Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Nú þegar hafa formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins runnið út í sandinn en Framsókn sleit þeim á mánudag og bar fyrir sig tæpan meirihluta flokkanna fjögurra á þingi. Sama dag skilaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, stjórnarmyndunarumboðinu en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur enn ekki veitt öðrum leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til stjórnarmyndunar en flokkarnir þreifa nú óformlega fyrir sér og kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni. Spurningin er hvort það muni taka jafnlangan tíma og það tók í fyrra að mynda ríkisstjórn en þá liðu tíu vikur frá kosningum og þar til ný ríkisstjórn kynnti stjórnarsáttmála sinn. Einhverjum er eflaust í fersku minni atburðarásin fyrir ári síðan en margir eru án efa búnir að gleyma öllum snúningunum sem teknir voru og tíðum ferðum formanna flokkanna á Bessastaði til forsetans. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er.29. október 2016: Landsmenn ganga til þingkosninga.30. október 2016: Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, fer til Bessastaða og biðst lausnar.31. október 2016: Enginn er með stjórnarmyndunarumboð. Formenn flokkanna gefa lítið uppi og óformlegar viðræður fara fram bak við tjöldin. Formennirnir mæta hver á fætur öðrum til Bessastaða til að ræða við forsetann um stöðu mála.1. nóvember 2016: Forsetinn ræðir áfram við forystufólk flokkanna með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar umboðs til stjórnarmyndunar á næstu dögum.2. nóvember 2016: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er boðaður til Bessastaða. Forsetinn veitir honum umboð til stjórnarmyndunar. Bjarni kveðst ætla að ræða við alla formenn flokkanna og segist ekki vera með neina ákveðna stjórn í huga.3. nóvember 2016: Bjarni fundar með leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mæta saman á fund formanns Sjálfstæðisflokksins. Að loknum fundarhöldum dagsins segist Bjarni vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður í næstu viku.4. nóvember 2016: Þreifingar halda áfram um stjórnarmyndun. Greint er frá því að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa rætt við fleiri en einn formann í dag og útilokar ekkert.5. nóvember 2016: Greint er frá því að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útiloki fjögurra flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Bjartri framtíð. 6. nóvember 2016: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir við Guðna Th. Jóhannesson, forseta, en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. Lítið annað fréttist af viðræðum flokkanna í dag og næstu daga.9. nóvember 2016: Vika er nú liðin frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið en formlegar viðræður eru ekki enn hafnar. Hann hefur þó fundað með Viðreisn og Bjartri framtíð.11. nóvember 2016: Bjarni tilkynnir forseta Íslands að Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn ætli að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni segir að hann telji ekki að það taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda ríkisstjórn.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, voru samstíga í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir ári. vísir/Anton Brink12. nóvember 2016: Formenn flokkanna þriggja funda í fjármálaráðuneytinu.13. nóvember 2016: Formennirnir þrír funda aftur um myndun ríkisstjórnar. Fundurinn stendur í ellefu klukkutíma.14. nóvember 2016: Fundarhöld Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar halda áfram.15. nóvember 2016: Bjarni Benediktsson fer til Bessastaða til fundar við forseta. Hann kveðst ekki vera með viðmælendur í augnablikinu til að mynda meirihlutastjórn.16. nóvember 2016: Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer til fundar við forsetann á Bessastöðum. Eftir fundinn greinir forsetinn fjölmiðlum frá því að Katrín sé komin með stjórnarmyndunarumboðið. Katrín segir að hún ætli að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka á morgun og vill mynda fimm flokka ríkisstjórn með gömlu stjórnarandstöðuflokkunum og Viðreisn.17. nóvember 2016: Katrín fundar með forystufólki allra flokka á Alþingi í þinghúsinu. Að fundunum kveðst hún bjartsýn en raunsæ eftir daginn og segir enn of snemmt að segja til um hvort hægt verði að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður á næstu dögum.19. nóvember 2016: Forystufólk Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funda í þinghúsinu um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. Að fundunum loknum segir Katrín að það muni skýrast á morgun hvort að formlegar viðræður hefjist.21. nóvember 2016: Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm hefjast.23. nóvember 2016: Stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm er slitið.25. nóvember 2016: Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer til Bessastaða, ræðir við forseta Íslands og skilar umboði til stjórnarmyndunar. Að fundinum loknum greinir forsetinn frá því að hann ætli ekki að veita neinum stjórnarmyndunarumboðið í bili.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræðir við fjölmiðla á Bessastöðum í nóvember í fyrra.vísir/eyþór28. nóvember 2016: Lítið er að frétta af stjórnarmynundarviðræðum en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, lætur hafa eftir sér að meira sé í gangi en menn halda og að menn séu að ræða saman þvert á flokka.29. nóvember 2016: Greint frá því að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn ætli að hefja óformlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að viðræðurnar snúist fyrst og fremst um að kanna hvort að grundvöllur sé fyrir samstarfi flokkanna í ríkisstjórn.30. nóvember 2016: Katrín og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, funda.1. desember 2016: Katrín og Bjarni slíta viðræðunum. Bjarni segir að auðvelt sé að halda því fram að nú sé stjórnarkreppa í landinu.2. desember 2016: Formenn flokkanna mæta til fundar við forseta Íslands á skrifstofu hans á Sóleyjargötu. Klukkan 16 boðar forsetinn Birgittu Jónsdóttur, leiðtoga Pírata, á fund á Bessastöðum og greinir frá því eftir fundinn að hann hafi veitt henni umboð til stjórnarmyndunar. Birgitta segir að Píratar vilji endurvekja fimm flokka viðræðurnar sem runnu út í sandinn um miðjan nóvember.5. desember 2016: Píratar, VG, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin funda í þinghúsinu um hvort að grundvöllur sé fyrir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm.6. desember 2016: Alþingi kemur saman án þess að búið sé að mynda meirihluta. Flokkarnir fimm funda svo á ný. Birgitta Jónsdóttir kveðst vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður í lok vikunnar.7. desember 2016: Lítið fréttist af stjórnarmyndun en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra í starfsstjórn, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi.9. desember 2016: Vika er nú liðin frá því að Birgitta Jónsdóttir fékk stjórnarmyndunarumboðið. Flokkarnir fimm hafa ekki hafið formlegar viðræður en Birgitta segir engu síður 90 prósent líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn á næstu sjö dögum.12. desember 2016: Birgitta heldur til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum og skilar stjórnarmyndunarumboðinu. Forseti Íslands sendir frá sér yfirlýsingu um kvöldið þar sem hann segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun. Hann hafi ákveðið að veita engum leiðtoga stjórnarmyndunarumboðið heldur hafi hann í samtölum sínum við forystufólk flokkanna minnt það á ábyrgð þeirra og skyldu til að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar.19. desember 2016: Vika er nú liðin síðan Birgitta Jónsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til forseta Íslands. Lítið hefur frést af mögulegri stjórnarmyndun enda hafa þingmenn verið önnum kafnir við að afgreiða fjárlög ársins 2017. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra í starfsstjórn, segist eftast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót.22. desember 2016: Þegar tveir dagar eru til jóla samþykkir Alþingi fjárlagafrumvarp 2017. Lítið er enn að frétta af stjórnarmyndun. Þingfundum er frestað til 24. janúar 2017.28. desember 2016: Eins og gefur að skilja heyrðist lítið af tilraunum til myndunar ríkisstjórnar yfir jólin en nú er greint frá því að leiðtogar Sjálfstæðisflokks, Viðreisna og Bjartrar framtíðar hafi hist á fundi í gær. Þá er talið að þeir ætli að funda aftur í dag.29. desember 2016: Tveir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum en enn er engin ríkisstjórn í kortunum. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna hins vegar áfram að ná saman. Ólíklegt er þó að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót.30. desember 2016: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur til Bessastaða til fundar við forseta Íslands. Bjarni fær umboð til stjórnarmyndunar og ætlar að láta reyna á myndun þriggja flokka ríkisstjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð.1. janúar 2017: Á fyrsta degi nýs árs er greint frá því að ný ríkisstjórn flokkanna þriggja verði líklega kynnt undir lok vikunnar.2. janúar 2017: Fyrsti formlegi fundur Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fer fram en að honum loknum fæst lítið uppgefið um gang viðræðnanna.4. janúar 2017: Greint frá því að Sjálfstæðisflokkurinn fái helming ráðherra í nýrri ríkisstjórn og forseta þingsins. Viðreisn fær þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram í dag. 7. janúar 2017: Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það ljóst að þriggja flokka stjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð verði að veruleika.10. janúar 2017: Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála í Gerðubergi.11. janúar 2017: Ný ríkisstjórn tekur við völdum undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Henni var slitið eftir 247 daga og er skammlífasta ríkisstjórn sem ríkt hefur á Íslandi á lýðveldistímanum.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Bjarni Benediktsson hefði beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í lok október. Það er ekki rétt heldur var það Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem baðst lausnar. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent
Tíu dagar eru nú liðnir frá því að landsmenn kusu til Alþingis í annað skiptið á einu ári. Nú þegar hafa formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins runnið út í sandinn en Framsókn sleit þeim á mánudag og bar fyrir sig tæpan meirihluta flokkanna fjögurra á þingi. Sama dag skilaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, stjórnarmyndunarumboðinu en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur enn ekki veitt öðrum leiðtoga stjórnmálaflokks umboð til stjórnarmyndunar en flokkarnir þreifa nú óformlega fyrir sér og kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni. Spurningin er hvort það muni taka jafnlangan tíma og það tók í fyrra að mynda ríkisstjórn en þá liðu tíu vikur frá kosningum og þar til ný ríkisstjórn kynnti stjórnarsáttmála sinn. Einhverjum er eflaust í fersku minni atburðarásin fyrir ári síðan en margir eru án efa búnir að gleyma öllum snúningunum sem teknir voru og tíðum ferðum formanna flokkanna á Bessastaði til forsetans. Vísir rifjar því upp atburðarásina í kringum stjórnarmyndunarviðræðurnar í fyrra sem voru nokkuð ólíkar þeim sem fara fram núna, að minnsta kosti enn sem komið er.29. október 2016: Landsmenn ganga til þingkosninga.30. október 2016: Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, fer til Bessastaða og biðst lausnar.31. október 2016: Enginn er með stjórnarmyndunarumboð. Formenn flokkanna gefa lítið uppi og óformlegar viðræður fara fram bak við tjöldin. Formennirnir mæta hver á fætur öðrum til Bessastaða til að ræða við forsetann um stöðu mála.1. nóvember 2016: Forsetinn ræðir áfram við forystufólk flokkanna með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar umboðs til stjórnarmyndunar á næstu dögum.2. nóvember 2016: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er boðaður til Bessastaða. Forsetinn veitir honum umboð til stjórnarmyndunar. Bjarni kveðst ætla að ræða við alla formenn flokkanna og segist ekki vera með neina ákveðna stjórn í huga.3. nóvember 2016: Bjarni fundar með leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mæta saman á fund formanns Sjálfstæðisflokksins. Að loknum fundarhöldum dagsins segist Bjarni vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður í næstu viku.4. nóvember 2016: Þreifingar halda áfram um stjórnarmyndun. Greint er frá því að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa rætt við fleiri en einn formann í dag og útilokar ekkert.5. nóvember 2016: Greint er frá því að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, útiloki fjögurra flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Bjartri framtíð. 6. nóvember 2016: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir við Guðna Th. Jóhannesson, forseta, en ekki fást upplýsingar um hvað þeir ræddu. Lítið annað fréttist af viðræðum flokkanna í dag og næstu daga.9. nóvember 2016: Vika er nú liðin frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið en formlegar viðræður eru ekki enn hafnar. Hann hefur þó fundað með Viðreisn og Bjartri framtíð.11. nóvember 2016: Bjarni tilkynnir forseta Íslands að Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn ætli að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni segir að hann telji ekki að það taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda ríkisstjórn.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, voru samstíga í stjórnarmyndunarviðræðunum fyrir ári. vísir/Anton Brink12. nóvember 2016: Formenn flokkanna þriggja funda í fjármálaráðuneytinu.13. nóvember 2016: Formennirnir þrír funda aftur um myndun ríkisstjórnar. Fundurinn stendur í ellefu klukkutíma.14. nóvember 2016: Fundarhöld Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar halda áfram.15. nóvember 2016: Bjarni Benediktsson fer til Bessastaða til fundar við forseta. Hann kveðst ekki vera með viðmælendur í augnablikinu til að mynda meirihlutastjórn.16. nóvember 2016: Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer til fundar við forsetann á Bessastöðum. Eftir fundinn greinir forsetinn fjölmiðlum frá því að Katrín sé komin með stjórnarmyndunarumboðið. Katrín segir að hún ætli að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka á morgun og vill mynda fimm flokka ríkisstjórn með gömlu stjórnarandstöðuflokkunum og Viðreisn.17. nóvember 2016: Katrín fundar með forystufólki allra flokka á Alþingi í þinghúsinu. Að fundunum kveðst hún bjartsýn en raunsæ eftir daginn og segir enn of snemmt að segja til um hvort hægt verði að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður á næstu dögum.19. nóvember 2016: Forystufólk Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funda í þinghúsinu um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. Að fundunum loknum segir Katrín að það muni skýrast á morgun hvort að formlegar viðræður hefjist.21. nóvember 2016: Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm hefjast.23. nóvember 2016: Stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm er slitið.25. nóvember 2016: Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer til Bessastaða, ræðir við forseta Íslands og skilar umboði til stjórnarmyndunar. Að fundinum loknum greinir forsetinn frá því að hann ætli ekki að veita neinum stjórnarmyndunarumboðið í bili.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræðir við fjölmiðla á Bessastöðum í nóvember í fyrra.vísir/eyþór28. nóvember 2016: Lítið er að frétta af stjórnarmynundarviðræðum en Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, lætur hafa eftir sér að meira sé í gangi en menn halda og að menn séu að ræða saman þvert á flokka.29. nóvember 2016: Greint frá því að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn ætli að hefja óformlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að viðræðurnar snúist fyrst og fremst um að kanna hvort að grundvöllur sé fyrir samstarfi flokkanna í ríkisstjórn.30. nóvember 2016: Katrín og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, funda.1. desember 2016: Katrín og Bjarni slíta viðræðunum. Bjarni segir að auðvelt sé að halda því fram að nú sé stjórnarkreppa í landinu.2. desember 2016: Formenn flokkanna mæta til fundar við forseta Íslands á skrifstofu hans á Sóleyjargötu. Klukkan 16 boðar forsetinn Birgittu Jónsdóttur, leiðtoga Pírata, á fund á Bessastöðum og greinir frá því eftir fundinn að hann hafi veitt henni umboð til stjórnarmyndunar. Birgitta segir að Píratar vilji endurvekja fimm flokka viðræðurnar sem runnu út í sandinn um miðjan nóvember.5. desember 2016: Píratar, VG, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin funda í þinghúsinu um hvort að grundvöllur sé fyrir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm.6. desember 2016: Alþingi kemur saman án þess að búið sé að mynda meirihluta. Flokkarnir fimm funda svo á ný. Birgitta Jónsdóttir kveðst vongóð um að það takist að fara í formlegar viðræður í lok vikunnar.7. desember 2016: Lítið fréttist af stjórnarmyndun en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra í starfsstjórn, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi.9. desember 2016: Vika er nú liðin frá því að Birgitta Jónsdóttir fékk stjórnarmyndunarumboðið. Flokkarnir fimm hafa ekki hafið formlegar viðræður en Birgitta segir engu síður 90 prósent líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn á næstu sjö dögum.12. desember 2016: Birgitta heldur til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum og skilar stjórnarmyndunarumboðinu. Forseti Íslands sendir frá sér yfirlýsingu um kvöldið þar sem hann segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun. Hann hafi ákveðið að veita engum leiðtoga stjórnarmyndunarumboðið heldur hafi hann í samtölum sínum við forystufólk flokkanna minnt það á ábyrgð þeirra og skyldu til að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar.19. desember 2016: Vika er nú liðin síðan Birgitta Jónsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til forseta Íslands. Lítið hefur frést af mögulegri stjórnarmyndun enda hafa þingmenn verið önnum kafnir við að afgreiða fjárlög ársins 2017. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra í starfsstjórn, segist eftast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót.22. desember 2016: Þegar tveir dagar eru til jóla samþykkir Alþingi fjárlagafrumvarp 2017. Lítið er enn að frétta af stjórnarmyndun. Þingfundum er frestað til 24. janúar 2017.28. desember 2016: Eins og gefur að skilja heyrðist lítið af tilraunum til myndunar ríkisstjórnar yfir jólin en nú er greint frá því að leiðtogar Sjálfstæðisflokks, Viðreisna og Bjartrar framtíðar hafi hist á fundi í gær. Þá er talið að þeir ætli að funda aftur í dag.29. desember 2016: Tveir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum en enn er engin ríkisstjórn í kortunum. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna hins vegar áfram að ná saman. Ólíklegt er þó að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót.30. desember 2016: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur til Bessastaða til fundar við forseta Íslands. Bjarni fær umboð til stjórnarmyndunar og ætlar að láta reyna á myndun þriggja flokka ríkisstjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð.1. janúar 2017: Á fyrsta degi nýs árs er greint frá því að ný ríkisstjórn flokkanna þriggja verði líklega kynnt undir lok vikunnar.2. janúar 2017: Fyrsti formlegi fundur Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fer fram en að honum loknum fæst lítið uppgefið um gang viðræðnanna.4. janúar 2017: Greint frá því að Sjálfstæðisflokkurinn fái helming ráðherra í nýrri ríkisstjórn og forseta þingsins. Viðreisn fær þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram í dag. 7. janúar 2017: Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það ljóst að þriggja flokka stjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð verði að veruleika.10. janúar 2017: Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, kynna nýjan stjórnarsáttmála í Gerðubergi.11. janúar 2017: Ný ríkisstjórn tekur við völdum undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Henni var slitið eftir 247 daga og er skammlífasta ríkisstjórn sem ríkt hefur á Íslandi á lýðveldistímanum.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Bjarni Benediktsson hefði beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í lok október. Það er ekki rétt heldur var það Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem baðst lausnar.