Bjóddu þeim eldri með þér á kjörstað Guðrún Ágústsdóttir skrifar 25. október 2017 09:30 Aðeins hefur verið rætt um kosningaþátttöku eftir aldri og kynjum. Komið hefur fram að um og innan við helmingur þeirra sem eru 29 ára og yngri fer á kjörstað. Þetta byggist á upplýsingum um þátttöku í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014. Kosningaþátttaka í heild hefur verið mikil hér á landi miðað við grannríki okkar. En kosningaþátttaka hefur farið minnkandi, því miður. Þannig fóru aðeins 64% karla og 62% kvenna á kjörstað 2014. Í næstu kosningum á undan fóru 74% á kjörstað, sama hlutfall karla og kvenna. Hæst hefur kosningaþátttakan í Reykjavík á umliðnum áratugum til borgarstjórnar farið í um 90%; síðast 1974. Reykjavíkurborg gaf út fyrir nokkru ansi fróðlegan bækling sem heitir „kynlegar tölur“. Þaðan eru tölurnar hér á undan. Yfirleitt er kosningaþátttaka aldursflokkanna svipuð eftir kynjum. Þar kemur reyndar fram að það eru áberandi færri karlar sem kjósa en konur á aldrinum 25 til 49 ára. Af hverju er það? En það sem er mest sláandi er að kosningaþátttaka kvenna minnkar meira en karla þegar ofar dregur í aldri. Þannig kjósa 74% kvenna en 81% karla í aldurshópnum 75-79 ára. En eftir 80 ára aldur snarlækkar hlutfall kvenna enn; þegar þangað er komið kýs 71% karla en aðeins 57% kvenna. Af hverju er það? Það hefur ekki verið kannað. Er það kannski vegna þess að karlarnir á þessum aldri eru frekar með bílana en konurnar? Hvað veldur? Þess vegna varð þessi fyrirsögn til sem merkir þessa grein: Bjóddu þeim eldri með á kjörstað! Höfundur er formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Aðeins hefur verið rætt um kosningaþátttöku eftir aldri og kynjum. Komið hefur fram að um og innan við helmingur þeirra sem eru 29 ára og yngri fer á kjörstað. Þetta byggist á upplýsingum um þátttöku í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014. Kosningaþátttaka í heild hefur verið mikil hér á landi miðað við grannríki okkar. En kosningaþátttaka hefur farið minnkandi, því miður. Þannig fóru aðeins 64% karla og 62% kvenna á kjörstað 2014. Í næstu kosningum á undan fóru 74% á kjörstað, sama hlutfall karla og kvenna. Hæst hefur kosningaþátttakan í Reykjavík á umliðnum áratugum til borgarstjórnar farið í um 90%; síðast 1974. Reykjavíkurborg gaf út fyrir nokkru ansi fróðlegan bækling sem heitir „kynlegar tölur“. Þaðan eru tölurnar hér á undan. Yfirleitt er kosningaþátttaka aldursflokkanna svipuð eftir kynjum. Þar kemur reyndar fram að það eru áberandi færri karlar sem kjósa en konur á aldrinum 25 til 49 ára. Af hverju er það? En það sem er mest sláandi er að kosningaþátttaka kvenna minnkar meira en karla þegar ofar dregur í aldri. Þannig kjósa 74% kvenna en 81% karla í aldurshópnum 75-79 ára. En eftir 80 ára aldur snarlækkar hlutfall kvenna enn; þegar þangað er komið kýs 71% karla en aðeins 57% kvenna. Af hverju er það? Það hefur ekki verið kannað. Er það kannski vegna þess að karlarnir á þessum aldri eru frekar með bílana en konurnar? Hvað veldur? Þess vegna varð þessi fyrirsögn til sem merkir þessa grein: Bjóddu þeim eldri með á kjörstað! Höfundur er formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar