„Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2017 07:24 Donald Trump flutti ræðu í suður-kóreskum þingsal í nótt. Skjáskot Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni á suður-kóreska þinginu í nótt. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Í ræðu sinni beindi Donald Trump orðum sínum beint að norður-kóreska leiðtoganum Kim Jong-un er hann sagði að „vopnin sem þú ert að sanka að þér munu ekki auka öryggi þitt,“ um leið og hann hvatti aðrar þjóðir til að stöðva vopnabröltið hans. „Þeir eru að setja stjórn þína í mikla hættu,“ sagði Trump, án þess þó að skýra nánar við hverja hann ætti. „Hvert einasta skref sem þú fetar niður þennan myrka stíg eykur hættuna sem þú stendur frammi fyrir.“Þá blandaði Bandaríkaforseti afa Kim jong-un í málið, Kim Il-sung, hinum svokallaða eilífðarleiðtoga ríkisins. „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér. Það er helvíti sem enginn á skilið.“ Greinandi breska ríkisútvarpsins áætlar að þessi fullyrðing hafi farið öfugt ofan í leiðtogann og stjórnvöld í Pjongjang. Engu að síður ítrekaði Trump að hann væri tilbúinn að setjast niður með Kim Jong-un og ná samkomulagið um framhaldið. „Þrátt fyrir alla glæpina sem þú hefur framið [...] munum við bjóða þér leið í átt að bjartari framtíð.“Sjá einnig: Hvetur Norður-Kóreu til viðræðnaEins og Vísir hefur áður greint frá er Bandaríkjaforseti nú á faraldsfæti um Asíu og hefur áður átt fundi með stjórnvöldum í Japan. Næst liggur leið hans til Kína þar sem búast má við að fríverslun og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu verði í brennidepli. Fátt annað hefur í raun komist að hjá Trump í ferðinni. Hefur hann ítrekað beint spjótum sínum að Pjongjang og viðskiptasamningunum sem forverar hans í forsetaembætti gerðu við hin ýmsu ríki Suðaustur-Asíu. Donald Trump Tengdar fréttir Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni á suður-kóreska þinginu í nótt. „Ekki vanmeta okkur, ekki ögra okkur,“ sagði forsetinn um leið og hann fordæmi „hina myrku draumóra“ sem einkenndu lífið í Norður-Kóreu. Í ræðu sinni beindi Donald Trump orðum sínum beint að norður-kóreska leiðtoganum Kim Jong-un er hann sagði að „vopnin sem þú ert að sanka að þér munu ekki auka öryggi þitt,“ um leið og hann hvatti aðrar þjóðir til að stöðva vopnabröltið hans. „Þeir eru að setja stjórn þína í mikla hættu,“ sagði Trump, án þess þó að skýra nánar við hverja hann ætti. „Hvert einasta skref sem þú fetar niður þennan myrka stíg eykur hættuna sem þú stendur frammi fyrir.“Þá blandaði Bandaríkaforseti afa Kim jong-un í málið, Kim Il-sung, hinum svokallaða eilífðarleiðtoga ríkisins. „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér. Það er helvíti sem enginn á skilið.“ Greinandi breska ríkisútvarpsins áætlar að þessi fullyrðing hafi farið öfugt ofan í leiðtogann og stjórnvöld í Pjongjang. Engu að síður ítrekaði Trump að hann væri tilbúinn að setjast niður með Kim Jong-un og ná samkomulagið um framhaldið. „Þrátt fyrir alla glæpina sem þú hefur framið [...] munum við bjóða þér leið í átt að bjartari framtíð.“Sjá einnig: Hvetur Norður-Kóreu til viðræðnaEins og Vísir hefur áður greint frá er Bandaríkjaforseti nú á faraldsfæti um Asíu og hefur áður átt fundi með stjórnvöldum í Japan. Næst liggur leið hans til Kína þar sem búast má við að fríverslun og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu verði í brennidepli. Fátt annað hefur í raun komist að hjá Trump í ferðinni. Hefur hann ítrekað beint spjótum sínum að Pjongjang og viðskiptasamningunum sem forverar hans í forsetaembætti gerðu við hin ýmsu ríki Suðaustur-Asíu.
Donald Trump Tengdar fréttir Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29 Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41
Japanskir bílaframleiðendur komu af fjöllum Bandaríkjaforseti gagnrýndi harðlega viðskiptahætti Japana í gærkvöldi sem hann sagði ósanngjarna í garð landa sinna. 6. nóvember 2017 07:29
Hvetur Norður-Kóreu til viðræðna Donald Trump segir þrjú flugmóðurskip á leið til Asíu og sagðist vonast til þess að þurfa ekki að beita mætti Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu. 7. nóvember 2017 14:30