FH vill taka vítin í Helsinki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. október 2017 16:40 Ásbjörn Friðriksson tekur hér víti fyrir FH. Hann fer líklega á punktinn gegn St. Petersburg. vísir/ernir Eins og fram kom í dag þá hefur Áfrýjunardómstóll EHF úrskurðað að FH og St. Petersburg skuli mætast í vítakastkeppni til að skera úr um hvort liðið fari í þriðju umferð EHF-bikarsins. Mistök voru gerð í síðari leik liðanna í Rússlandi er leikurinn var sendur í framlengingu en ekki í vítakeppni eins og lög gera ráð fyrir. Þar hafði FH betur en málið var kært og EHF breytti úrslitunum. Liðin þurfa að hittast aftur til þess að fara í vítakeppni. „Það er hægt að áfrýja þessu til annars dómsstigs en það er ekki til neins. Nú verðum við bara að taka þessu og finna út úr því hvernig sé best að gera þetta,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, og er eðlilega ósáttur. Í dómnum kemur ekki fram hvar og hvenær þessi sögulegi viðburður eigi að fara fram. Ásgeir mun ræða það mál við EHF og rússneska félagið á morgun. „Við munum leggja það til að vítakastkeppnin fari fram í Helsinki. Það er þriggja og hálfs tíma lest fyrir þá og þriggja tíma flug fyrir okkur. Þá losnum við líka við tíu daga vegabréfsumsóknir til Rússlands. Að klára þetta í Helsinki væri sanngjarnt. Það er stórmál að fara alla leið aftur til Rússlands,“ segir Ásgeir. EHF ætlar að bera kostnaðinn vegna þessa klúðurs. FH-ingar segja að alls konar kostnaður komi til út af þessu og þeir vilja fá endurgreidda hverja einustu krónu. „Við munum leggja fram kostnaðaráætlun um allt sem viðkemur nýrri ferð. Ofan á ferðakostnaðinn er líka vinnutap meðal annars. Ef við förum áfram viljum við líka skaðabætur því það er ljóst að það er orðið dýrara að bóka flug og hótel núna. Það kemur skýrt fram að þeir munu bera allan kostnað sem og afleiðingakostnað. Við erum ekki að fara fram á neitt óeðlilegt. Við viljum bara að allir fái sitt því þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Við munum sækja það af fullri hörku.“ Handbolti Tengdar fréttir Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19 Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06 Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Eins og fram kom í dag þá hefur Áfrýjunardómstóll EHF úrskurðað að FH og St. Petersburg skuli mætast í vítakastkeppni til að skera úr um hvort liðið fari í þriðju umferð EHF-bikarsins. Mistök voru gerð í síðari leik liðanna í Rússlandi er leikurinn var sendur í framlengingu en ekki í vítakeppni eins og lög gera ráð fyrir. Þar hafði FH betur en málið var kært og EHF breytti úrslitunum. Liðin þurfa að hittast aftur til þess að fara í vítakeppni. „Það er hægt að áfrýja þessu til annars dómsstigs en það er ekki til neins. Nú verðum við bara að taka þessu og finna út úr því hvernig sé best að gera þetta,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, og er eðlilega ósáttur. Í dómnum kemur ekki fram hvar og hvenær þessi sögulegi viðburður eigi að fara fram. Ásgeir mun ræða það mál við EHF og rússneska félagið á morgun. „Við munum leggja það til að vítakastkeppnin fari fram í Helsinki. Það er þriggja og hálfs tíma lest fyrir þá og þriggja tíma flug fyrir okkur. Þá losnum við líka við tíu daga vegabréfsumsóknir til Rússlands. Að klára þetta í Helsinki væri sanngjarnt. Það er stórmál að fara alla leið aftur til Rússlands,“ segir Ásgeir. EHF ætlar að bera kostnaðinn vegna þessa klúðurs. FH-ingar segja að alls konar kostnaður komi til út af þessu og þeir vilja fá endurgreidda hverja einustu krónu. „Við munum leggja fram kostnaðaráætlun um allt sem viðkemur nýrri ferð. Ofan á ferðakostnaðinn er líka vinnutap meðal annars. Ef við förum áfram viljum við líka skaðabætur því það er ljóst að það er orðið dýrara að bóka flug og hótel núna. Það kemur skýrt fram að þeir munu bera allan kostnað sem og afleiðingakostnað. Við erum ekki að fara fram á neitt óeðlilegt. Við viljum bara að allir fái sitt því þetta er verulegt tjón fyrir okkur. Við munum sækja það af fullri hörku.“
Handbolti Tengdar fréttir Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19 Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44 3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00 Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58 FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06 Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35 FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Starfsmaður EHF um vítakastkeppnina: „Svona eru bara reglurnar“ Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins gerði mistök sem urðu til þess að FH þarf að fara aftur til Rússlands. 18. október 2017 12:19
Formaður FH: „Maður er í hálfgerðu áfalli“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, á ekki orð yfir úrskurð EHF í stóra vítakastmálinu. 18. október 2017 10:44
3.000 km fyrir þrjár mínútur FH þarf að fara aftur til St. Pétursborgar í Rússlandi til þess að taka eina vítakastkeppni. Ekki gott mál fyrir íþróttina segir formaður handboltans hjá FH. 19. október 2017 06:00
Íslendingar á Twitter undra sig á ákvörðun EHF: Þetta eru hálfvitar að störfum Margir furða sig á afar sérstakri ákvörðun EHF, evrópska handknattleikssambandsins, um að knýja þurfi fram úrslit í viðureign FH og St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins með vítakastkeppni. 18. október 2017 10:58
FH áfrýjar úrskurði EHF FH hefur ákveðið að áfrýja úrskurði dómstóls EHF, evrópska handknattleikssambandsins, er varðar seinni leik liðsins gegn St. Petursburg í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. 19. október 2017 07:06
Ákvörðun EHF stendur | FH-ingar þurfa að fara aftur til Rússlands FH þarf að fara til Rússlands í vítakastkeppni við St. Pétursborg. 25. október 2017 15:35
FH þarf að ferðast til Rússlands til að fara í vítakeppni FH þarf að fara í vítakastkeppni við St. Petursburg til að knýja fram úrslit í viðureign liðanna í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta. FH-ingar þurfa því að ferðast til St. Pétursborgar til þess eins að fara í vítakeppni. 18. október 2017 10:38