Erlent

Tyrkir vara við ferðum til Þýskalands

Þórdís Valsdóttir skrifar
Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. Ráðuneyti hans hefur gefið út ferðaviðvörun fyrir Þýskaland.
Mevlüt Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. Ráðuneyti hans hefur gefið út ferðaviðvörun fyrir Þýskaland. Vísir/AFP
Utanríkisráðuneyti Tyrklands hefur gefið út ferðaviðvörun fyrir tyrkneska ríkisborgara sem búa í eða hyggjast ferðast til Þýskalands.

Yfirvöld segja að aukin rasísk orðræða og stuðning við hægri sinnaða flokka í ljósi yfirvofandi þingkosninga í Þýskalandi vera ástæðu viðvörunarinnar.

Tyrkneskir ríkisborgarar eru hvattir eindregið til að gæta fyllstu varúðar og reyna eftir fremsta megni að halda sig fjarri pólitískum fjöldafundum.  

Tyrknesk yfirvöld telja frambjóðendur byggja framboð sín á and-tyrkneskum áróðri. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu kemur fram að þýskir frambjóðendur hafi mótað framboð sín með því að ræða á neikvæðan hátt um Tyrkland í þeim tilgangi að koma í veg fyrir inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið.

Tyrknesk yfirvöld hafa sakað Þjóðverja um að skjóta skjólhúsi yfir hryðjuverkasamtök, meðal annars kúrdíska vígamen og stuðningsmenn klerksins Gulen, sem Tyrkir segja að beri ábyrgð á misheppnaðri valdránstilraun á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×