Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu til að mæta grunnþörf Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. maí 2017 19:00 Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu fram til 2022 til viðbótar við þau sem þegar er áætlað að byggja. Engar áætlanir hafa verið gerðar um þessi rými en byggingarkostnaður er um níu milljarðar króna. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verði þörfinni ekki mætt muni það auka enn frekar á útskriftarvanda spítalans. Aldursamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt. Stórir árgangar fólks sem fæddist um og eftir síðari heimsstyrjöld mun þurfa á umönnun og hjúkrun að halda í nálægri framtíð. Lengi vel var aðskilnaður á milli dvalarrýma og hjúkrunarrýma en í dag er þetta undir sama þaki. Hrafnista og Grund eru dæmi um staði sem hýsa hjúkrunarrými. Samkvæmt tölum sem Landspítalinn aflaði frá velferðarráðuneytinu eru áætlanir um byggingu hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu engan veginn í takti við fyrirsjáanlega þörf. „Í viðbót við þau hjúkrunarrými sem þegar hefur verið ákveðið að byggja fram til 2022 á höfuðborgarsvæðinu er vöntun á 280 hjúkrunarrýmum til viðbótar sem ekki er búið að gera áætlanir um. Miðað við að það kosti 30 milljónir króna að byggja hvert hjúkrunarrými þá eru það nærri níu milljörðum króna að byggja þau,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Hann segir að huga verði að því hvernig eigi að mæta þessari þörf. Eitt helsta vandamál Landspítalans undanfarin ár snýr að svokölluðum fráflæðisvanda eða útskriftarvanda. Sú staðreynd að spítalinn getur ekki útskrifað sjúklinga vegna skorts á hjúkrunarrýmum annars staðar bitnar með einum eða öðrum hætti á öllum deildum spítalans. Páll segir að ef þessi hjúkrunarrými verða ekki byggð þá muni það bitna á útskriftarvanda spítalans. „Að öllu óbreyttu, ef þessari þörf fyrir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu verður ekki mætt er ljóst að það mun torvelda útskriftir enn frekar en orðið er.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Byggja þarf 280 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu fram til 2022 til viðbótar við þau sem þegar er áætlað að byggja. Engar áætlanir hafa verið gerðar um þessi rými en byggingarkostnaður er um níu milljarðar króna. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að verði þörfinni ekki mætt muni það auka enn frekar á útskriftarvanda spítalans. Aldursamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast hratt. Stórir árgangar fólks sem fæddist um og eftir síðari heimsstyrjöld mun þurfa á umönnun og hjúkrun að halda í nálægri framtíð. Lengi vel var aðskilnaður á milli dvalarrýma og hjúkrunarrýma en í dag er þetta undir sama þaki. Hrafnista og Grund eru dæmi um staði sem hýsa hjúkrunarrými. Samkvæmt tölum sem Landspítalinn aflaði frá velferðarráðuneytinu eru áætlanir um byggingu hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu engan veginn í takti við fyrirsjáanlega þörf. „Í viðbót við þau hjúkrunarrými sem þegar hefur verið ákveðið að byggja fram til 2022 á höfuðborgarsvæðinu er vöntun á 280 hjúkrunarrýmum til viðbótar sem ekki er búið að gera áætlanir um. Miðað við að það kosti 30 milljónir króna að byggja hvert hjúkrunarrými þá eru það nærri níu milljörðum króna að byggja þau,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Hann segir að huga verði að því hvernig eigi að mæta þessari þörf. Eitt helsta vandamál Landspítalans undanfarin ár snýr að svokölluðum fráflæðisvanda eða útskriftarvanda. Sú staðreynd að spítalinn getur ekki útskrifað sjúklinga vegna skorts á hjúkrunarrýmum annars staðar bitnar með einum eða öðrum hætti á öllum deildum spítalans. Páll segir að ef þessi hjúkrunarrými verða ekki byggð þá muni það bitna á útskriftarvanda spítalans. „Að öllu óbreyttu, ef þessari þörf fyrir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu verður ekki mætt er ljóst að það mun torvelda útskriftir enn frekar en orðið er.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira