Að hlusta af athygli Ingrid Kuhlman skrifar 8. nóvember 2017 07:00 Hraði nútímans gerir það að verkum að samskipti verða stundum að formsatriði, svona eins og þegar einhver býður okkur „góðan dag“ úti í búð. Við höldum að við séum að hlusta en heyrum samt ekki hvað viðmælandi okkar er að segja í raun og veru. Stundum heyrum við bara það sem við viljum heyra. Í samskiptum skiptir miklu máli að hlusta af athygli og endurtaka eða umorða hvað við höldum að viðmælandinn sé að meina til að athuga hvort við höfum skilið hann rétt. Einnig er mikilvægt að spyrja skilmerkilegra spurninga ef eitthvað er óskýrt. Eftirfarandi atriði geta gert samskiptin skilvirkari: 1. Hreinsa hugann Mikilvægt er að hreinsa hugann af hvers kyns hugsunum og (for)dómum. Fyrirfram mótaðar skoðanir geta komið í veg fyrir að við heyrum hvað fólk er að meina í raun og veru. Góður hlustandi hefur taumhald á þörf sinni fyrir að komast að sjálfur og dæma, gagnrýna eða útskýra. 2. Halda augnsambandi Augnsamband er merki um athygli og umhyggju auk þess sem það gerir okkur auðveldara fyrir að fylgjast með líkamstjáningu og svipbrigðum. 3. Setja sig í spor viðmælandans Við bregðumst við heiminum eins og við sjáum hann. Því er mikilvægt að setja sig í spor annarra og reyna að sjá heiminn eins og þeir sjá hann. Virk hlustun felur ekki í sér að við séum sammála öllu því sem viðmælandi okkar segir, aðeins að við leggjum okkur fram um að skilja sjónarhorn hans eða skoðanir. 4. Ekki gefa sér neitt fyrirfram Oft gefum við okkur að við vitum hvað viðmælandi okkar er að meina. Betra er að biðja hann um útskýringar frekar en að draga ályktanir. 5. Vera óhræddur við þagnir Góður hlustandi er óhræddur við þagnir og leyfir fólki að tala. Hann sýnir áhuga með líkamsbeitingu (kinkar kolli, hallar sér fram, sýnir lófana og hallar höfðinu) svo að viðmælandinn fái á tilfinninguna að hann leggi sig fram við að skilja orð hans. Að hlusta af athygli á aðra er merki um mikilvægi, virðingu, skilning og umhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Hraði nútímans gerir það að verkum að samskipti verða stundum að formsatriði, svona eins og þegar einhver býður okkur „góðan dag“ úti í búð. Við höldum að við séum að hlusta en heyrum samt ekki hvað viðmælandi okkar er að segja í raun og veru. Stundum heyrum við bara það sem við viljum heyra. Í samskiptum skiptir miklu máli að hlusta af athygli og endurtaka eða umorða hvað við höldum að viðmælandinn sé að meina til að athuga hvort við höfum skilið hann rétt. Einnig er mikilvægt að spyrja skilmerkilegra spurninga ef eitthvað er óskýrt. Eftirfarandi atriði geta gert samskiptin skilvirkari: 1. Hreinsa hugann Mikilvægt er að hreinsa hugann af hvers kyns hugsunum og (for)dómum. Fyrirfram mótaðar skoðanir geta komið í veg fyrir að við heyrum hvað fólk er að meina í raun og veru. Góður hlustandi hefur taumhald á þörf sinni fyrir að komast að sjálfur og dæma, gagnrýna eða útskýra. 2. Halda augnsambandi Augnsamband er merki um athygli og umhyggju auk þess sem það gerir okkur auðveldara fyrir að fylgjast með líkamstjáningu og svipbrigðum. 3. Setja sig í spor viðmælandans Við bregðumst við heiminum eins og við sjáum hann. Því er mikilvægt að setja sig í spor annarra og reyna að sjá heiminn eins og þeir sjá hann. Virk hlustun felur ekki í sér að við séum sammála öllu því sem viðmælandi okkar segir, aðeins að við leggjum okkur fram um að skilja sjónarhorn hans eða skoðanir. 4. Ekki gefa sér neitt fyrirfram Oft gefum við okkur að við vitum hvað viðmælandi okkar er að meina. Betra er að biðja hann um útskýringar frekar en að draga ályktanir. 5. Vera óhræddur við þagnir Góður hlustandi er óhræddur við þagnir og leyfir fólki að tala. Hann sýnir áhuga með líkamsbeitingu (kinkar kolli, hallar sér fram, sýnir lófana og hallar höfðinu) svo að viðmælandinn fái á tilfinninguna að hann leggi sig fram við að skilja orð hans. Að hlusta af athygli á aðra er merki um mikilvægi, virðingu, skilning og umhyggju.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun