Trump segist fórnarlamb falskrar skýrslu Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2017 18:30 Í tísti í dag sagði Trump að hann væri fórnarlamb skýrslunnar og sagði hana vera "falskar fréttir“. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vera fórnarlamb falsaðrar skýrslu fyrrverandi bresks njósnara sem rannsakaði meint tengsl Trump við yfirvöld í Rússlandi. Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. Meðal þess sem fram kom í skýrslunni var að yfirvöld í Rússlandi ættu myndband af Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu frá árinu 2013 og að framboð hans hefði starfað með yfirvöldum þar í forsetakosningunum. Í tísti í dag vitnaði Trump í umfjöllun Fox News um aðkomu Clinton, sem kom fyrst fram í umfjöllun Washington Post.Þar sagði Trump að hann væri fórnarlamb skýrslunnar og sagði hana vera „falskar fréttir“."Clinton campaign & DNC paid for research that led to the anti-Trump Fake News Dossier. The victim here is the President." @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2017 Í umfjöllun Washington Post kemur fram að lögmenn Clinton og miðstjórnar Demókrataflokksins komu að gerð skýrslunnar. Með því að ráða fyrirtækið Fusion GSP til að grafa upp upplýsingar um Donald Trump. Fyrirtækið réð svo njósnarann Christopher Steele. Cristopher Steele starfaði á árum áður í Rússlandi fyrir bresku leyniþjónustuna. Upplýsingum sem hann aflaði var safnað saman í áðurnefnda skýrslu.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Það hefur þó lengi legið fyrir að upprunalega réð mótframbjóðandi Trump í forvali Repúblikanaflokksins Fusion GPS til að grafa upp upplýsingar um Trump. Eftir að Trump vann forvalið tóku demókratar við kyndlinum. Eftir að Trump vann forsetakosningarnar réð Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, Steele um tíma til að halda rannsókn sinni áfram. Honum var sagt upp þegar fjölmiðlar opinberuðu hver hann væri. Það sem er nýtt er að framboð Clinton kom beint að því að ráða Fusion GPS í gegnum lögfræðinga og að Steele kom ekki að gerð skýrslunnar fyrr en eftir það. Allt þar til að blaðamenn Washington Post komust yfir gögn sestaðfestu að lögmenn Clinton og DNC réðu fyrirtækið Fusion GPS, sem réð svo Steele, höfðu starfsmenn Clinton þvertekið fyrir að hafa að nokkru leyti komið að skýrslunni umdeildu.Samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar leitaði Fusion GPS til demókrata og bauð þeim að halda fjármögnun rannsóknarinnar áfram. Í bréfi frá fyrirtækinu stóð að upprunalega hefði það verið ráðið af „einum eða fleiri andstæðingum“ Trump í forvalinu. Hlutar skýrslunnar hafa verið staðfestir, samkvæmt fjölmiðlum ytra, en það frásögnin um vændiskonurnar hafa ekki verið staðfestar. Donald Trump hefur ávallt neitað því að hann og framboð hans hafi starfað með yfirvöldum í Rússlandi í aðdraganda kosninganna. Hann hefur einnig gagnrýnt þá niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna og FBI að yfirvöld í Rússlandi hafi beitt tölvuárásum og fjölmörgum öðrum aðferðum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og að hjálpa Trump að vinna. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir á afskiptum Rússa og mögulegri aðkomu framboðs Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Framandlegar fullyrðingar um háttsemi Trump með vændiskonum í Moskvu vöktu hvað helst athygli þegar sagt var frá tilvist skýrslunnar í janúar. 5. október 2017 23:22 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Trump heldur árásum sínum á leyniþjónusturnar áfram Sakar starfsmenn um að leka skýrslu til fjölmiðla sem hafði verið í dreifingu í marga mánuði. 13. janúar 2017 15:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vera fórnarlamb falsaðrar skýrslu fyrrverandi bresks njósnara sem rannsakaði meint tengsl Trump við yfirvöld í Rússlandi. Í ljós hefur komið að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, kom með beinum hætti að fjármögnun skýrslunnar. Meðal þess sem fram kom í skýrslunni var að yfirvöld í Rússlandi ættu myndband af Trump með vændiskonum á hóteli í Moskvu frá árinu 2013 og að framboð hans hefði starfað með yfirvöldum þar í forsetakosningunum. Í tísti í dag vitnaði Trump í umfjöllun Fox News um aðkomu Clinton, sem kom fyrst fram í umfjöllun Washington Post.Þar sagði Trump að hann væri fórnarlamb skýrslunnar og sagði hana vera „falskar fréttir“."Clinton campaign & DNC paid for research that led to the anti-Trump Fake News Dossier. The victim here is the President." @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2017 Í umfjöllun Washington Post kemur fram að lögmenn Clinton og miðstjórnar Demókrataflokksins komu að gerð skýrslunnar. Með því að ráða fyrirtækið Fusion GSP til að grafa upp upplýsingar um Donald Trump. Fyrirtækið réð svo njósnarann Christopher Steele. Cristopher Steele starfaði á árum áður í Rússlandi fyrir bresku leyniþjónustuna. Upplýsingum sem hann aflaði var safnað saman í áðurnefnda skýrslu.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Það hefur þó lengi legið fyrir að upprunalega réð mótframbjóðandi Trump í forvali Repúblikanaflokksins Fusion GPS til að grafa upp upplýsingar um Trump. Eftir að Trump vann forvalið tóku demókratar við kyndlinum. Eftir að Trump vann forsetakosningarnar réð Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, Steele um tíma til að halda rannsókn sinni áfram. Honum var sagt upp þegar fjölmiðlar opinberuðu hver hann væri. Það sem er nýtt er að framboð Clinton kom beint að því að ráða Fusion GPS í gegnum lögfræðinga og að Steele kom ekki að gerð skýrslunnar fyrr en eftir það. Allt þar til að blaðamenn Washington Post komust yfir gögn sestaðfestu að lögmenn Clinton og DNC réðu fyrirtækið Fusion GPS, sem réð svo Steele, höfðu starfsmenn Clinton þvertekið fyrir að hafa að nokkru leyti komið að skýrslunni umdeildu.Samkvæmt upplýsingum AP fréttaveitunnar leitaði Fusion GPS til demókrata og bauð þeim að halda fjármögnun rannsóknarinnar áfram. Í bréfi frá fyrirtækinu stóð að upprunalega hefði það verið ráðið af „einum eða fleiri andstæðingum“ Trump í forvalinu. Hlutar skýrslunnar hafa verið staðfestir, samkvæmt fjölmiðlum ytra, en það frásögnin um vændiskonurnar hafa ekki verið staðfestar. Donald Trump hefur ávallt neitað því að hann og framboð hans hafi starfað með yfirvöldum í Rússlandi í aðdraganda kosninganna. Hann hefur einnig gagnrýnt þá niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna og FBI að yfirvöld í Rússlandi hafi beitt tölvuárásum og fjölmörgum öðrum aðferðum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og að hjálpa Trump að vinna. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir á afskiptum Rússa og mögulegri aðkomu framboðs Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Framandlegar fullyrðingar um háttsemi Trump með vændiskonum í Moskvu vöktu hvað helst athygli þegar sagt var frá tilvist skýrslunnar í janúar. 5. október 2017 23:22 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Trump heldur árásum sínum á leyniþjónusturnar áfram Sakar starfsmenn um að leka skýrslu til fjölmiðla sem hafði verið í dreifingu í marga mánuði. 13. janúar 2017 15:45 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Framandlegar fullyrðingar um háttsemi Trump með vændiskonum í Moskvu vöktu hvað helst athygli þegar sagt var frá tilvist skýrslunnar í janúar. 5. október 2017 23:22
Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53
Trump heldur árásum sínum á leyniþjónusturnar áfram Sakar starfsmenn um að leka skýrslu til fjölmiðla sem hafði verið í dreifingu í marga mánuði. 13. janúar 2017 15:45