Skilti ætlað að halda Kínverjum frá Kvíabryggju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 11:57 Kvíabryggja. Vísir/Pjetur Vegagerðin hefur sett upp skilti við afleggjarann af fangelsinu við Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Skiltinu er ætlað að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna sem hafa áhuga á því berja Kirkjufell augum sem er í næsta nágrenni við fangelsið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, þar sem segir að undanfarin ár hafi „vandi fangavarða á Kvíabryggju aðallega legið í því að halda erlendum ferðamönnum, þá helst Kínverjum, utan við svæðið“ enda sé sjaldgæft að fangar leggi á flótta frá Kvíabryggju. Segir einnig að það sé daglegur viðburður að ferðamenn séu reknir af svæðinu og dæmi sé um að heilu rúturnar hafi komið á svæðið, allt í von um að ná sem bestri mynd af Kirkjufellinu sem er afar vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Í samtali við Vísi segir Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsins, að það komi vissulega fyrir að ferðamenn komi að fangelsinu og með skiltinu sé verið að reyna að fá þá til þess að snúa við.„Það er verið að sjá hvort að þetta virkar. Það er mikið af ferðafólki á ferðinni og það fer út um allt,“ segir Birgir. „Kirkjufellið er bara við þjóðveginn þannig að þeir þurfa ekkert að koma hingað.“ Birgir segir að ferðamennirnir hafi þó ekki skapað vandræði með komu sinni að Kvíabryggju en að yfirvöld vilji þó helst að fangarnir fái frið frá ágangi ferðamanna. Þá vilji hann síður láta loka veginum enda sé Kvíabryggja svokallað opið fangelsi. Facebook-færslu Afstöðu má sjá hér að neðan, sem og mynd af skiltinu góða. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Sjá meira
Vegagerðin hefur sett upp skilti við afleggjarann af fangelsinu við Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Skiltinu er ætlað að stemma stigu við komu erlendra ferðamanna sem hafa áhuga á því berja Kirkjufell augum sem er í næsta nágrenni við fangelsið. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, þar sem segir að undanfarin ár hafi „vandi fangavarða á Kvíabryggju aðallega legið í því að halda erlendum ferðamönnum, þá helst Kínverjum, utan við svæðið“ enda sé sjaldgæft að fangar leggi á flótta frá Kvíabryggju. Segir einnig að það sé daglegur viðburður að ferðamenn séu reknir af svæðinu og dæmi sé um að heilu rúturnar hafi komið á svæðið, allt í von um að ná sem bestri mynd af Kirkjufellinu sem er afar vinsælt viðfangsefni ljósmyndara. Í samtali við Vísi segir Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsins, að það komi vissulega fyrir að ferðamenn komi að fangelsinu og með skiltinu sé verið að reyna að fá þá til þess að snúa við.„Það er verið að sjá hvort að þetta virkar. Það er mikið af ferðafólki á ferðinni og það fer út um allt,“ segir Birgir. „Kirkjufellið er bara við þjóðveginn þannig að þeir þurfa ekkert að koma hingað.“ Birgir segir að ferðamennirnir hafi þó ekki skapað vandræði með komu sinni að Kvíabryggju en að yfirvöld vilji þó helst að fangarnir fái frið frá ágangi ferðamanna. Þá vilji hann síður láta loka veginum enda sé Kvíabryggja svokallað opið fangelsi. Facebook-færslu Afstöðu má sjá hér að neðan, sem og mynd af skiltinu góða.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Sjá meira