Innlent

Slydda eða snjókoma á miðvikudag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hvöss norðanátt með rigningu eða slyddu á miðvikudag, 13-23 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil.
Hvöss norðanátt með rigningu eða slyddu á miðvikudag, 13-23 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil. Vísir/Anton Brink
Gera má ráð fyrir vestan golu eða kalda í dag. Bjart og hlýtt verður austantil á landinu, annars skýjað og víða þokumóða. Litlar breytingar verða á veðri á morgun en kólnar nokkuð fyrir austan, að því er segir á vef Veðurstofunnar.

Hvöss norðanátt með rigningu eða slyddu á miðvikudag, 13-23 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil. Snjókoma til fjalla á norðanverðu landinu en mildast suðvestanlands. Á fimmtudag má búast við allhvassri eða hvassri austan- og norðaustanátt, rigningu eða slyddu, einkum suðaustantil. Þó verður svalt í veðri og verður það mildara í lok viku, en samt vætusamt.

Þá varar Veðurstofan við hækkandi vatnsyfirborði áa og lækja, vegna mikilla hlýinda síðustu daga. Um er að ræða vorleysingar og er fólk beðið um að sýna sérstaka aðgát við vöð og önnur vatnsföll næstu daga. Þar sem áfram sé spáð hlýju veðri sé viðbúið að vatnsyfirborð hækki enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×