"Ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 20:30 „Ég veit hvenær mér líður vel þannig að ég þarf að berjast við sjálfa mig þegar mér líður ekki vel,“ segir söngkonan Katharine McPhee í viðtali við tímaritið Health, en hún prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins. Katharine, sem sló fyrst í gegn árið 2006 þegar hún lenti í öðru sæti í þættinum American Idol, hefur talað opinskátt um baráttu sína við átröskun. Þegar hún tók þátt í American Idol var hún mjög langt leidd og kastaði upp allt að sjö sinnum á dag. Katharine hefur unnið mikið í sér sjálfri og gerir sér nú grein fyrir því að hún þurfi að rækta sig sjálfa, en einnig leita sér sérfræðiaðstoðar. „Ég hugsa best um mig sjálfa þegar ég fylgi öflugu ræktarplani. Og þegar ég fer í viðtalstíma hjá sérfræðingi, sem er ekki eins oft og ég vildi að það væri, finnst mér eins og ég sé að hugsa um mig. Það lætur mér líða eins og ábyrgðarfullri manneskju,“ segir söngkona, sem hefur reyndar einnig reynt fyrir sér í leiklistinni, þar á meðal í þáttunum Ugly Betty, CSI: NY og Scorpion.Katharine lenti í öðru sæti í American Idol árið 2006.Mynd / Getty ImagesÞolir ekki safakúra Hún segist ekki fara út í öfgar þegar kemur að mataræði og trúir á hinn gullna meðalveg. „Ég get ekki farið á safakúr - það er of takmarkandi fyrir mig. Reyndar finnst mér safakúrar mjög óáhugaverðir. Mér finnst gaman að borða mat. Ég elska salöt, ég elska hreinan mat; hann lætur mér líða vel. En sú fullyrðing að maður megi aldrei fá sér borgara og franskar án þess að þyngjast - ég bara trúi því ekki,“ segir þessi hæfileikaríka kona og heldur áfram. „Ef mig langar að fara eitthvað sérstakt út að borða brýt ég allar reglur. Ég fæ mér forrétt, aðalrétt, smá af þínum aðalrétti og eftirrétt, því ég elska mat.“ Katharine er enn í bataferli og hefur fengið dyggan stuðning frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Nick Cokas „Ég gerði hann oft brjálaðan greyið því ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit. Ég er hætt því, sem betur fer. Ég hef þroskast.“ Heilsa Hollywood Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég veit hvenær mér líður vel þannig að ég þarf að berjast við sjálfa mig þegar mér líður ekki vel,“ segir söngkonan Katharine McPhee í viðtali við tímaritið Health, en hún prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins. Katharine, sem sló fyrst í gegn árið 2006 þegar hún lenti í öðru sæti í þættinum American Idol, hefur talað opinskátt um baráttu sína við átröskun. Þegar hún tók þátt í American Idol var hún mjög langt leidd og kastaði upp allt að sjö sinnum á dag. Katharine hefur unnið mikið í sér sjálfri og gerir sér nú grein fyrir því að hún þurfi að rækta sig sjálfa, en einnig leita sér sérfræðiaðstoðar. „Ég hugsa best um mig sjálfa þegar ég fylgi öflugu ræktarplani. Og þegar ég fer í viðtalstíma hjá sérfræðingi, sem er ekki eins oft og ég vildi að það væri, finnst mér eins og ég sé að hugsa um mig. Það lætur mér líða eins og ábyrgðarfullri manneskju,“ segir söngkona, sem hefur reyndar einnig reynt fyrir sér í leiklistinni, þar á meðal í þáttunum Ugly Betty, CSI: NY og Scorpion.Katharine lenti í öðru sæti í American Idol árið 2006.Mynd / Getty ImagesÞolir ekki safakúra Hún segist ekki fara út í öfgar þegar kemur að mataræði og trúir á hinn gullna meðalveg. „Ég get ekki farið á safakúr - það er of takmarkandi fyrir mig. Reyndar finnst mér safakúrar mjög óáhugaverðir. Mér finnst gaman að borða mat. Ég elska salöt, ég elska hreinan mat; hann lætur mér líða vel. En sú fullyrðing að maður megi aldrei fá sér borgara og franskar án þess að þyngjast - ég bara trúi því ekki,“ segir þessi hæfileikaríka kona og heldur áfram. „Ef mig langar að fara eitthvað sérstakt út að borða brýt ég allar reglur. Ég fæ mér forrétt, aðalrétt, smá af þínum aðalrétti og eftirrétt, því ég elska mat.“ Katharine er enn í bataferli og hefur fengið dyggan stuðning frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Nick Cokas „Ég gerði hann oft brjálaðan greyið því ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit. Ég er hætt því, sem betur fer. Ég hef þroskast.“
Heilsa Hollywood Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“