæmt flokkspólitískum línum. Það væri dýrkeypt, það þýddi að í raun væri verið að svipta þetta dómsstig öllum trúverðugleika áður en það svo mikið sem tæki til starfa. „Alþingi kaus um dómara í Landsrétt í einum pakka en ekki um hvern fyrir sig eins og lög fyrirskipa,“ segir Jón Þór á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. „Forseti Íslands verður að vera viss um þetta áður en hann skrifar undir. Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur.“ Jón Þór segist vera búinn að hringja í Guðna og var honum bent á að hringja síðar í dag. Jón Þór bendir á lög um Landsrétt. Forsetinn er síðasti útvörðurinn. „Lög um dómstóla 50/2016: Ákvæði til bráðabirgða. IV. IV. Skipun dómara við Landsrétt skal lokið eigi síðar en 1. [júní] 2017 og skulu dómarar skipaðir í embættið frá og með 1. janúar 2018. Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra skal hann senda þær forseta Íslands sem skipar í embættin, sbr. 21. gr. Samþykki Alþingi ekki tillögu ráðherra um tiltekna skipun skal ráðherra leggja nýja tillögu fyrir Alþingi til samþykktar.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sett sig í samband við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands með það fyrir augum að fara þess á leit við hann að forsetinn neiti að skrifa undir lög um Landsrétt. Lögum samkvæmt er það forsetinn sem skipar í embættin. Jón Þór vill að málinu verði vísað aftur til dómsmálaráðherra til ítarlegri umfjöllunar og vinnslu. Eins og fram hefur komið er stjórnarandstaðan á einu máli um að ríkisstjórnin og meirihlutinn, undir forystu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, hafi beitt gerræðislegum vinnubrögðum við skipan dómara við nýtt millidómsstig; Landsrétt. Í umræðum á þingi í gær sagði Jón Þór að augljóslega verið verið að skipa í réttinn samkvæmt flokkspólitískum línum. Það væri dýrkeypt, það þýddi að í raun væri verið að svipta þetta dómsstig öllum trúverðugleika áður en það svo mikið sem tæki til starfa. „Alþingi kaus um dómara í Landsrétt í einum pakka en ekki um hvern fyrir sig eins og lög fyrirskipa,“ segir Jón Þór á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. „Forseti Íslands verður að vera viss um þetta áður en hann skrifar undir. Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur.“ Jón Þór segist vera búinn að hringja í Guðna og var honum bent á að hringja síðar í dag. Jón Þór bendir á lög um Landsrétt. Forsetinn er síðasti útvörðurinn. „Lög um dómstóla 50/2016: Ákvæði til bráðabirgða. IV. IV. Skipun dómara við Landsrétt skal lokið eigi síðar en 1. [júní] 2017 og skulu dómarar skipaðir í embættið frá og með 1. janúar 2018. Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra skal hann senda þær forseta Íslands sem skipar í embættin, sbr. 21. gr. Samþykki Alþingi ekki tillögu ráðherra um tiltekna skipun skal ráðherra leggja nýja tillögu fyrir Alþingi til samþykktar.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira