Björt Ólafsdóttir: „Heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. október 2017 12:42 Björt Ólafsdóttir fráfarandi ráðherra fór ofan í saumana á atburðarásinni. Vísir/Laufey Elíasdóttir Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, segir að liðsmenn Bjartrar framtíðar hefðu þurft að vera skýrari með það hvers vegna þeir slitu ríkisstjórnarsamstarfinu. Aðrir hefðu náð tökum á umræðunni. Talsvert hafi verið það um að fólk túlkaði stjórnarslitin út frá sjálfu sér og hin og þessi ályktun hafi verið dregin. Björt var ómyrk í máli þegar hún ítrekaði ástæðuna fyrir stjórnarslitunum: „heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna. Þetta var út af kynferðisbrotamálum og leyndarhyggju.“ Þetta sagði Björt Ólafsdóttir sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist ekki mikið í aðdraganda kosninga en þegar lokatölur úr þingkosningunum liggja fyrir er ljóst að Björt Framtíð nær ekki inn á þing. Í kosningunum í fyrra vann Björt framtíð mikinn varnarsigur og hlaut 7,2% atkvæða en niðurstaða þingkosninganna í gær sýnir talsvert lakara gengi en flokkurinn hlaut 1,22 prósent atkvæða. Björt viðurkennir að þau hefðu þurft að vera skýrari varðandi það hvers vegna þau tóku þá afdrifaríku ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hún segir nokkrir hefðu gengið svo langt að túlka ákvörðun þeirra sem viðleitni til að auka fylgi. „Því náði ég nú aldrei. Við vorum auðvitað að gefa eftir 7,2 prósent völd og þau mikil í ríkisstjórn,“ segir Björt sem segir að ein skýringin á slæmu gengi flokksins sé sú að fólk kjósendur hefðu refsað flokknum fyrir að hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn en hún segir jafnframt að flestir hefðu verið ánægðir með stjórnarslitin: „Við hefðum tekið rétta ákvörðun að standa ekki meðvirk hjá þegar þetta gerðist en svo skilaði þetta sér ekki tilbaka,“ segir Björt „Við fórum með höfuðið í gapastokkinn varðandi þetta og ég er mjög stolt af því af því við þurfum að gera það en ég bara biðla til stjórnmálamanna og almennings um að við höldum okkur við efnið hvað þetta varðar. Það er mjög gott fólk í öllum flokkum og ég ber þá von í brjósti að þessi mál, hvernig við högum okkur, hvernig við breytum, verði ofar í huga næst - út af því það verður næst - þegar eitthvað álíka mál kemur upp,“ segir Björt sem brýnir fyrir fólki að vanda til verka. Björt segir að það hafi verið sannur heiður að fá að vera umhverfis-og auðlindaráðherra og að hún sé virkilega stolt af verkum sem unnin voru í ráðuneytinu. „Ég vona að þeir sem taka við setji umhverfismálin og náttúruauðlindirnar okkar á oddinn. Það verður að vera þannig. Við erum að treysta ykkur fyrir fjöregginu okkar,“ segir Björt. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Kristján fékk til sín góða gesti til að rýna í niðurstöður kosninganna. Kosningar 2017 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, segir að liðsmenn Bjartrar framtíðar hefðu þurft að vera skýrari með það hvers vegna þeir slitu ríkisstjórnarsamstarfinu. Aðrir hefðu náð tökum á umræðunni. Talsvert hafi verið það um að fólk túlkaði stjórnarslitin út frá sjálfu sér og hin og þessi ályktun hafi verið dregin. Björt var ómyrk í máli þegar hún ítrekaði ástæðuna fyrir stjórnarslitunum: „heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna. Þetta var út af kynferðisbrotamálum og leyndarhyggju.“ Þetta sagði Björt Ólafsdóttir sem var á meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist ekki mikið í aðdraganda kosninga en þegar lokatölur úr þingkosningunum liggja fyrir er ljóst að Björt Framtíð nær ekki inn á þing. Í kosningunum í fyrra vann Björt framtíð mikinn varnarsigur og hlaut 7,2% atkvæða en niðurstaða þingkosninganna í gær sýnir talsvert lakara gengi en flokkurinn hlaut 1,22 prósent atkvæða. Björt viðurkennir að þau hefðu þurft að vera skýrari varðandi það hvers vegna þau tóku þá afdrifaríku ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hún segir nokkrir hefðu gengið svo langt að túlka ákvörðun þeirra sem viðleitni til að auka fylgi. „Því náði ég nú aldrei. Við vorum auðvitað að gefa eftir 7,2 prósent völd og þau mikil í ríkisstjórn,“ segir Björt sem segir að ein skýringin á slæmu gengi flokksins sé sú að fólk kjósendur hefðu refsað flokknum fyrir að hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn en hún segir jafnframt að flestir hefðu verið ánægðir með stjórnarslitin: „Við hefðum tekið rétta ákvörðun að standa ekki meðvirk hjá þegar þetta gerðist en svo skilaði þetta sér ekki tilbaka,“ segir Björt „Við fórum með höfuðið í gapastokkinn varðandi þetta og ég er mjög stolt af því af því við þurfum að gera það en ég bara biðla til stjórnmálamanna og almennings um að við höldum okkur við efnið hvað þetta varðar. Það er mjög gott fólk í öllum flokkum og ég ber þá von í brjósti að þessi mál, hvernig við högum okkur, hvernig við breytum, verði ofar í huga næst - út af því það verður næst - þegar eitthvað álíka mál kemur upp,“ segir Björt sem brýnir fyrir fólki að vanda til verka. Björt segir að það hafi verið sannur heiður að fá að vera umhverfis-og auðlindaráðherra og að hún sé virkilega stolt af verkum sem unnin voru í ráðuneytinu. „Ég vona að þeir sem taka við setji umhverfismálin og náttúruauðlindirnar okkar á oddinn. Það verður að vera þannig. Við erum að treysta ykkur fyrir fjöregginu okkar,“ segir Björt. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í fullri lengd. Kristján fékk til sín góða gesti til að rýna í niðurstöður kosninganna.
Kosningar 2017 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira