Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2017 19:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins telur mikið geta gerst á einum degi í tilraunum flokkanna til að ná saman um myndun ríkisstjórnar. Það sé eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka og meðal annars með Framsókn, Miðflokki og Flokki fóksins. Sú stjórn verður að teljast líklegust í stöðunni ásamt stjórn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar. Enn eru þreifingar í gangi um að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks og eftir atvikum Samfylkingar eða Viðreisnar. En það virðist ekki ganga vel í þeim viðræðum. Formaður Samfylkingarinnar vill að fyrri viðræður fjögurra flokka verði teknar upp aftur og að Viðreisn komi að þeim viðræðum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna snúna. Hann hafi talað við leiðtoga flestra flokka undanfarna daga en enginn augljós kostur sé í stöðunni. Þó hljóti að koma til tals að skoða samstarf stærstu þingflokkanna; Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. „Og ég hef verið að velta fyrir mér hvort það sé einhver flötur á samstarfi milli þessarra flokka með öðrum. En ég hef líka talað við aðra. Þannig að við erum bara á þessu stigi ennþá. Við erum að velta fyrir okkur þessum möguleikum,“ segir Bjarni.Bjarni vill fá umboðiðFormaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki hægt að tala um að viðræður séu á því stigi að tekist sé á um hver myndi leiða slíka stjórn. Þá sé alltaf möguleiki á myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks með Framsókn, Miðflokki og Flokki fólksins. Það geti mikið gerst á einum degi en hann treysti sér til að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á samstarf við aðra flokka. „Hvort að það hjálpar að fá það umboð núna. Ég get ekkert fullyrt um það. En mér finnst að eftir að það mistókst að mynda stjórnina sem reynt var síðast að mynda, finnst mér það vera eðlilegt næsta skref.“Að þú fáir umboðið?„Já, mér finnst það eðlilegt næsta skref. Hvernig sem úr því myndi spilast,“ segir Bjarni. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telur ekki fullreynt með myndun ríkisstjórnar þeirra fjögurra flokka sem ræddu fyrst saman undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. „Ég átti fund í morgun með Viðreisn og Katrínu. Þar ítrekaði þá skoðun mína að sú stjórn með styrkingu sem við vorum að ræða í síðustu viku væri lang líklegust til að ná friði hér í samfélaginu og byggja það upp á þann hátt sem við vildum,“ segir Logi. Formaður Viðreisnar hafi ekki tekið illa í þetta. Logi segir að líka megi skoða aðra kosti eins og sex flokka stjórnarhugmynd Sigurðar Inga Jóhannssonar. En Logi telur Katrínu hafa möguleika í stöðunni. „Til þess þarf Katrín að opna á það og ræða við þessa flokka aftur. Hún hefur val. Hún hefur völdin í dag held ég. Það verður illa mynduð stjórn án hennar og mín ósk er að hún gefi því aðeins tíma að athuga hvort ekki er hægt að fara aftur til vinstri,“ segir Logi.Katrín vill leiða ríkisstjórnKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir stöðuna enn galopna og flokkurinn hafi ekki útilokað neinn kost. „Við höfum talað fyrir því í Vinstri grænum að við séum meira en tilbúin til að leiða góða ríkisstjórn. Sem snýst um þessa samfélagslega uppbyggingu sem ég tel vera brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar og ýmis önnur góð mál,“ segir Katrín. Hún telji eðlilegt að hún leiði stjórn verði farið í samstarf við Sjálfstæðisflokk og aðra flokka. „Ég hef að sjálfsöðgu haldið þeirri sýn til haga sem við lögðum áherslu á fyrir kosningar. Að við viljum leiða góða ríkisstjórn í landinu. Auðvitað gera það ýmsir fleiri forystumenn stjórnmálaflokka. Það er nú svo að margir vilja verða til þess að leiða ríkisstjórn,“ segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins talar enn um nauðsyn þess að mynda breiða stjórn frá hægri til vinstri. Eðlilegt sé að flokkarnir fái svigrúm til að tala saman.Finnst þér að forseti Íslands eigi í dag, á morgun eða fyrir helgi að láta einhvern fá umboðið ef ykkar þreifingar hafa ekki skilað neinu?„Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins telur mikið geta gerst á einum degi í tilraunum flokkanna til að ná saman um myndun ríkisstjórnar. Það sé eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka og meðal annars með Framsókn, Miðflokki og Flokki fóksins. Sú stjórn verður að teljast líklegust í stöðunni ásamt stjórn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar. Enn eru þreifingar í gangi um að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks og eftir atvikum Samfylkingar eða Viðreisnar. En það virðist ekki ganga vel í þeim viðræðum. Formaður Samfylkingarinnar vill að fyrri viðræður fjögurra flokka verði teknar upp aftur og að Viðreisn komi að þeim viðræðum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna snúna. Hann hafi talað við leiðtoga flestra flokka undanfarna daga en enginn augljós kostur sé í stöðunni. Þó hljóti að koma til tals að skoða samstarf stærstu þingflokkanna; Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. „Og ég hef verið að velta fyrir mér hvort það sé einhver flötur á samstarfi milli þessarra flokka með öðrum. En ég hef líka talað við aðra. Þannig að við erum bara á þessu stigi ennþá. Við erum að velta fyrir okkur þessum möguleikum,“ segir Bjarni.Bjarni vill fá umboðiðFormaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki hægt að tala um að viðræður séu á því stigi að tekist sé á um hver myndi leiða slíka stjórn. Þá sé alltaf möguleiki á myndun stjórnar Sjálfstæðisflokks með Framsókn, Miðflokki og Flokki fólksins. Það geti mikið gerst á einum degi en hann treysti sér til að taka við stjórnarmyndunarumboðinu og láta reyna á samstarf við aðra flokka. „Hvort að það hjálpar að fá það umboð núna. Ég get ekkert fullyrt um það. En mér finnst að eftir að það mistókst að mynda stjórnina sem reynt var síðast að mynda, finnst mér það vera eðlilegt næsta skref.“Að þú fáir umboðið?„Já, mér finnst það eðlilegt næsta skref. Hvernig sem úr því myndi spilast,“ segir Bjarni. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telur ekki fullreynt með myndun ríkisstjórnar þeirra fjögurra flokka sem ræddu fyrst saman undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. „Ég átti fund í morgun með Viðreisn og Katrínu. Þar ítrekaði þá skoðun mína að sú stjórn með styrkingu sem við vorum að ræða í síðustu viku væri lang líklegust til að ná friði hér í samfélaginu og byggja það upp á þann hátt sem við vildum,“ segir Logi. Formaður Viðreisnar hafi ekki tekið illa í þetta. Logi segir að líka megi skoða aðra kosti eins og sex flokka stjórnarhugmynd Sigurðar Inga Jóhannssonar. En Logi telur Katrínu hafa möguleika í stöðunni. „Til þess þarf Katrín að opna á það og ræða við þessa flokka aftur. Hún hefur val. Hún hefur völdin í dag held ég. Það verður illa mynduð stjórn án hennar og mín ósk er að hún gefi því aðeins tíma að athuga hvort ekki er hægt að fara aftur til vinstri,“ segir Logi.Katrín vill leiða ríkisstjórnKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir stöðuna enn galopna og flokkurinn hafi ekki útilokað neinn kost. „Við höfum talað fyrir því í Vinstri grænum að við séum meira en tilbúin til að leiða góða ríkisstjórn. Sem snýst um þessa samfélagslega uppbyggingu sem ég tel vera brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar og ýmis önnur góð mál,“ segir Katrín. Hún telji eðlilegt að hún leiði stjórn verði farið í samstarf við Sjálfstæðisflokk og aðra flokka. „Ég hef að sjálfsöðgu haldið þeirri sýn til haga sem við lögðum áherslu á fyrir kosningar. Að við viljum leiða góða ríkisstjórn í landinu. Auðvitað gera það ýmsir fleiri forystumenn stjórnmálaflokka. Það er nú svo að margir vilja verða til þess að leiða ríkisstjórn,“ segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins talar enn um nauðsyn þess að mynda breiða stjórn frá hægri til vinstri. Eðlilegt sé að flokkarnir fái svigrúm til að tala saman.Finnst þér að forseti Íslands eigi í dag, á morgun eða fyrir helgi að láta einhvern fá umboðið ef ykkar þreifingar hafa ekki skilað neinu?„Ég held að það sé alla vega eðlilegt að við fáum svigrúm til þessarra samtala sem við erum í. Þetta er jú verksvið okkar að mynda ríkisstjórn. Það er að segja stjórnmálaflokkanna. En ef það gengur ekki er kannski eðlilegt að hann heyri í okkur aftur og finni leiðir,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira