Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 107-92 | Meistararnir sýndu sitt rétta andlit Magnús Einþór Áskelsson skrifar 25. október 2017 21:00 vísir/eyþór Keflavík fékk Skallagrím í heimsókn í Toytahöllina í kvöld og unnu öruggan sigur 107-92. Keflavík gaf tóninn strax í byrjun og spiluðu stífa vörn og náðu fljótt forustunni og leiddu 32-20 eftir fyrsta leikhluta. Skallagrímur minnkaði muninn í byrjun annars leikhluta en Keflavík tók sprett undir lokinn og náði 18 stiga forskoti 56-38 er leikmenn snéru til búningsherbergja. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en smátt og smátt juku Keflvíkíngar muninn. Guðrúni Ósk Ámundardóttur fyrirliða Skallagríms var vísað úr húsi í þriðja leikhluta sem gerði gestunum enn erfiðara fyrir. Keflavík sigldi öruggum sigri heim 107-92Af hverju vann Keflavík? Keflavík voru sterkari á öllum sviðum í kvöld, pressuðu Skallagrím vel og gátur rúllað á mun fleiri leikmönnum. Skallagrímur er með litlan hóp og gátu ekki haldið í við keflavíkurhraðlestina sem var virkilega góð í kvöld.Bestu menn vallarins Brittany Din6 kins var virkilega öflug í kvöld fyrir heimakonur, með 35 stig, 13 stoðsendingar og fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir var með 18 stig og 9 fráköst. Fyrir gestina var Carmen Tyson Thomas í sérflokki með 49 stig og 18 fráköst, Jóhann Björk Sveinsdóttir var með 16 stig og 8 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli Keflavík var með virkilega góða hittni í kvöld eða 52 prósent, þriggja stiga nýtingin 44 prósent. Skallagrímur vann frákasta baráttuna 44-36. Stigaskorið var 199 stig þess má geta að veðmálasíður settu þennan leik á plús/mínus 140,5 stig.Hvað gekk illa? Varnarleikur Skallagríms gekk ekki vel í kvöld, Keflavík lét boltann ganga mjög vel og fengu alltaf opin færi.Keflavík-Skallagrímur 107-92 (32-20, 24-18, 31-24, 20-30)Keflavík: Brittanny Dinkins 35/6 fráköst/13 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 18/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 18/9 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Svanhvít Ósk Snorradóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/6 fráköst.Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 49/18 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14/5 fráköst/6 stoðsendingar, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 4/4 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/4 fráköst.Sverrir: Léttir að ná í sigur „Það var ótrúlegur léttir að ná í sigur í kvöld mér fannst stelpunar spila með gleði sem ég hef saknað í haust og allar lögðu í púkkið,“sagði Sverrir Sverrirsson þjálfari Keflavíkur eftir leik í kvöld. Um leikinn á móti Haukum á laugardaginn hafði Sverrir þetta að segja: „ Það verður hörku leikur, Haukar hada sýnt besta leikinn í byrjun móts og fengið góðan styrk í að fá Helenu Sverrisdóttur til baka, en okkur hlakkar til að mæta þeim.”Dávila: Erfitt að vinna leiki með svona fáa leikmenn „Það er erfitt að ná að sigra svona lið sem eru með svona breidd meðan að við erum með svona þunnan hóp og svo missum við Guðrúnu Ósk útaf. Keflavík hitti órtúlega vel í leiknum og þetta var mjög erfitt, en ég er ánægður með barráttuna í mínu liði og við munum halda áfram,“ sagði Ricardo Gonzáles Dávila Þjáfari Skallagríms eftir leikinn í kvöld. Dominos-deild kvenna
Keflavík fékk Skallagrím í heimsókn í Toytahöllina í kvöld og unnu öruggan sigur 107-92. Keflavík gaf tóninn strax í byrjun og spiluðu stífa vörn og náðu fljótt forustunni og leiddu 32-20 eftir fyrsta leikhluta. Skallagrímur minnkaði muninn í byrjun annars leikhluta en Keflavík tók sprett undir lokinn og náði 18 stiga forskoti 56-38 er leikmenn snéru til búningsherbergja. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en smátt og smátt juku Keflvíkíngar muninn. Guðrúni Ósk Ámundardóttur fyrirliða Skallagríms var vísað úr húsi í þriðja leikhluta sem gerði gestunum enn erfiðara fyrir. Keflavík sigldi öruggum sigri heim 107-92Af hverju vann Keflavík? Keflavík voru sterkari á öllum sviðum í kvöld, pressuðu Skallagrím vel og gátur rúllað á mun fleiri leikmönnum. Skallagrímur er með litlan hóp og gátu ekki haldið í við keflavíkurhraðlestina sem var virkilega góð í kvöld.Bestu menn vallarins Brittany Din6 kins var virkilega öflug í kvöld fyrir heimakonur, með 35 stig, 13 stoðsendingar og fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir var með 18 stig og 9 fráköst. Fyrir gestina var Carmen Tyson Thomas í sérflokki með 49 stig og 18 fráköst, Jóhann Björk Sveinsdóttir var með 16 stig og 8 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli Keflavík var með virkilega góða hittni í kvöld eða 52 prósent, þriggja stiga nýtingin 44 prósent. Skallagrímur vann frákasta baráttuna 44-36. Stigaskorið var 199 stig þess má geta að veðmálasíður settu þennan leik á plús/mínus 140,5 stig.Hvað gekk illa? Varnarleikur Skallagríms gekk ekki vel í kvöld, Keflavík lét boltann ganga mjög vel og fengu alltaf opin færi.Keflavík-Skallagrímur 107-92 (32-20, 24-18, 31-24, 20-30)Keflavík: Brittanny Dinkins 35/6 fráköst/13 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 18/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 18/9 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9, Þóranna Kika Hodge-Carr 4, Svanhvít Ósk Snorradóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/6 fráköst.Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 49/18 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14/5 fráköst/6 stoðsendingar, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 4/4 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/4 fráköst.Sverrir: Léttir að ná í sigur „Það var ótrúlegur léttir að ná í sigur í kvöld mér fannst stelpunar spila með gleði sem ég hef saknað í haust og allar lögðu í púkkið,“sagði Sverrir Sverrirsson þjálfari Keflavíkur eftir leik í kvöld. Um leikinn á móti Haukum á laugardaginn hafði Sverrir þetta að segja: „ Það verður hörku leikur, Haukar hada sýnt besta leikinn í byrjun móts og fengið góðan styrk í að fá Helenu Sverrisdóttur til baka, en okkur hlakkar til að mæta þeim.”Dávila: Erfitt að vinna leiki með svona fáa leikmenn „Það er erfitt að ná að sigra svona lið sem eru með svona breidd meðan að við erum með svona þunnan hóp og svo missum við Guðrúnu Ósk útaf. Keflavík hitti órtúlega vel í leiknum og þetta var mjög erfitt, en ég er ánægður með barráttuna í mínu liði og við munum halda áfram,“ sagði Ricardo Gonzáles Dávila Þjáfari Skallagríms eftir leikinn í kvöld.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum