Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu strax í dag Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Úff, nýr vinnudagur og ég kvíði svo fyrir deginum. Ætti ég að voga mér inn á kaffistofuna eða bara halda mig inni á skrifstofunni minni? Skyldi ég fá einhvern frið í dag? Ég þoli bara ekki lengur þessar eilífu háðsglósur um persónu mína, hvernig ég klæði mig, hvað ég borða eða borða ekki. Alltaf eilífar pillur og fliss. Þetta mun ekki hætta af sjálfu sér. Á ég að reyna að tala aftur við deildarstjórann? Það verður örugglega bara sama svarið, að ekkert sé hægt að gera og sennilega sé ekkert verið að meina með þessu. Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu helst strax í dag.“ Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Eineltisdagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að vekja athygli á þýðingu þess að sýna virðingu og kurteis samskipti ekki eingöngu á vinnustað heldur alls staðar. Hér verður fjallað um einelti á vinnustað. Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum. Þolendur og gerendur geta verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða almennra starfsmanna. Dæmi um eineltishegðun í garð samstarfsaðila er: -Sýna dónalega, ruddalega eða hrokafulla framkomu. -Gera grín að, lítilsvirða eða hæðast að. -Baktal/rógburður. -Sniðganga, hunsa, einangra og hafna. -Halda frá, leyna upplýsingum til að skaða frammistöðu. -Kaffæra í verkefnum. -Gagnrýna, finna viðkomandi allt til foráttu, bera röngum sökum.Þolendur og þögnin Hver sem er getur verið þolandi eineltis. Fordóma gætir enn í umhverfinu í garð þeirra sem segja reynslu sína af því að vera þolendur eineltis. Fordómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur oft tilhneigingu til að álykta að sökin sé þolandans. Þolandinn endurspeglar oft fordómana með því að upplifa skömm og heldur að þetta sé honum að kenna. Fordómar í garð þolandans skýra að einhverju leyti af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur sem svo að það kunni að stríða gegn hagsmunum hans ef eineltið fréttist eða er tengt við hann. Hann óttast að vera álitinn vandræðaseggur og með því kunni möguleikar á ráðningu síðar meir að skerðast. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yfirgefa vinnustaðinn er bataferlið oft mun erfiðara. Til viðbótar við að hafa misst atvinnu sína er hann fullur efasemda um sjálfan sig. Í raun velta örlög þolandans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjölskyldu og þeirri trú að skömmin sé ekki hans. Á góðum vinnustað er stjórnandinn fyrirmynd. Hann lætur sér annt um starfsfólk sitt, leyfir því að njóta sín og hæfileika sinna og myndar við það jákvæð tengsl. Hann gerir því grein fyrir að það sé verkefni allra að skapa góðan starfsanda og á vinnustaðnum skal ríkja umburðarlyndi og virðing. Hann tekur með faglegum hætti á málum sem upp koma. Í dag á Eineltisdeginum sýnum við táknrænan stuðning við baráttuna gegn einelti og þögninni með því að hringja bjöllum eða þeyta flautur um allt land kl. 13.00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Tökum höndum saman gegn einelti og kynferðisofbeldi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Úff, nýr vinnudagur og ég kvíði svo fyrir deginum. Ætti ég að voga mér inn á kaffistofuna eða bara halda mig inni á skrifstofunni minni? Skyldi ég fá einhvern frið í dag? Ég þoli bara ekki lengur þessar eilífu háðsglósur um persónu mína, hvernig ég klæði mig, hvað ég borða eða borða ekki. Alltaf eilífar pillur og fliss. Þetta mun ekki hætta af sjálfu sér. Á ég að reyna að tala aftur við deildarstjórann? Það verður örugglega bara sama svarið, að ekkert sé hægt að gera og sennilega sé ekkert verið að meina með þessu. Ég vildi að ég gæti skipt um vinnu helst strax í dag.“ Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Eineltisdagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að vekja athygli á þýðingu þess að sýna virðingu og kurteis samskipti ekki eingöngu á vinnustað heldur alls staðar. Hér verður fjallað um einelti á vinnustað. Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum. Þolendur og gerendur geta verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða almennra starfsmanna. Dæmi um eineltishegðun í garð samstarfsaðila er: -Sýna dónalega, ruddalega eða hrokafulla framkomu. -Gera grín að, lítilsvirða eða hæðast að. -Baktal/rógburður. -Sniðganga, hunsa, einangra og hafna. -Halda frá, leyna upplýsingum til að skaða frammistöðu. -Kaffæra í verkefnum. -Gagnrýna, finna viðkomandi allt til foráttu, bera röngum sökum.Þolendur og þögnin Hver sem er getur verið þolandi eineltis. Fordóma gætir enn í umhverfinu í garð þeirra sem segja reynslu sína af því að vera þolendur eineltis. Fordómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur oft tilhneigingu til að álykta að sökin sé þolandans. Þolandinn endurspeglar oft fordómana með því að upplifa skömm og heldur að þetta sé honum að kenna. Fordómar í garð þolandans skýra að einhverju leyti af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur sem svo að það kunni að stríða gegn hagsmunum hans ef eineltið fréttist eða er tengt við hann. Hann óttast að vera álitinn vandræðaseggur og með því kunni möguleikar á ráðningu síðar meir að skerðast. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yfirgefa vinnustaðinn er bataferlið oft mun erfiðara. Til viðbótar við að hafa misst atvinnu sína er hann fullur efasemda um sjálfan sig. Í raun velta örlög þolandans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjölskyldu og þeirri trú að skömmin sé ekki hans. Á góðum vinnustað er stjórnandinn fyrirmynd. Hann lætur sér annt um starfsfólk sitt, leyfir því að njóta sín og hæfileika sinna og myndar við það jákvæð tengsl. Hann gerir því grein fyrir að það sé verkefni allra að skapa góðan starfsanda og á vinnustaðnum skal ríkja umburðarlyndi og virðing. Hann tekur með faglegum hætti á málum sem upp koma. Í dag á Eineltisdeginum sýnum við táknrænan stuðning við baráttuna gegn einelti og þögninni með því að hringja bjöllum eða þeyta flautur um allt land kl. 13.00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Tökum höndum saman gegn einelti og kynferðisofbeldi!
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun