Fótbolti

Albert á bekknum þegar PSV styrkti stöðu sína á toppnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert vermdi bekkinn í dag.
Albert vermdi bekkinn í dag. vísir/getty
PSV Eindhoven er komið með fimm stiga forskot á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar eftir góðan útisigur á Vitesse í dag.

Bæði lið eru að berjast í efri hluta deildarinnar og var því búist við hörkuleik, sem varð raunin. Staðan var jöfn í leikhléi, 1-1.

PSV gerði hins vegar út um leikinn á tíu mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks með því að skora þrjú mörk og staðan skyndilega orðin 1-4. Heimamenn klóruðu í bakkann eftir rúmlega klukkutíma leik en nær komust þeir ekki.



Hirving Lozano og Jurgen Locadia sáu um markaskorun PSV með því að skora tvö mörk hvor. Sá síðarnefndi skoraði reyndar líka eitt sjálfsmark. Albert Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk PSV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×