Stefnt að gangsetningu verksmiðju United Silicon á sunnudag Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2017 15:26 Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett um miðjan nóvember í fyrra. Vísir/Vilhelm Stefnt er að gangsetningu ofns kísilmálverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 16:00, með samþykki Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá United Silicon en þar segir að í kjölfar ítarlegrar úttektar og ábendinga norska ráðgjafafyrirtækisins Multikonsult hefur verið unnið að endurbótum og lagfæringum á búnaði verksmiðjunnar. Þess utan hefur verið ráðist í frekari framkvæmdir og úrbætur á búnaði, að tillögu stjórnenda fyrirtækisins. Þessum framkvæmdum er nú lokið. Næsta skref í úrbótaáætlun fyrirtækisins er úttekt Multikonsult á verksmiðjunni með ofninn í rekstri en gert er ráð fyrir að það geti tekið allt að þremur vikum að ná upp fullum afköstum og stöðugum rekstri ofnsins. Norsku ráðgjafarnir munu vinna áfram með fyrirtækinu í kjölfar gangsetningar. Norska loftrannsóknastofnunin NILU mun mæla loftgæði inni í verksmiðjunni og í nágrenni hennar þar á meðal inni á heimili í Reykjanesbæ þar sem lyktar hefur orðið vart. Til að fá áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og til að ákveða aðgerðir sem takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni í framtíðinni, er nauðsynlegt að keyra ofninn á mismunandi álagi. Við þær aðstæður má reikna með að einhver lykt muni berast frá verksmiðjunni. Markmið mælinga er einnig að fá óyggjandi vissu um hvaða efni geti borist frá verksmiðjunni við ólíkar aðstæður og í hvaða magni, svo unnt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Veðurspá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir sunnanátt á gangsetningardegi. Það er von stjórnenda United Silicon hf. að með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur og áfram er unnið að, takist að vinna bug á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstri verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík og valdið hafa íbúum á Suðurnesjum óþægindum og áhyggjum. United Silicon Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Stefnt er að gangsetningu ofns kísilmálverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 16:00, með samþykki Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá United Silicon en þar segir að í kjölfar ítarlegrar úttektar og ábendinga norska ráðgjafafyrirtækisins Multikonsult hefur verið unnið að endurbótum og lagfæringum á búnaði verksmiðjunnar. Þess utan hefur verið ráðist í frekari framkvæmdir og úrbætur á búnaði, að tillögu stjórnenda fyrirtækisins. Þessum framkvæmdum er nú lokið. Næsta skref í úrbótaáætlun fyrirtækisins er úttekt Multikonsult á verksmiðjunni með ofninn í rekstri en gert er ráð fyrir að það geti tekið allt að þremur vikum að ná upp fullum afköstum og stöðugum rekstri ofnsins. Norsku ráðgjafarnir munu vinna áfram með fyrirtækinu í kjölfar gangsetningar. Norska loftrannsóknastofnunin NILU mun mæla loftgæði inni í verksmiðjunni og í nágrenni hennar þar á meðal inni á heimili í Reykjanesbæ þar sem lyktar hefur orðið vart. Til að fá áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og til að ákveða aðgerðir sem takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni í framtíðinni, er nauðsynlegt að keyra ofninn á mismunandi álagi. Við þær aðstæður má reikna með að einhver lykt muni berast frá verksmiðjunni. Markmið mælinga er einnig að fá óyggjandi vissu um hvaða efni geti borist frá verksmiðjunni við ólíkar aðstæður og í hvaða magni, svo unnt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Veðurspá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir sunnanátt á gangsetningardegi. Það er von stjórnenda United Silicon hf. að með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur og áfram er unnið að, takist að vinna bug á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstri verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík og valdið hafa íbúum á Suðurnesjum óþægindum og áhyggjum.
United Silicon Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42
Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54