Sitt sýnist hverjum Halldór Halldórsson skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Við erum búin að afgreiða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til síðari umræðu í borgarstjórn. Fyrri umræða var 7. nóvember þar sem meirihluti Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingar lagði fram síðustu fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils. Sú áætlun gildir fyrir næsta ár en kosið verður í lok maí 2018. Eflaust má segja að umræðurnar hafi verið hefðbundnar. Borgarstjóri og félagar hans í meirihlutanum töluðu um viðsnúning í rekstri, stórsókn í skólamálum, stórsókn í framkvæmdum og þannig mætti telja áfram. Við í minnihluta borgarstjórnar greindum stöðu mála með allt öðrum hætti en meirihlutinn. Undirritaður þurfti meira að segja að viðurkenna að spá hans frá því í fyrra stóðst ekki. Ég hélt því fram við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár að rekstrarbatinn yrði mun meiri en reyndin hefur orðið. Það eru vond tíðindi því nú er efnahagslífið á toppnum og tekjurnar streyma inn hjá Reykjavíkurborg. Þetta sést á því að A hluti (borgarsjóður) fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. En það er ekki nóg að fá miklar tekjur ef útgjöldin hækka meira. Borgin þarf að fá peninga út úr rekstrinum (veltufé frá rekstri) sem nemur að lágmarki 11% af tekjum. Það næst ekki heldur fær hún 9,4% en meðaltal sveitarfélaganna í landinu er 12%. Þá þarf að dekka mismuninn með því að taka lán. Það er ólán að taka lán eins og sést á því að skuldir og skuldbindingar A hluta fara úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. eða hækka frá árinu 2016 til 2018 um 28,5%. Hluta þessa er hægt að skýra með hækkun lífeyrisskuldbindinga. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segjum að þrátt fyrir einstakt góðæri tekst meirihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur ekki að reka borgarsjóð með nægilegum afgangi en þeim tekst að hækka skuldir borgarsjóðs og samstæðureiknings borgarinnar. Þarf að taka fram að meirihlutinn er ósammála okkur? En tölurnar tala sínu máli.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum búin að afgreiða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar til síðari umræðu í borgarstjórn. Fyrri umræða var 7. nóvember þar sem meirihluti Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingar lagði fram síðustu fjárhagsáætlun þessa kjörtímabils. Sú áætlun gildir fyrir næsta ár en kosið verður í lok maí 2018. Eflaust má segja að umræðurnar hafi verið hefðbundnar. Borgarstjóri og félagar hans í meirihlutanum töluðu um viðsnúning í rekstri, stórsókn í skólamálum, stórsókn í framkvæmdum og þannig mætti telja áfram. Við í minnihluta borgarstjórnar greindum stöðu mála með allt öðrum hætti en meirihlutinn. Undirritaður þurfti meira að segja að viðurkenna að spá hans frá því í fyrra stóðst ekki. Ég hélt því fram við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár að rekstrarbatinn yrði mun meiri en reyndin hefur orðið. Það eru vond tíðindi því nú er efnahagslífið á toppnum og tekjurnar streyma inn hjá Reykjavíkurborg. Þetta sést á því að A hluti (borgarsjóður) fer í 117 milljarða í tekjum skv. áætlun fyrir árið 2018 úr 100 milljörðum árið 2016. Það er 16,2% hækkun tekna á tveimur árum. En það er ekki nóg að fá miklar tekjur ef útgjöldin hækka meira. Borgin þarf að fá peninga út úr rekstrinum (veltufé frá rekstri) sem nemur að lágmarki 11% af tekjum. Það næst ekki heldur fær hún 9,4% en meðaltal sveitarfélaganna í landinu er 12%. Þá þarf að dekka mismuninn með því að taka lán. Það er ólán að taka lán eins og sést á því að skuldir og skuldbindingar A hluta fara úr 83,7 milljörðum árið 2016 í 107,6 milljarða kr. eða hækka frá árinu 2016 til 2018 um 28,5%. Hluta þessa er hægt að skýra með hækkun lífeyrisskuldbindinga. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segjum að þrátt fyrir einstakt góðæri tekst meirihlutaflokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur ekki að reka borgarsjóð með nægilegum afgangi en þeim tekst að hækka skuldir borgarsjóðs og samstæðureiknings borgarinnar. Þarf að taka fram að meirihlutinn er ósammála okkur? En tölurnar tala sínu máli.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun