Óskar Bjarni: Held ég að við séum búnir að setja mótið í pínulitla hættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 19:30 Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt fyrir félagið, fyrir strákana og okkur þjálfarateymið. Ég er mjög stoltur. Þetta er mikið afrek og hefur gefið okkur mikið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn. Þátttakan í Evrópukeppni í vetur hefur verið lærdómsrík fyrir bæði leikmenn og þjálfara Valsliðsins. „Það var sérstaklega gaman að fara og spila þessa tvo leiki í Svartfjallalandi sem voru verulega erfiðir. Þar lentum við í gamaldags handbolta. Við vorum barðir þar og þeir stjórnuðu leikjunum og það var því mikill karakter að vinna það,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum þriggja marka sigri út í Serbíu og mér fannst þetta verið nokkurn vegin búið í hálfleik. Þá voru við í raun með fimm mörk en mér fannst við slaka of mikið á en spiluðum áfram ágætis sóknarleik. Mér finnst strákarnir vera að fá mikið út úr þessu sem og félagið,“ sagði Óskar Bjarni. Valsliðið hefur glímt við meiðsli lykilmanna á þessu tímabili en hefur samt náð að vinna bikarmeistaratitilinn og er nú komið í undanúrslitin í Evrópukeppninni. „Við fengum Ými inn núna og það var mjög gaman og þá sérstaklega fyrir hann að stíga aftur á fjalirnar. Óli er laskaður og við bjuggumst ekki við að hann gæti spilað. Við erum greinilega með mjög gott sjúkrateymi,“ sagði Óskar Bjarni. Það er ljóst að mótamálin á Íslandi gætu komist í uppnám ef Valsmenn komast í undanúrslitin. Það er ekki gert ráð fyrir því í úrslitakeppninni að íslenskt lið geti verið að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni á þessum tíma. „Nú held ég að við séum búnir að setja Íslandsmótið í pínulitla hættu. Ef við komust upp úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þá held ég að undanúrslitin í Áskorendabikarnum og undanúrslit í úrslitakeppninni sé á sama tíma,“ sagði Óskar Bjarni. HSÍ þarf að finna lausn á því og hjálpa Valsmönnum að spila á báðum vígstöðum. Óskar Bjarni er sáttur með sitt lið. „Við erum að bjóða upp á fjórar tegundir af varnarleik og sóknarleikurinn okkar hefur oft á tíðum verið mjög góður eins og þegar við skorum 30 mörk út í Serbíu á erfiðum útivelli. Mér finnst við vera vaxandi og vonandi toppum við alltaf á réttum tíma,“ sagði Óskar Bjarni brosandi. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa úr kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt fyrir félagið, fyrir strákana og okkur þjálfarateymið. Ég er mjög stoltur. Þetta er mikið afrek og hefur gefið okkur mikið,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Valsliðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson eftir leikinn. Þátttakan í Evrópukeppni í vetur hefur verið lærdómsrík fyrir bæði leikmenn og þjálfara Valsliðsins. „Það var sérstaklega gaman að fara og spila þessa tvo leiki í Svartfjallalandi sem voru verulega erfiðir. Þar lentum við í gamaldags handbolta. Við vorum barðir þar og þeir stjórnuðu leikjunum og það var því mikill karakter að vinna það,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum þriggja marka sigri út í Serbíu og mér fannst þetta verið nokkurn vegin búið í hálfleik. Þá voru við í raun með fimm mörk en mér fannst við slaka of mikið á en spiluðum áfram ágætis sóknarleik. Mér finnst strákarnir vera að fá mikið út úr þessu sem og félagið,“ sagði Óskar Bjarni. Valsliðið hefur glímt við meiðsli lykilmanna á þessu tímabili en hefur samt náð að vinna bikarmeistaratitilinn og er nú komið í undanúrslitin í Evrópukeppninni. „Við fengum Ými inn núna og það var mjög gaman og þá sérstaklega fyrir hann að stíga aftur á fjalirnar. Óli er laskaður og við bjuggumst ekki við að hann gæti spilað. Við erum greinilega með mjög gott sjúkrateymi,“ sagði Óskar Bjarni. Það er ljóst að mótamálin á Íslandi gætu komist í uppnám ef Valsmenn komast í undanúrslitin. Það er ekki gert ráð fyrir því í úrslitakeppninni að íslenskt lið geti verið að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni á þessum tíma. „Nú held ég að við séum búnir að setja Íslandsmótið í pínulitla hættu. Ef við komust upp úr átta liða úrslitum úrslitakeppninnar þá held ég að undanúrslitin í Áskorendabikarnum og undanúrslit í úrslitakeppninni sé á sama tíma,“ sagði Óskar Bjarni. HSÍ þarf að finna lausn á því og hjálpa Valsmönnum að spila á báðum vígstöðum. Óskar Bjarni er sáttur með sitt lið. „Við erum að bjóða upp á fjórar tegundir af varnarleik og sóknarleikurinn okkar hefur oft á tíðum verið mjög góður eins og þegar við skorum 30 mörk út í Serbíu á erfiðum útivelli. Mér finnst við vera vaxandi og vonandi toppum við alltaf á réttum tíma,“ sagði Óskar Bjarni brosandi. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa úr kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45