Innlent

Könnun: Hvaða ríkisstjórn hugnast þér best?

Bjarki Ármannsson skrifar
Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær og óljóst hvernig meirihluti verður myndaður.
Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær og óljóst hvernig meirihluti verður myndaður. Vísir/Stöð 2
Átta flokkar náðu kjöri á Alþingi í þingkosningunum í gær og óljóst hvernig meirihluti verður myndaður. Engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg og aðeins er hægt að mynda þriggja flokka stjórnir ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn koma að þeim.

Meirihlutastjórn þarf að ráða yfir 32 þingmönnum hið minnsta og fræðilega séð eru fleiri tugir möguleika í stöðunni, þriggja , fjögurra, fimm eða jafnvel sex flokka stjórnir, en út frá hugmyndafræði og sögu flokkanna á þingi er ljóst að margir þeirra möguleika eru ansi hæpnir.

Lesendur Vísis eru hvattir til þess að taka þátt í könnuninni hér að neðan, en þar eru nokkrir möguleikar á ríkisstjórnarsamstarfi í boði. Athugið að listinn er alls ekki tæmandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×