Konur mega nú heita Aríel en ekki Mia Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 15:49 Litla hafmeyjan, Aríel, í Disney-kvikmyndinni Litla hafmeyjan. Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Aríel sem kvenmannsnafn en það hefur verið til í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn í mörg ár. Önnur kvenmannsnöfn sem nefndin samþykkti voru Selina, Alisa og Alíana en nafninu Mia var hafnað. Þá samþykkti nefndin jafnframt karlmannsnöfnin Jónsi og Ylfingur en hafnaði nafninu Zion. Einhverjir kannast eflaust við nafnið Aríel úr Disney-teikninmyndinni um litlu hafmeyjuna þar sem aðalsöguhetjan, sjálf hafmeyjan, ber það nafn. Er meðal annars vísað í það í úrskurði mannanafnanefndar varðandi nafnið. „Þess má einnig geta að erlendis hefur nafnmyndin Aríel áunnið sér hefð sem kvenmannsnafn en í ljósi lítillar hefðar orðsins sem mannsnafns hér á landi telur nefndin að líta beri til þess sjónarmiðs, meðal annarra, við mat á nafninu. Í þessu ljósi verður ekki séð að eiginnafnið Aríel sem kvenmannsnafn brjóti í bág við íslenskt málkerfi. Mannanafnanefnd er því á grundvelli laga um mannanöfn ekki heimilt að hafna nafninu sem eiginnafni kvenmanns,“ segir í úrskurðinum. Nafninu Mia var hins vegar hafnað eins og áður segir þar sem það uppfyllti ekki öll skilyrði 5. greinar laga um mannanöfn. Það sem á reyndi var ritháttur nafnsins sem ekki getur talist í samræmi við „almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ eins og segir í úrskurði mannanafnanefndar. Þá var karlmannsnafnið Zion ekki heldur talið samræmast almennum ritreglum íslensks máls þar sem „bókstafurinn z er ekki notaður í íslenskri stafsetningu og ekki er ritað i á undan o í ósamsettum orðum í íslenskri réttritun. Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins heimilt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar og var nafninu hafnað. Tengdar fréttir Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28 Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00 Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Aríel sem kvenmannsnafn en það hefur verið til í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn í mörg ár. Önnur kvenmannsnöfn sem nefndin samþykkti voru Selina, Alisa og Alíana en nafninu Mia var hafnað. Þá samþykkti nefndin jafnframt karlmannsnöfnin Jónsi og Ylfingur en hafnaði nafninu Zion. Einhverjir kannast eflaust við nafnið Aríel úr Disney-teikninmyndinni um litlu hafmeyjuna þar sem aðalsöguhetjan, sjálf hafmeyjan, ber það nafn. Er meðal annars vísað í það í úrskurði mannanafnanefndar varðandi nafnið. „Þess má einnig geta að erlendis hefur nafnmyndin Aríel áunnið sér hefð sem kvenmannsnafn en í ljósi lítillar hefðar orðsins sem mannsnafns hér á landi telur nefndin að líta beri til þess sjónarmiðs, meðal annarra, við mat á nafninu. Í þessu ljósi verður ekki séð að eiginnafnið Aríel sem kvenmannsnafn brjóti í bág við íslenskt málkerfi. Mannanafnanefnd er því á grundvelli laga um mannanöfn ekki heimilt að hafna nafninu sem eiginnafni kvenmanns,“ segir í úrskurðinum. Nafninu Mia var hins vegar hafnað eins og áður segir þar sem það uppfyllti ekki öll skilyrði 5. greinar laga um mannanöfn. Það sem á reyndi var ritháttur nafnsins sem ekki getur talist í samræmi við „almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ eins og segir í úrskurði mannanafnanefndar. Þá var karlmannsnafnið Zion ekki heldur talið samræmast almennum ritreglum íslensks máls þar sem „bókstafurinn z er ekki notaður í íslenskri stafsetningu og ekki er ritað i á undan o í ósamsettum orðum í íslenskri réttritun. Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins heimilt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar og var nafninu hafnað.
Tengdar fréttir Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28 Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00 Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28
Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00
Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15