Innlent

Rafleiðni sveiflaðist upp og niður í nótt

Gissur Sigurðsson skrifar
Fólk er þó beðið að sýna aðgát við upptök árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.
Fólk er þó beðið að sýna aðgát við upptök árinnar vegna mögulegs gasútstreymis. Vísir/Pjetur
Rafleiðni í vatni við upptök Jökulsár á Fjöllum við norðanverðan Vatnajökul sveiflaðist upp og niður í nótt, en samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar núna undir morgun gæti það stafað af truflunum af krapa eða aur.

Jarðvísindamenn ætla að fljúga yfir svæðið í dag ef veður og skyggni leyfa en rafleiðnin hefur mælst mun hærri en venjulegt er á þessum árstíma.

Engin neðanjarðarórói hefur mælst og skjálftavirkni á svæðinu hefur verið með venjulegum hætti og vatnshæðin í fljótinu hefur ekki aukist.

Veðurstofan, Almannavarnir , Jarðvísindastofnun og fleiri fylgjast grannt með framvindu mála á svæðinu, en á þessari stundu eru ekki vísbendingar um að hlaup sé í vændum í fljótinu, sem rennur til sjávar í Öxarfirði.

Fólk er þó beðið að sýna aðgát við upptök árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×