Innlent

Mikill hávaði í heimahúsum í nótt

Anton Egilsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á vaktinni í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á vaktinni í miðbæ Reykjavíkur. Vísir
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Þrír ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og þá voru fjórir aðrir handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Tveir ökumenn höfðu verið sviptir ökuréttindum. Allir ökumennirnir voru svo látnir lausir að lokinni sýnatöku.

Einn maður var handtekinn af lögreglu grunaður um líkamsárás. Sá sem varð fyrir barðinu á árásinni var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá var lögregla kölluð út í nokkur skipti vegna tilkynninga um hávaða í heimahúsum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×