Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Leifur Finnbogason skrifar 25. október 2017 08:07 Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Öll stefnumótun hlýtur að byggjast á einhverju, ákveðnum hugmyndum, ákveðnum gildum. Ég get ekki svarað fyrir alla. En ég get svarað því á hverju stefnumótun Pírata byggist. Stefnur Pírata í hinum ýmsu málum byggja allar á grunnstefnu Pírata sem öllum er aðgengileg á netinu. Engin stefna má ganga gegn grunnstefnu Pírata. Hver er þá þessi grunnstefna? Grunnstefnan skiptist niður í sex stutta kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Í því felst einfaldlega að stefnur Pírata þurfa að taka mið af þeirri þekkingu og þeim gögnum sem fyrir liggja. Allar ákvarðanir þurfa einnig að vera endurskoðanlegar, komi fram ný gögn eða ný þekking. Stefnur Pírata þurfa því að standast skoðun óháðra aðila eins og hver önnur vísindi. Annar kaflinn fjallar um borgararéttindi. Píratar skilgreina borgararéttindi sem svo: „Borgararéttindi eru lögbundin réttindi einstaklings til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Til borgararéttinda telst meðal annars kosningaréttur, trúfrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og rétturinn til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum.“ Píratar vilja standa vörð um núverandi réttindi og efla þau eins og hægt er. Þriðji kaflinn fjallar um friðhelgi einkalífsins. Píratar vilja að allir eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Slík leynd á þó aldrei að ganga svo langt að hún gangi á réttindi annarra. Slík leynd ætti heldur aldrei að firra einstaklinginn ábyrgð. Fjórði kaflinn fjallar um gagnsæi og ábyrgð. Píratar álykta að til þess að einstaklingur geti borið ábyrgð þurfi hann að hafa getu til þess að taka ákvarðanir. Gagnsæi felst í því að hinir valdameiri opni sig gagnvart hinum valdaminni. Í stjórnsýslu er gagnsæi mikilvægt svo almenningur geti verið upplýstur um ákvarðanir stjórnvalda, einfaldlega til þess að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir viðkomandi stjórnvalda. Píratar vilja því að upplýsingar séu öllum aðgengilegar svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun. Allir ættu líka að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þeirra eigin málefni. Allir ættu líka að fá að vita hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Fimmti kaflinn fjallar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar kemur fram að allir ættu að hafa ótakmarkað frelsi til að safna og miðla upplýsingum, sem og til að tjá sig. Einu undantekningarnar á því eru ef gengið yrði á borgararéttindi einstaklinga, sbr. annan kafla. Sjötti kaflinn fjallar um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Þar er ítrekað að allir einstaklingar ættu að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þá sjálfa. Þar er ítrekað að gagnsæ stjórnsýsla hjálpi við að tryggja slík réttindi. Píratar vilja draga úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla beint lýðræði þar sem kostur er. Á ofangreindu byggist öll stefnumótun Pírata. Það gerir Pírötum erfitt að koma með innantóm kosningaloforð. Það sem Píratar segja þarf nefnilega að standast skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hvað standa stjórnmálaflokkar? Öll stefnumótun hlýtur að byggjast á einhverju, ákveðnum hugmyndum, ákveðnum gildum. Ég get ekki svarað fyrir alla. En ég get svarað því á hverju stefnumótun Pírata byggist. Stefnur Pírata í hinum ýmsu málum byggja allar á grunnstefnu Pírata sem öllum er aðgengileg á netinu. Engin stefna má ganga gegn grunnstefnu Pírata. Hver er þá þessi grunnstefna? Grunnstefnan skiptist niður í sex stutta kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu. Í því felst einfaldlega að stefnur Pírata þurfa að taka mið af þeirri þekkingu og þeim gögnum sem fyrir liggja. Allar ákvarðanir þurfa einnig að vera endurskoðanlegar, komi fram ný gögn eða ný þekking. Stefnur Pírata þurfa því að standast skoðun óháðra aðila eins og hver önnur vísindi. Annar kaflinn fjallar um borgararéttindi. Píratar skilgreina borgararéttindi sem svo: „Borgararéttindi eru lögbundin réttindi einstaklings til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Til borgararéttinda telst meðal annars kosningaréttur, trúfrelsi, málfrelsi, prentfrelsi og rétturinn til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum.“ Píratar vilja standa vörð um núverandi réttindi og efla þau eins og hægt er. Þriðji kaflinn fjallar um friðhelgi einkalífsins. Píratar vilja að allir eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Slík leynd á þó aldrei að ganga svo langt að hún gangi á réttindi annarra. Slík leynd ætti heldur aldrei að firra einstaklinginn ábyrgð. Fjórði kaflinn fjallar um gagnsæi og ábyrgð. Píratar álykta að til þess að einstaklingur geti borið ábyrgð þurfi hann að hafa getu til þess að taka ákvarðanir. Gagnsæi felst í því að hinir valdameiri opni sig gagnvart hinum valdaminni. Í stjórnsýslu er gagnsæi mikilvægt svo almenningur geti verið upplýstur um ákvarðanir stjórnvalda, einfaldlega til þess að almenningur geti tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir viðkomandi stjórnvalda. Píratar vilja því að upplýsingar séu öllum aðgengilegar svo allir geti tekið upplýsta ákvörðun. Allir ættu líka að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þeirra eigin málefni. Allir ættu líka að fá að vita hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Fimmti kaflinn fjallar um upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar kemur fram að allir ættu að hafa ótakmarkað frelsi til að safna og miðla upplýsingum, sem og til að tjá sig. Einu undantekningarnar á því eru ef gengið yrði á borgararéttindi einstaklinga, sbr. annan kafla. Sjötti kaflinn fjallar um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Þar er ítrekað að allir einstaklingar ættu að hafa rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða þá sjálfa. Þar er ítrekað að gagnsæ stjórnsýsla hjálpi við að tryggja slík réttindi. Píratar vilja draga úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla beint lýðræði þar sem kostur er. Á ofangreindu byggist öll stefnumótun Pírata. Það gerir Pírötum erfitt að koma með innantóm kosningaloforð. Það sem Píratar segja þarf nefnilega að standast skoðun.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun